Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Síða 2
Brynhildur Þórarinsdóttir
Frá ritstjóra
ið. Gullinasni er eitt af meistaraverkum lat-
neskra bókmennta, skrifað á 2. öld e.Kr., og
hefur stundum verið kölluð fyrsta þroskasaga
heimsbókmenntanna. Fjölkunnug kona breytir
Lúkíusi hinum unga í asna, en hann gengur síð-
an kaupum og sölum og verður vitni að ýmsu
misjöfnu í samfélaginu. Hin óborganlega saga
asnans er rakin og endirinn er óvæntur og lær-
dómsríkur. Kristján Árnason ritar formála að
verkinu en Erlingur E. Halldórsson þýðir. Erling-
ur er afburða snjall þýðandi og eftir hann liggja
þýðingar á nokkrum öndvegisverkum heims-
bókmenntanna, til að mynda Satýrikon og Tí-
dægru.
Bókina Gullinasna sendum við hverjum
áskrifanda sem skráir einn nýjan svo nú er um
að gera að kynna tmm fyrir vinum og vanda-
mönnum. Fylla má út auglýsinguna framar í
heftinu og senda til Tímarits Máls og menning-
ar, Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík eða með
bréfsíma í 522 2022. Sömu upplýsingar er
hægt að senda í tölvupósti á tmm@edda.is.
undur sem ekki fer troðnar slóðir, hvorki hvað
varðar söguefni, sögusvið né frásagnartækni.
Þorgerður Þorvaldsdóttir fjallar um nýja stórbók
Máls og menningar með ævisögum íslenskra
kvenna og í heftinu eru einnig birt verðlaunaljóð
Kristínar Bjarnadóttur og smásaga frá lítt
þekktu málsvæði á Norðurlöndunum. Höfundi
sögunnar, Bengt Pohjanen, er „meän kieli“
(Tornedalsfinnska) mikið hjartans mál og hefur
hann gengið fram af „tungubræðrum sínum“
með því að setja fram kröfu um að mállýskan
verði gerð að opinberu máli í Svíþjóð.
Heimsviðburðirnir gleymast þó ekki. Magn-
ús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðingur, skrif-
ar áhugaverða grein um Írak og viðhorf Banda-
ríkjamanna til þessa umdeilda lands. „Þó að
hugtök eins og „hnattvæðing/heimsvæðing“
og „sjálfbær þróun“ séu nýjasta tískan til að
lýsa samskiptum, eða takmarki veraldarsamfé-
lagsins, ná þau ekki langt til að skýra ástandið í
Mið-Austurlöndum. Þegar saga samskipta
Vesturlanda og Mið-Austurlanda er skoðuð á
tuttugustu og nú í byrjun tuttugustu og fyrstu
aldar eru það fyrst og fremst klassískar aðferð-
ir og heimspeki heimsvaldastefnunnar sem
veita innsýn í umræðuna um Írak,“ skrifar
Magnús. Það er ekki skrítið í ljósi sögunnar að
breski forsætisráðherrann skuli taka sér stöðu
við hlið Bandaríkjaforseta þegar talið berst að
Írak, því eins og Magnús bendir á var hug-
myndin á bak við stofnun landsins að tryggja
grundvöllinn undir heimsvaldastefnu Breta,
ekki síst í djásni bresku krúnunnar, Indlandi.
Áskrift borgar sig
Áskrift að tmm er fljót að borga sig því áskrif-
endur fá drjúgan afslátt af öllum innbundnum
útgáfubókum forlaga Eddu – miðlunar og út-
gáfu; Máls og menningar, Vöku-Helgafells, For-
lagsins, Almenna bókafélagsins og Iceland
Review. Nú geta áskrifendur einnig eignast
hina rómuðu bók Gullinasna eftir Lúkíus Apú-
leius með því einu að fá fleiri til liðs við tímarit-
„Það er athyglisvert að nú í upphafi þessarar
aldar skuli örlög Noregs og Íslands aftur vera
samtvinnuð í Evrópumálum svo sem var til
forna, því hvorugt landið vill sitja eitt eftir ef hitt
gengur í ESB,“ skrifar Ásgeir Jónsson hag-
fræðingur í fróðlegum samanburði á Gamla
sáttmála og Evrópusambandinu. Ásgeir færir
rök að því að þær spurningar sem Íslendingar
þurfa nú að kljást við í Evrópumálum séu að
stofni til þær sömu og þegar þjóðveldið leið
undir lok. „Ísland var í þeirri stöðu að verða að
hafa játast undir konung til þess að verða ekki
utangarðsþjóð í evrópsku samfélagi,“ skrifar
hann. „Staðreyndin er sú að Íslendingar gáfu
eftir fullveldi landsins, sjálfviljugir eftir gaum-
gæfilega umhugsun. Hér var greinilega komið
konungdæmi með beinar og breiðar brautir til
helstu landa Evrópu, sem stóðu Íslendingum
opnar um leið og þeir gerðust konungsþegn-
ar.“ Eins og fram kemur í grein Ásgeirs var
mun erfiðara að sannfæra landslýð en höfðingj-
ana um gildi konungssambandsins og sömu
sögu er að segja af viðhorfi fólks í flestum Evr-
ópuríkjum gagnvart Evrópusambandinu. Sam-
anburðurinn er því afar áhugaverður og á ör-
ugglega eftir að koma sér vel á kosningavetri
þegar kjósendur fá að kynna sér viðhorf stjórn-
málamanna til þessa yfirþjóðlega valds sem
Ásgeir kallar „. . . lýðræðislega útgáfu af kon-
ungdæmum eins og þau þekktust á miðöld-
um.“
Bókmenntagreinar eru nokkrar í tímaritinu að
þessu sinni. Þýðingar Jóhannesar úr Kötlum á
ljóðum Nelly Sachs hafa hvergi birst áður þótt
þær hafi verið fluttar í útvarpi á sínum tíma.
Gunnar Stefánsson skrifar formála að þýðing-
unum en þakka ber Svani Jóhannessyni, syni
skáldsins, sérstaklega fyrir að hafa forðað þeim
frá gleymsku.
Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í höfundarverk
Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, einkum nýjustu bók
hennar Yfir Ebrofljótið sem út kom á síðasta
ári. Eins og Soffía Auður bendir á er Álfrún höf-
02 frá ritstjóra 17.10.2002 10:56 Page 2