Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 35

Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 35
35 Skólavarðan 2. tbl. 2012 Miklar breytingar hafa orðið á stöðu fjölskyldunnar í íslensku samfélagi á undanförnum árum, stöðugt fleiri foreldrar (mæður) vinna fullan vinnudag utan heimilis og nýta þannig menntun sína svo og þarf fjölskyldan tekjur beggja foreldra fyrir daglegum þörfum. Oft duga þessar tekjur ekki til og fjölskyldur berjast við skuldavanda í kjölfar falls bankanna. Börn byrja stöðugt yngri í leikskólum, daglegur dvalartími þeirra lengist og viðmið í reglugerð um æskilegan barnafjölda eru ekki lengur til staðar. Á sama tíma hefur áherslan á menntunarlegt hlutverk leikskóla aukist af löggjafans hálfu, leikskólinn er fyrsta skólastigið í menntakerfinu og sameiginlegir þættir eru lagðir til grundvallar námi barna á öllum skólastigum. Kennarar á öllum skólastigum ljúka nú meistaranámi til að öðlast kennsluréttindi og leikskólakennarar eru aðeins um 33% starfsfólks í leikskólum landsins. Við þessar aðstæður var gögnum safnað á vettvangi leikskóla og leitað svara við því hvernig leikskólakennarar sjá faglegt hlutverk sitt og forystu, svo og hvernig aðrir hagsmunaaðilar skynjuðu þessa sömu þætti. Jafnhliða var skoðað hvaða áhrif skoðanir hagsmunaaðila, og ýmsir ytri þættir, höfðu á faglega sjálfsmynd leikskólakennara. Í þessari grein verður fjallað um hluta þeirra rannsókna, hugmynda og hugtaka sem lágu til grundvallar greiningu gagnanna og greint er frá örfáum meginniðurstöðum. Fræðilegur bakgrunnur Við greiningu á gögnunum voru m.a. notuð hugtök Vandenbroeck’s, Coussée og Bradt (2010) um hlutverk leikskóla en þeir halda því fram að það sé þríþætt, þ.e. menntunarlegt, eða hvað börn skuli læra og með hvaða aðferðum, og geti fagfólk innbyrðis og foreldra greint á í þeim efnum, efnahagslegt, sem stuðli að því að foreldrar geti tekið þátt á vinnumarkaði og þjóðir á alþjóðlegum markaði, svo og sé það leikskólans að stuðla að félagslegu réttlæti, jafna aðstöðumun barna og þróa réttlátara þjóðfélag. Hugmyndir Whitty (2008) og Oberhuemer (2005) um lýðræðislega fagmennsku voru einnig lagðar til grundvallar greiningu á gögnunum. Í lýðræðislegri fagmennsku er lögð áhersla á að nám ungra barna fari fram samkvæmt félags- og menningarbundnum kenningum (e. socio-cultural theories). Áherslan beinist ekki eingöngu að barninu og þörfum þess heldur að sameiginlegri þekkingarmótun barna og fullorðinna í lýðræðislegu skólasamfélagi (Langford, 2010). Foreldrar þurfa að koma að því að byggja upp sameiginlegan skilning og þekkingu á lífsaðstæðum og námsþörfum barnanna og taka þátt í lærdómssamfélagi leikskólans (Oberhuemer, 2005). Afstaða leikskólakennara til þekkingar er álitin mikilvæg, byggja þarf upp siðferðilega greind ekki síður en tilfinningagreind (Lunt, 2008) og ræða aukinn menningar-, félags- og efnahagslegan ójöfnuð í samfélaginu og hvernig leikskólinn bregst við honum. Gert er ráð fyrir forystu sem er dreifð (e. distributed), ekki eingöngu bundin formlegum stjórnunarhlutverkum og lögð er áhersla á forystu kennara (Harris, 2008). Í Aðalnámskrá leikskóla (2011) segir um forystu: „Litið er á leikskólakennara sem leiðandi samverkamann barna, foreldra og annars starfsfólks leikskóla“ (bls. 22) og var horft til þessa ákvæðis við greiningu gagnanna. Aðferðafræði Aðferðafræði rannsóknarinnar var túlkandi og kenningar Mead (1934) og Blumer (1969) um táknbundin samskipti (e. symbolic interactionism) hafðar til hliðsjónar. Gögnum var safnað í einu sveitarfélagi með rýnihópaviðtölum við leikskólakennara og deildarstjóra, leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra, Texti: Arna H. Jónsdóttir Mynd: Frá höfundi Faglegt hlutverk, forysta og sjálfsmynd leikskólakennara rannsóknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.