Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Page 5
Osmo Lalli Ismael Ivarsson af slóðum þar sem
tilveran lyktar af auðn, í útjaðri lenda Jahves þar
sem jafnvel ræningjar eru náðaðir, í okkar enda-
lausa landi sem teygði sig frá móunum hennar
Önnu út að Hofsásnum þar sem sígaunarnir
bjuggu og voru líka menn, já það náði lengra, til
Salla og hinna miklu Sovétríkja þar sem menn
úr þorpinu höfðu sópast burtu í stormum bylt-
ingarinnar. Voj, ääretön helvetti, ó, endalaust
helvíti í fjöldagröfum í Sandharmoj og Kotlas,
Archangelsk og Kamtjatka.
Ég var kominn á skellinöðrualdurinn. Ég var
búinn að vera einn vetur í gagnfræðaskóla og
farinn að hafa hugmynd um að ég myndi fara
héðan til Svíþjóðar, ég hafði lært málið og
söngvana og söguna í skólanum hjá fröken
Önnu sem hafði átt sautján börn og hélt kýr í
fjósi, þangað fór hún á finnskum tíma og var
búin að mjólka þegar klukkan í eldhúsinu var
sjö að sænskum tíma. Hún sleppti bókstöfun-
um lausum svo að þeir klifruðu niður af spjöld-
unum á veggnum og kynntu sig í nýjum orðum
og nöfnum. Í skólanum heiti ég Bengt en
heima Pänktti og hinum megin við landamærin
Pentti. Það var eins og nýir söngvar sem hljóm-
uðu með nýjum tónum. Það var söngur á
finnsku og sænsku og okkar máli, meän kieli,
og samísku og sígaunamáli í fjósum og viðar-
hjöllum og á bekknum á timbursleðanum, þar
sem ég vil sitja við hlið móðurbróður míns þeg-
ar hann er að aka timbri, leggja snörur fyrir rjúp-
ur og syngja. Ef hann fer ekki samstundis að
fylla snævi þakinn daginn og skóginn með
söngvum ýti ég við honum: „Noh, ala pithään
rukkuuksia! Svona, farðu að flytja bænirnar!“
Hann hlær og fyllir kaldan daginn með friði
sunnudagsins og ilmi af skógarliljum frá sumri
þegar enginn var við vinnu og ég var einn inni í
svölum bænum.
Ég náði skellinöðrualdrinum daginn sem ég
var að hreinsa fiskinn. Ég vissi þá þegar að ég
myndi flytja úr þorpinu, fátækasta þorpinu í
Tornedal. Næstum allir lifðu á smygli, jafnvel
tollarar og löggur sem fengu prósentur af
pislaaki-góssinu sem gert hafði verið upptækt –
þetta var hatað orð. Fredriksson einseyringur
var verstur. Hann varð lögga út á það að hand-
taka föður sinn og hann hafði ekki einu sinni
byggt húsið sitt sjálfur heldur keypt það af fá-
tæklingi fyrir einn eyri. Af því hlaut hann nafnið.
Og grobbaði af því að það væri eins og að ljúka
fimmtíu kílómetra göngunni án þess að svo
mikið sem svitna. Bara flytja inn í fullbúið hús.
Sem fátæklingarnir höfðu komið upp með því
að þræla. Og fá prósentur. Taka prósentur.
Stela prósentum. Fredriksson var þjófur, sam-
viskulaus þjófur. Hann var alls staðar, meig alls
staðar til að helga sér svæði: hann skreið undir
rúmin og rótaði á háaloftinu og hesthúsloftinu,
undir baðhúsinu og úti í haga. Hann hefði mig-
ið upp í sig ef hann bara hefði getað látið fruss-
ast á aðra. Og fengið prósentur fyrir. Þetta var
sagt og pískrað en nafninu Fredriksson tengd-
ist hvorki skelfing né ótti, bara fyrirlitning.
Ég var að flytja frá Fredriksson. „Þú skalt
verða lögfræðingur, þú ert svo mikill námsmað-
ur!“ sagði hetjan Hannes alltaf, „þá höfum við
eitthvað á móti honum Fredriksson!“
Hvað átti ég að verða? Hvert átti ég að fara?
Því ætti ég að fara út í þennan stóra heim þeg-
ar heimurinn var nú þegar hér í öllum sögunum
við kurlstokkinn. Í sögunum um Assar sem
hafði skotið innfædda í Marokkó, um þorpsbúa
sem höfðu ræktað kaffi í Brasilíu, byggt Paradís
í austri og boðað kristni meðfram ströndum
Kyrrahafsins og meðal Indíána í Klettafjöllum,
verið í þjónustu soldánsins og flúið frá Póllandi.
Ég sem var í miðjum heiminum og heimurinn
endaði ekki hér, ekki einu sinni við ystu klappir
landsins, heitar af minningum og sumarsól.
Jæja, frásagnirnar tek ég með mér.
Nafnið tek ég með mér. Ei nimi miestä
pillaa! Nafnið setur ekki blett á manninn en
maðurinn getur sett blett á nafn sitt. Það skipt-
ir engu máli hvað maður heitir. Bara ef maður
veit hvaðan maður er og hver maður er innst
Ég gerði að afla næturinnar á lokinu á safn-
þrónni hjá viðarhjallinum. Á kurlstokkunum
sátu faðir minn smyglarakóngurinn og hetjan
Hannes, sem bjó Finnlands megin landamær-
anna. Þeir sátu á kurlstokkunum, reyktu rúss-
neska líkkistunagla og hvísluðust á um Ismael
Ivarsson; bróðir hans hafði látist á grunsamleg-
an hátt.
Þeir lækkuðu röddina til þess að ég heyrði
ekki um hvað þeir töluðu: Ismael Ivarsson hafði
líftryggt bróður sinn, haldið ball fyrir æskulýðs-
fylkingu kommúnista, lagt rafmagnskapla út að
danspallinum og hleypt á straumnum á meðan
bróðir hans var að fást við tengingar á spenn-
inum. Bróðirinn hafði látist samstundis. Jafnvel
strigaskórnir höfðu brunnið til ösku og hann
hafði fundist blásvartur innan um skógarliljurn-
ar. Og Ismael hafði tekið út tryggingaféð.
Nú var lýst eftir honum í sænskum og finnsk-
um blöðum. Pabbi og hetjan Hannes lækkuðu
röddina enn um hálfa áttund og bentu á frétt-
ina. Þeir hvísluðu nafnið Osmo Lalli Ismael
Ivarsson með sömu lotningu og þeir væru á
bænastund í þorpinu þar sem dýrlingar og ræn-
ingjar voru lagðir að jöfnu, eins og ilmur af
skógarliljum og fnykur af svita og gatslitnum,
forugum skóm vitnaði um skelfingu og ótta trú-
arinnar frammi fyrir þeirri fegurð og helgi sem
smýgur í gegn um manninn þegar Guð andar.
Osmo Lalli Ismael Ivarsson var torráðið land,
frekar umfang en persóna, svæði sem heillaði,
andblær úr geimnum, söngur af ótta, heilög
hrynjandi og margar tungur. Hann var landa-
mæri og stríð. Og nafnlausir flóttamenn sem
voru eltir og helgir af sjálfu nafnleysinu eins og
Jahve við brennandi runnann, rödd og regla: Ég
er sá sem ég er. Þeir eru það sem þeir eru,
ihmisiä noon nekki, þeir eru líka menn.
Maðurinn var helgur og þorpið svo stórt að
því lauk hvergi. Við sátum á austustu klöppum
Svíþjóðar og dorguðum, við hrópuðum yfir á
hinn bakkann „fáiði eitthvað?“ „Tyhjän saapi
onkimatta! Ekkert fæst nema dorga!“ hrópaði
bls. 5
S
m
á
s
a
g
a
04 Smásaga Bengt 17.10.2002 10:57 Page 5