Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Page 11
Áhugaverðar bækur bls. 11 Fear and Loathing in America The brutal odyssey of an outlaw journalist „Hunter S. Thompson er brjálaður blaðamaður, hann virðist haldinn ofskynjunum sem reynast þegar á allt er litið fullkomlega heilbrigðar.“ Einhvern veginn svona hafa gagnrýnendur í Bandaríkjunum tekið bókum blaðamannsins Thompsons. Ótta og andstyggð í Ameríku byggir hann á sendibréfum sem hann stílar á vini, óvini, útgefendur og gagn- rýnendur og jafnvel Jimmy Carter og Kurt Vonnegut. Thompson tekur fyrir árin 1968–1976 og afhjúpar merkilega mynd af bandarísku þjóðlífi; pólitík og menningu. Thompson er sennilega eini maðurinn sem bæði hefur ferðast með Hell’s Angels og Richard Nixon. Fyrra bindi sögunnar kallaðist The Proud High- way og kom út árið 1997, tímaritið Rolling Stones kallaði bókina ólýsanlega snilld „brilliant beyond description“. Útgefandi er Simon & Schuster. The Girl in the Picture The remarkable story of Vietnam´s most famous casualty Sennilega hafa fáar ljósmyndir skapað jafnalmenna andúð á stríðsrekstri og myndin af víetnömsku stúlkunnni Kim Phuc sem birtist um allan heim árið 1972. Á myndinni sést Kim Phuc, 9 ára gömul, flýja nakin og illa brennd eftir napalmárás. Margir telja að myndin hafi breytt viðhorfum Bandaríkjamanna til afskipta þeirra af Víetnamstríðinu. Færri vita kannski að ljósmyndarinn kom Kim Phuc undir læknishendur og hún var heilt ár á sjúkrahúsi í Saigon. Eftir það tók við barningur við kommúnista frá Norður-Víetnam sem vildu nota sögu hennar í áróðursskyni. Kim Phuc flúði að lokum land og býr nú í Kanada ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Denise Chong ritar sögu Kim Phuc. Simon & Schuster gefur út. A Heartbreaking Work of Staggering Genius Dásamlega furðuleg, er sennilega það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar bók Daves Eggers er flett. Reyndar er engin þörf á að lesa hana alla, ef marka má orð höfundarins á fyrstu síðum. Blaðsíður 239-351 eru t.a.m. um fólk á þrítugsaldri sem svo erfitt er að gera áhugavert, að hans sögn, að allt eins gott er að fletta framhjá. Höfundur gengur meira að segja svo langt að lofa fyrstu 200 les- endunum sem geta staðfest að þeir hafi komist í gegnum alla bókina fimm dala ávísun frá „góðum bandarískum banka“. Sé bókinni snúið við er þar önnur kápumynd og yfirskriftin „Mistakes we knew we were making“. Efnið er 50 síðna lausbeislaðar vangaveltur Eggers um bókina eftir að hann sendi hana frá sér. Dave Eggers stofnaði tímaritið Might í San Francisco 1993. Hann hefur unnið við grafíska hönnun, búið til teiknimyndir og skrifað í blöð. Þessi fyrsta bók hans hefur fengið frábæra dóma, víðast hvar og verið kölluð sérlega áhrifamikið byrjenda- verk. Picador gefur út. English Passengers Ein þeirra bóka sem tilnefndar voru til Booker–verð- launanna á síðastliðnu ári og hlaut nær einróma lof lesenda jafnt sem gagnrýnenda. Sagan gerist um miðja 19. öld og segir frá presti einum sem leggur í ferð til Tasmaníu í leit að aldingarðinum Eden. Frumbyggjar Tasmaníu hafa átt í útistöðum við Breta og Paradís reynist víðs fjarri. Fyndin og dramatísk í senn, kaldhæðin og heillandi, sögðu bresku fjölmiðlarnir þegar bókin kom út. „Saga sem fáir núlifandi rithöfunda hefðu ímyndunarafl til að skrifa eða þol til að vinna til enda,“ sagði í Daily Telegraph. Höfundur er Matthew Kneale en Penguin gefur út. Áhugaverðar bækur Tilvalið lesefni í páskafríið G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:47 PM Page 11

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.