Skólavarðan - 01.12.2012, Síða 37

Skólavarðan - 01.12.2012, Síða 37
37 Skólavarðan 2. tbl. 2012 Leikskólakennarar og deildarstjórar töluðu ekki um sig sem faglega leiðtoga en horfðu fyrst og fremst til leikskólastjórans hvað það hlutverk varðar. Bæði þeir og leiðbeinendur lýstu forystunni á deildunum sem samvinnumiðaðri á meðan aðrir stjórnendur leikskólans og hagsmunaaðilar lögðu áherslu á forystu samkvæmt hefðbundnum valdapíramída. Leikskólastjórar vildu styrkja til muna hlutverk deildarstjóra og að þeir yrðu „þriðja hjólið undir vagninum“ og „sæju landslagið“ eins og þeir. Leikskólakennarar og deildarstjórar virðast á hinn bóginn í „öðrum heimi“ þar sem þeir telja mikilvægt að fá jákvæð viðbrögð frá börnum, samstarfsfólki og foreldrum og leitast þannig við að varðveita jákvæða faglega sjálfsmynd sína. Mikil togstreita kemur fram í skoðunum þeirra hagsmunaaðila sem að leikskólanum koma á hlutverki leikskóla og faglegu hlutverki leikskólakennara. Löggjafi nn og sveitarfélagið virðast heldur ekki ganga í takt þar sem áherslur löggjafans eru fyrst og fremst menntunarlegar á meðan áherslur sveitarfélagsins á þjónustu við foreldra var álitin mjög mikilvæg. Vandenbroeck o. fl . (2010) telja að sátt á milli þessara hlutverka náist jafnvel aldrei. Mikilvægt er þó að leikskólakennarar og hagsmunaaðilar er málið varðar ræði þessi hlutverk leikskóla og reyni að ná samkomulagi um áherslur. Greina má jafnframt stöðluð kynjuð viðhorf sumra hagsmunaaðila til starfa leikskólakennara en jafnhliða má draga fram að leikskólakennararnir sjálfi r töluðu ekki um sig sem faglega leiðtoga og forystumenn gagnvart foreldrum og stjórnmálamönnum. Merking (e. meaning) og þar með fagleg sjálfsmynd mótast m.a. í samskiptum við mikilvæga aðila, og áhrifi n eru gagnkvæm. Það er því mikilvæg spurning hvaða áhrif leikskólakennarar vilja hafa á skilning foreldra og stjórnmálamanna á sérfræðiþekkingu sinni og menntunarhlutverki og hvaða leiðir þeir vilja fara til að ná þar árangri. Veldur hver á heldur. Heimildir: Blumer, H. (1969). Symbolic interactionism: Perspective and method. Harris, A. (2008). Distributed school leadership: Developing tomorrow’s leaders. Langford, R. (2010). Critiquing child-centred pedagogy to bring children and early childhood educators into the centre of a democratic pedagogy. Contemporary Issues in Early Childhood, 11(1), 113–127. Lunt, I. (2008). Ethical issues in professional life. In B. Cunningham (ed.), Exploring professionalism (pp. 73–98). Mead, G. H. (1934). Mind, self and society. Mennta- og menningarmálaráðuneytið [Ministry of Education, Culture and Science]. (2011). Aðalnámskrá leikskóla [National Curriculum Guide for Preschools]. Oberhuemer, P. (2005). Conceptualising the early childhood pedagogue: Policy approaches and issues of professionalism. European Early Childhood Education Journal, 13(1), 5–16. Vandenbroeck, M., Coussée, F. and Bradt, L. (2010). The social and political construction of early childhood education. British Journal of Educational Studies, 58(2), 139–153. Whitty, G. (2008). Changing modes of teacher professionalism: Traditional, managerial, collaborative and democratic. In B. Cunningham (ed.), Exploring professionalism (pp. 28–49). Höfundur er lektor við Menntavísindasvið HÍ og varði doktorsritgerð sína Professional roles, leadership and identities of Icelandic preschool teachers: Perceptions of stakeholders/ Faglegt hlutverk, forysta og sjálfsmynd íslenskra leikskólakennara: Skilningur hagsmunaaðila við Institute of Education, University í London síðastliðið sumar. Hægt er að nálgast ritgerðina í Skemmunni. Slóðin er skemman.is/item/view/1946/13199 rannsóknir Öryggisbelti í öllum bílum og yfir 800 sæti með þriggja punkta beltum. Umhverfisvænar rútur Árlegt öryggisnámskeið fyrir bílstjóra Vorferðir Fræðsluferðir Gönguferðir Fjöruferðir Sveitaheimsóknir Heimsókn í Álfa-, trölla og norðurljósasafnið eða Draugasetrið Bjóðum ódýra gistingu fyrir hópa Dæmi um skólaferð: létt fjallganga, Álfa-, trölla- og norðurljósasafnið eða Draugasetrið og sund. Guðmundur Tyrfingsson ehf Sími 482 1210 gt@gtbus.is www.gtyrfingsson.is Félagsmenn munið MÍNAR SÍðUR á www.ki.is Eplið er á vefnum Eplið, rafrænt fréttabréf KÍ, er á vefnum. Lestu Eplið á www.ki.is

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.