Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 23

Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 23
23 Skólavarðan 2. tbl. 2012 „Ég var uppreisnargjarn og mér var einu sinni sagt að ég hefði valdið föður mínum hjartasorg út af mótþróanum í mér. Reglur eru til að brjóta þær og mér var lífsins ómögulegt að fylgja þeim. Í skólanum var skólabúningur svo ég mætti auðvitað í mínum eigin fötum og „var beltaður“, sem þýðir laminn af kennara með belti. Enn þann dag í dag er ég þeirrar skoðunar að það að brjóta reglur og segja hefðum stríð á hendur sé einn af mikilvægustu eiginleikum stjórnenda.“ Það er John McBeath fræðimaður og kennari sem á orðið, hann hefur um það bil hálftíma aflögu fyrir viðtalið en fórnar matartímanum sínum af gjafmildi sem ég átti ekki von á. Eru enskir, háæruverðugir prófessorar svona léttir á því? En John er náttúrulega ekki enskur eins og fljótlega kemur í ljós, hann er í senn skoskur og allra þjóða kvikindi. „Af hverju hefurðu svona mikinn áhuga á menntun?“, spyr ég John. „Það á að hluta til rætur að rekja til bernsku minnar. Foreldrar mínir voru trúboðar í Kongó, þar fæddist ég og við fluttum svo síðar til Suður-Afríku. Þaðan fórum við til Englands, þá Skotlands, svo Kanada og loks aftur til Skotlands. Ég var í átta eða níu skólum í þessum ólíku löndum. Það er því kannski ekkert skrýtið að ég hafi alltaf haft áhuga á ólíkri menningu, menningarlegum mun á milli landa og verið óánægður með eðli skólans ef ég get orðað það svo. Þeim fannst þessi skóli bara fínn Árið 1954 fluttum við í seinna skiptið til Skotlands, þaðan sem ég er ættaður. Ég var fjórtán ára og fór í mjög hefðbundinn drengjaskóla á breska vísu. Mér fannst allt rangt við þennan skóla. Að koma úr kanadíska skólakerfinu og í það skoska fannst mér nánast eins og tímaferðalag aftur til þess tíma þegar menntakerfið var í raun ómenntandi. Það var þá sem ég byrjaði að skrifa um skólamál, um eðli menntunar, af því að allt sem ég rakst á þarna var að mínu mati skaðlegt og rangt. Það er sagt að fiskurinn sé síðastur til að uppgötva vatnið og ég sá hlutina með allt öðrum augum en hinir strákarnir í skólanum sem þekktu ekki annað. Þeim fannst þessi skóli bara fínn. En ég kom frá annarri plánetu og hugsaði daglega um af hverju þetta væri gert svona en ekki hinsegin, að þetta og hitt væri fáránlegt. Ég velti til dæmis mikið fyrir mér eðli og tilgangi refsinga og var eiginlega trúleysingi í þeim efnum, mér fannst þær ekki skila árangri. Enda kom að því að ég var næstum því Reyndu bara að segja okkur að við séum ekki að vinna vinnuna okkar! Texti: KEG viðtal John McBeath
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.