Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 38

Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 38
38 Skólavarðan 2. tbl. 2012 Hér er seinni hluti greinar um álag í starfs- umhverfi félagsmanna KÍ í framhaldsskólum og breytingar á þessum álagsbreytum frá 2008 til 2012. Bæði starfsánægja og líðan félagsmanna KÍ í framhaldsskólum hefur versnað á milli samanburðartímabila. Stóraukið starfsálag í framhaldsskólum landsins! rannsóknir Seinni hluti Guðrún Ragnarsdóttir. Texti: Guðrún Ragnarsdóttir Guðrún Ragnarsdóttir doktorsnemi á menntavísindasviði HÍ, framhaldsskólakennari og lýðheilsufræðingur rannsakaði líðan og starfsumhverfi félagsmanna Kennarasambands Íslands (KÍ) í framhaldsskólum árin 2008, 2010 og 2012. Hér er um einstæða samanburðarrannsókn að ræða meðal íslenskra kennara og niðurstöðurnar vitna því miður með ótvíræðum hætti um versnandi vinnuaðstæður og líðan milli ára. Vinnudagur framhaldsskólakennara í 100% starfi hefur lengst umtalsvert frá efnahagshruni og bóknámskennarar vinna lengri vinnudag en aðrir kennarahópar. Frá 2008 vinna framhaldsskólakennarar sífellt lengri vinnudag. Munur á vinnuálagi er jafnframt mikill á milli kennarahópa. Rúmlega sex af hverjum tíu bóknámskennurum finna fyrir ójöfnu vinnuálagi og að verkefni hlaðist upp en einn af hverjum þremur verknámskennurum. Um sex af hverjum tíu félagsmönnum KÍ í framhaldsskólum finnur fyrir streitu í starfi. Streitan hefur aukist um sextán prósentustig frá árinu 2010 og bóknámskennarar finna frekar en aðrir kennarahópar fyrir henni. Um helmingi finnst starfið sitt vera andlega erfitt og bóknámskennurum finnst kennarastarfið andlega erfiðara en öðrum kennarahópum. Áhugavert er að skoða þessa niðurstöðu í ljósi nemendafjölda í námshópum. Tafla 7 sýnir viðmiðunartölur skóla um nemenda- fjölda í námshópum samkvæmt mennta- og menningarmála- ráðuneytinu. Leiða má líkur að því að þessi munur á nemenda- fjölda í námshópum eftir eðli námsgreina geri það að verkum að álagsmunur er verulegur á milli kennarahópa hvað varðar yfirferð verkefna, einstaklingsmiðaða þjónustu sem í boði er í kennslustundum og starfsálag. Þegar rannsóknarniðurstöður eru skoðaðar í ljósi þessa kemur í ljós að kennarahópar sem kenna að jafnaði 25 nemendum eða fleiri finna fyrir meira álagi í starfi en hinir, telja sig síður geta sinnt nemendum með sérþarfir og beitt fjölbreyttu námsmati og kennsluháttum. Tafla 7. Viðmiðunartölur mennta- og menningarmálaráðuneytisins um nemendafjölda í námshópum eftir kennarahópum (auglýsing nr. 4/2001* og reiknilíkan mrn.) Kennarahópar Nemendafjöldinn í dag samkv. auglýsingu nr. 4/2001* og reiknilíkani mrn. Starfsnámskennari 12 (+25%) 25 (+25%) Listnámskennari 15 (+25%) 25 (+25%) Verknámskennari 12 (+25%) Bóknámskennari 22 (+25%) – raungreinar 25 (+25%) – aðrar bóklegar greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.