Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Qupperneq 46

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Qupperneq 46
Hvítar hetjur og svartur skratti Um fjölskyldugerðir og kynþætti í þekktum leikföngum; Playmo, Legó, Barbie o.fl. Margrét Tryggvadóttir Fyrir rúmum þremur árum, skömmu fyrir fjögurra ára afmæli sonar míns, fékk hann fimmhundruð krónur. Við örkuðum saman í Liverpool á Laugavegi og þar fjárfesti hann í lítilli öskju frá LEGO. Ofan í henni var örsmár riddari með alvæpni og leðurblöku á höfði og svartur, vængjaður, eldspúandi dreki. Fyrir dreng sem dvelur meira í eigin ævintýraheimi en raunveruleikanum voru þetta dásamlegustu leikföng sem hægt var að hugsa sér. Strákurinn fékk sjálfur að hringja í gestina og bjóða í afmælið og margir spurðu hvort það væri eitthvað sérstakt sem hann vildi í afmælisgjöf. „Jahá," svaraði strákur, „svona lítið LEGO, helst riddaradót!" Og honum varð að ósk sinni. Heimilið fylltist af kubbum og körlum. Þar sem leikheimar LEGO eru fyrir fimm til tólf ára gömul börn þurfti hann drjúga aðstoð. Kvöld eitt sátum við saman við eldhús- borðið og vorum búin að byggja furðuveröld þar sem öllu ægði saman. Þar voru miðaldariddarar, drekar, sjóræningi og beinagrind, kafarar í fjársjóðsleit, slökkvilið, lögregluþjónn á mótorhjóli og indjánahöfðingi á hestbaki. Allt í einu rann það upp fyrir mér að litlu fígúrurnar í leiknum voru allar karlkyns, nema ein, og hún var ógurlega vond norn. Börn eru viðkvæm og áhrifagjörn og því skiptir miklu máli hvað fyrir þeim er haft. Síðustu áratugi hefur barnaefni í bókum, sjónvarpi og kvikmyndum verið mikill gaumur gefinn og vissulega er ekki vanþörf á. Sögurnar sem móta börnin leynast hins vegar víðar, meðal annars í leikfangakössunum. Leikur er flestum heilbrigðum börnum sjálfsprottinn og eðlilegur og í honum felst bæði sjálfstjáning og sjálfsnám. Þegar börn leika sér fá þau ekki einungis tækifæri til að þenja ímyndunaraflið, þau geta líka prófað heim hinna fullorðnu. Leikföng hljóta að móta leik barnanna að ákveðnu marki og því er vert að skoða samfélögin sem þau endurspegla og lögmálin sem þar gilda. Flest íslensk börn eiga nokkrar veraldir í leikfangakössum og geta hvenær sem er horfið á vit leikheima sem stórfyrirtæki hafa skapað. Leik- heimarnir bjóða upp á hlutverkaleiki þar sem barnið er ekki beinn þátttakandi heldur eins konar guð sem öllu ræður. Lengi vel voru hágæða leikfangafígúrur fremur ómótaðar í útliti. Það var barnsins að nota ímyndunaraflið til persónusköpunar. Með tilkomu harðari samkeppni við tölvuleiki og sjónvarpsefni virðast áherslurnar hafa breyst. Gæðamat tölvuleikja er ekki síst háð því hversu raunverulegt myndmál þeirra er. Þessi krafa hefur smitað út frá sér því leikfangafígúrur eru orðnar mun raunverulegri í útliti en áður. Þegar leikföngin fá sterkari karakter- einkenni þrengist svigrúm barnsins og leik þess er beint inn á ákveðnari brautir. Ein leikfangafígúra getur ekki lengur verið hvaða persóna sem er. Hún er strætóbílstjóri, lögga, bóndi eða hvað það sem framleiðandinn hefur ákveðið. Þetta er sniðugt frá markaðslegu sjónarmiði, því börnin þurfa fleiri leikföng til að hægt sé að færa leikinn inn á ný svið. Sakleysislegt yfirbragð Tveggja ára gömul börn eru sjálfhverf og leikur þeirra endurspeglar öðru fremur nánasta umhverfi þeirra. Það er því skiljanlegt að í leikheimum fyrir börn á þessu aldursskeiði eru algengustu persón- urnar stórfjölskyldan. Einföld dúkkuhús eru vinsæl en auk þess er bóndabæi, dýragarða, fjölleikahús, lestir og önnur farartæki víða að finna og löggur og slökkvilið nánast skylda. Sterkustu einkenni þessara heima eru sakleysislegt yfirbragð og sú almenna vond norn ímyndunar- aflið G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:54 PM Page 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.