Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Qupperneq 50
brúðkaupshestvagn. Áfangastaður hans er að
sjálfsögðu húsið sjálft.
Baráttan milli góðs og ills
Að mörgu leyti eru LEGO og Playmobil sambærileg
leikföng. Þó er eitt áberandi ólíkt. Í LEGO eru
persónurnar bæði góðar og illar. Innræti persónanna
er greypt í andlitsdrættina. Þannig er hið illa hluti af
mannlífinu sem þarf að berjast gegn. Jafnvel í
Duplo-línunni, sem er fyrir börn frá eins og hálfs árs
aldri, er innbrotsþjófur sem lögreglan eltist við.
Andlitsdrættir allra Playmobil-fígúra eru eins. Enda
þótt nú hafi þær ýmiss konar útlitseinkenni eins og
áprentað skegg og jafnvel glóðarauga (eftir
skíðaslys, en ekki slagsmál) er sama glottið á þeim
öllum. Playmobil brosið gefur til kynna að allir séu
jafngóðir og hið illa sé ekki til. Þó eiga örfáar fígúrur
greinilega ekki að vera algóðar, eins og galdrafólkið
sem nefnt var hér að framan. Skrattinn er í
svokallaðri Special-vörulínu, en í henni eru fígúrur
sem ekki tilheyra neinum sérstökum heimi. Glott
hans er breiðara en hinna karlanna og hann er
fremur fyndinn en óhugnanlegur.
Ýmsir hafa bent á að einn helsti kostur
hefðbundinna ævintýra sem barnaefnis sé nærvera
hins illa. Barnasögur þar sem allir eru góðir afneiti
einfaldlega hluta af mannlegu eðli. Börn þurfi að fá
að prufa hlutverk vondu stjúpunnar og illa
galdrakarlsins til þess að geta valið sjálf að verða
góðar manneskjur. Út frá því sjónarmiði þjóna
LEGO-leikföngin þroska barnsins betur en leik-
heimar Playmobil, sem eru nánast lausir við átök.
Þessi leikföng eru búin til í tveimur Evrópu-
löndum sem eiga sér ólíka sögu, Playmobil í Þýska-
landi og LEGO í Danmörku. Það er áhugavert að
velta því fyrir sér á hvaða hátt saga og menning
þessara landa endurspeglast í eðli leikheimanna.
Eftir að hafa tapað tveimur heimsstyrjöldum á einni
öld og borið ábyrgð á voðaverkum nasista í síðari
heimsstyrjöldinni eru átök tabú í þýsku samfélagi.
Allir eiga að vera góðir og kurteisir, eins og í
fullkomnum leikfangaheimi. Undir niðri krauma þó
átök sem samfélagið bælir niður. Í Danmörku
stendur styrr um þann fjölda innflytjenda sem býr í
landinu. Ef marka má leikheima LEGO eru þeir ekki
fullgildir borgarar enn sem komið er.
Þegar leikheimar eru búnir til handa börnum
ættu þeir að einhverju leyti að vera útópískir. Auð-
vitað mega þeir einnig vera spennandi og æsilegir
og ekki væri verra að „réttlætið“ sigraði að lokum,
en þeir sem skapa þessa heima ættu að hafa það í
huga að börnin sem leika sér með þá eiga eftir að
vaxa úr grasi og verða virkir einstaklingar í
raunverulegu samfélagi. Hvernig á börnunum að
skiljast að karlar og konur af öllum kynþáttum heims
geta í raun og veru lifað og unnið saman, ef ekki er
hægt að sýna fram á það í þykjustuheimi? Ef til-
gangur lífsins er að búa börnum okkar betri heim er
ekki til betri staður til að byrja á en barnaherbergið.
annars skipta um bleiu á barni og vikta sig á baðvog.
Við skulum vona að þessar myndir endurspegli ekki
áhugamál lítilla stúlkna.
Eitt hafa stelpudúkkur LEGO þó fram yfir hefð-
bundnar dúkkur. Þær hafa grip eins og stráka-
leikföng og geta haldið á hlutum. Langflestar dúkkur
hafa flatan lófa sem gerir það að verkum að þær
geta ekki haldið á nokkrum sköpuðum hlut. Þá er
rétt að benda á að allar fígúrur frá LEGO eru ljósar á
hörund. Litlu fígúrurnar eru reyndar gular en tákna
engu að síður hvítt fólk en Duplo-fólkið, Belville-liðið
og Scala-fjölskyldurnar eru hvít á hörund. Hafi
heimurinn einhvern tíma verið svona einfaldur, er
hann það ekki lengur.
Fyrirmyndaríkið Playmobil
Hin þýsku leikföng Playmobil eru fyrir börn frá
fjögurra ára aldri. Þar er staða kynjanna áberandi
jafnari en hjá LEGO, þótt fullkomið jafnrétti sé ekki í
sjónmáli. Mestu munar að kvenfígúrurnar eru
gerendur í samfélaginu og vinna almenn störf og
margar vinna hefðbundin karlastörf eins og að dæla
bensíni. Þá eru kvenfígúrur einnig áberandi í ýmsum
ábyrgðarstörfum, t.d. við læknisþjónustu, hjálpar-
störf og í lögreglunni. Þó eru aðeins karlar í hörðustu
vígjum karlmennskunnar; í slökkviliðinu og á gröfum
og vegheflum. Kvenfígúrurnar passa hins vegar upp
á börnin, því af þeim er nóg í heimi Playmobil. Í
heimi Playmo-barnanna ríkir hins vegar fullkomið
jafnræði milli kynjanna og það virðist ekki vera neinn
munur á leik stráka og stelpna. Í þeim öskjum sem
innihalda barnahóp, eru jafnmörg börn af hvoru kyni
og venjulega eitt barn sem ekki er hvítt á hörund, en
er engu að síður hluti af heildinni. Hörundsdökkar
fígúrur í fullorðinsstærðum eru einnig til staðar, en
þær eru einkum í aukahlutverkum og sjást ekki í
ábyrgðarstöðum. Í nútímaheimunum eru hörunds-
dökkir áhorfendur, farþegar og trúðar. Í öðrum vöru-
línum tákna hörundsdökkar fígúrur ýmist framandi
og vanþróaða þjóðflokka eins og indjána og afríska
villimenn eða fulltrúa illra afla. Í töfraheimi Playmobil
eru galdrahjón sem skera sig úr í sakleysislegum
heimi einhyrninga og trjáálfa. Þau eru dökkklædd,
hörundsdökk og umhverfi þeirra kuldalegt og dökkt.
Þá er einnig hægt að kaupa hörundsdökkan skratta.
Playmobil-fyrirtækið býður einnig upp á fortíðar- og
ævintýraheima. Miðaldaheimur er til staðar og
skiptist hann í nokkrar vörulínur sem allar geta
tengst ef viljinn er fyrir hendi. Þar er t.d. kastali sem
ótal riddarar verja. Ólíkt LEGO er fjöldi kvenna í
kastalanum við ýmis hversdagsleg störf og svo er
prinsessa í turninum. Þá er sérstakur töfraheimur og
í honum búa drekar og galdrakarlar, skógardísir og
einhyrningar, prinsar og prinsessur. Andstætt
miðaldaheimum LEGO hafa kvenfígúrurnar ákveðnu
og umfram allt jákvæðu hlutverki að gegna. Þá er
einnig hægt að kaupa stelpulegra og friðsælla
konungsríki, en aðaltrompið þar er björt og falleg
draumahöll fyrir konungsfjölskyldu. Það er
dæmigert að þessi sérstöku stelpnaleikföng
einskorðast við heimilið og ólíkt drengjaleikföngum
og dóti fyrir bæði kynin fylgja engin farartæki eða
umhverfi kringum höllina. Staða kvenna er því
greinilega á heimilinu. Í sama anda er bleikfjólublátt
nítjándu aldar „brúðuhús“ frá Playmobil. Húsið er
nokkuð nákvæm eftirmynd raunverulegs heimilis,
en einu farartækin sem fást eru barnavagn og
Þar að auki eru
Emma, vinir
hennar og
fjölskylda í
s n i ð u g u m
skóm sem
smellast við
g ó l f f l e t i n a
þannig að
d ú k k u r n a r
geta staðið
u p p r é t t a r .
Barbie hefur
hins vegar
aldrei getað
staðið á eigin
fótum.Margrét Tryggvadóttir er bókmenntafræðingur. Heimildir: Pickering, Davið (ritstj.). 1999. The Ultimate LEGO
Book. London, Dorling Kindersley. Vörulistar LEGO 1996-2001.
Vörulistar Playmobil 1997–1999. www.lego.com ·
www.playmobil.com
G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:54 PM Page 50