Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Qupperneq 11
Þorlákur biskup birti honum bréf erkibiskupsins
í Noregi um kirkjujarðir á Ísland: Jón sagði
„Heyra má ég erkibiskups boðskap en ráðinn er
ég í að halda hann að engu, – og eigi hygg ég,
að hann vilji betur né að viti en mínir foreldrar,
Sæmundur hinn fróði og synir hans.“
Konungsgarður er rúmur inngöngu
Á Sturlungaöld voru flestir höfðingjar hagvanir í
höllu Noregskonungs, enda reyndi Hákon að
gera þá handgengna sér með ýmsum vegtyll-
um og kynda jafnframt undir ófriðarbálið hér
heima. Vistin í konungsgarði virðist þó hafa haft
misjöfn áhrif á íslenska höfðingja.
Sumir þeirra, eins og Snorri
Sturluson, komust í mikla
dáleika við norska valda-
menn en ráku samt ekki
erindi þeirra hérlendis.
Aðrir, einkum Sturla
Sighvatsson, sáu
þetta sem hvatningu
til þess að gera landið
að sínu eigin konung-
dæmi með oddi og
eggju, sem mistókst á Ör-
lygsstöðum. Loks voru það
þeir höfðingjar – og þeim fjölgaði
eftir því sem nær dró endalokum þjóðveld-
isins – sem litu á konungssamband sem nauð-
syn vegna eigin frama og hagsmuna landsins.
Gissur Þorvaldsson, sem loks fullnaði verkið,
virðist þó að mestu leyti hafa stjórnast af sjálfs-
bjargarviðleitni og ekki haft neina glýju í augum
af dýrð konungsgarðs þar sem honum hafði oft
verið haldið nauðugum í farbanni svo árum
skipti.
Aftur á móti var mun erfiðara að sannfæra
landslýð sem átti ekki heimangengt í konungs-
garð og hugnaðist lítt að greiða hærri skatta
vegna yfirþjóðlegs samstarfs. Sömu sögu er
reyndar að segja af viðhorfi fólks í flestum Evr-
ópuríkjum gagnvart Evrópusambandinu. Stjórn-
málaforustan – elítan – hefur yfirleitt verið mun
jákvæðari gagnvart ESB en almenningur. Þetta
er skiljanlegt því forustan er líklegri til þess að
sjá kosti yfirþjóðlegrar samvinnu, hvort sem er
fyrir þjóðina eða sjálfa sig. Í Noregi var aðildin
t.d. felld þrátt fyrir að meirihluti stjórnmálafor-
ustu landsins væri fylgjandi henni og svipaðir
hlutir hafa gerst í Danmörku. Á Íslandi stendur
enginn núlifandi flokkur óskiptur á bak við aðild.
Sumir forustumenn tæpa á henni en margt er á
huldu um stuðning almennings. Margt bendir
raunar til þess að stuðningur eða andstaða við
Evrópusambandið gangi þvert á allar flokkslín-
ur.
Réttarbætur og reglugerðir
Í Gamla sáttmála kemur orðið friður þrisvar fyr-
ir. Fyrsta grein lofar skattgreiðslum, en síðan
segir: „hér í mót skal konungur láta oss ná friði
og íslenskum lögum“. Að vísu er erfitt að átta
sig á því hvort óskin um frið hefur brunnið meir
á þjóðinni eða Gissuri sjálfum sem samdi skjal-
ið og var orðinn mjög mæddur á langvarandi
vígaferlum. Flestir eru sammála um að þjóð-
veldið hafi verið gengið sér til húðar á þessum
tíma, þar sem goðavaldið hafði safnast á fárra
hendur og deilur voru ekki leiddar til lykta nema
með bardögum. Annaðhvort urðu landsmenn
að leggjast sjálfir í stofnanaumbætur eða flytja
inn nýjar stjórnunarstofnanir. Þversögnin mikla
við endalok þjóðveldisins fólst í því að til þess
að „ná íslenskum lögum“ – tryggja eignarrétt
og einstaklingsrétt – þurftu landsmenn að ját-
ast undir erlenda stjórnstofnun. Niðurstaðan
varð sú að hafa erlendan kóng og fjarlægan,
sem landsmenn gætu skotið ágreiningsefnum
til en væri annars atkvæðalítill hérlendis. Því fer
auðvitað fjarri að konungur hafi ávallt verið rétt-
látur eða borið glöggt skyn á innanlandsmálefni
– mestu skipti að fá úrskurði sem komu í veg
fyrir hráskinnaleik á milli höfðingja landsins.
Þetta er annars skýrt dæmi um hvernig
stofnanir og reglugerðir – kallaðar réttarbætur
til forna – eru fluttar á milli landa, líkt og kon-
ungsvaldið. Evrópusambandið leggur mikla
áherslu á slíkan flutning sem kunnugt er. Á
hverju ári fær Alþingi Íslendinga með EES-
samningnum ótal lög og reglugerðir sem skylt
er að samþykkja. Vitaskuld er margt til bóta,
annað verður að teljast tæknistaðlar sem auð-
velda viðskipti við Evrópu. En landsmenn geta
ekki neitað án þess að setja allan stofnsamn-
inginn í hættu. Þjóðveldismenn samþykktu aft-
ur á móti hlýðni við norskan konung en ekki við
norsk lög. Konungur gat lagt fram nýja laga-
bálka, en Alþingi Íslendinga gat valið og hafnað,
samþykkt einstakar greinar og sent hinar til
baka án þess að konungsambandið rofnaði. Að
þessu leyti felur aðild að ESB í sér mun meira
helsi en samningar við Noregskonung.
Konungsskattar og aðildargjöld
Afstaðan til Noregskonungs virðist hafa ráðist
af skattakröfum sem hann lagði fram. Sturla
Þórðarson sagnaritari segir svo frá að það hafi
verið hægur leikur fyrir Gissur, tilvonandi jarl,
að fá landsmenn til þess að sverja konungi holl-
ustu með því fororði að konungsskattar yrðu
um konungssyni sem varð að láta móður sína
bera glóandi járn því til staðfestingar að hún
segði satt um faðernið!
Af þessum sökum þarf ekki að fara í grafgöt-
ur um það að Íslendingum hefur þótt æ meir til
Noregs koma eftir því sem Hákon var lengur
við völd og sól hans reis hærra. Hér var greini-
lega komið konungdæmi með beinar og breið-
ar brautir til helstu landa Evrópu, sem stóðu Ís-
lendingum opnar um leið og þeir gerðust kon-
ungsþegnar. Og ekki aðeins það. Norðmenn
voru óðfluga að gerast heimsborgarar og gáfu
nýja fyrirmynd í menningarmálum. Hákon vildi
að norska hirðin kastaði Norrænu-
hamnum og tæki upp franska
siði. Það gerðist meðal ann-
ars með því að inn voru
fluttar riddarasögur og
rómönsur sem voru
þýddar og lesnar við
hirðina. Þess var líka
skammt að bíða að
þessi nýja tíska bærist
hingað til lands og festi
rætur. Sú hugsun gæti
smeygt sér inn að kon-
ungseiðurinn hafi verið upp-
hafið að hnignun íslenskra forn-
bókmennta, þegar íslenskir höfðingjar tóku
að apa franska siði að norskri fyrirmynd. Það er
þó líklega vafasamt. Á þessum tíma var landið
hluti af stórri, norrænni menningarheild, sem
stækkaði lesendahóp íslenska rithöfunda um-
talsvert enda var íslenskum skáldum yfirleitt
tekið með kostum og kynjum við norsku hirð-
ina. Þegar rómönsur um Tristan og Ísold og
fleiri elskupör náðu að fanga athygli Norð-
manna, hlutu Íslendingar ekki að venda sínu
kvæði í kross og fylgja þeim eftir hvað sem leið
konungssambandi?
Svo var það önnur alþjóðastofnun, rómverska
kirkjan. Kardínáli Páfagarðs, sem krýndi Hákon,
hafði skýr skilaboð til Íslendinga. Sturla Þórðar-
son skýrir svo frá að kardínálinn hafi lýst því yfir
að íslenska þjóðin ætti að heyra undir Hákon
konung, því hann kallaði það „ósannlegt“ að
það land þjónaði eigi undir einhvern konung
sem „öll hin í veröldinni“. Þetta hefur líklega
komið illa við Íslendinga að þeir væru álitnir
óeðlilegt frávik frá góðum og gildum Evrópu-
stöðlum. Það er þó ekki að sjá að þjóðveldis-
menn hafi borið mikinn kinnroða fyrir konungs-
leysi sitt eða haft minnimáttarkennd gagnvart
erlendum stórmennum, jafnvel þó að vígð
væru. Þetta sést glöggt á orðum eins helsta
skörungs þjóðveldisins, Jón Loftssonar, þegar
bls. 11Ásgeir Jónsson: Gamli sáttmáli og innganga í Evrópusambandið
Vitaskuld
vaxa mörg aldin í
skógum sameinaðrar
Evrópu, sem freistandi er
að tína. En það er höfuðatriði
hvort landsmenn geti lesið
ávextina af þessum trjám – yfir
girðingarnar – án þess að
kaupa sér aðgang að
garðinum sjálfum.
09 ESB og gamli sáttmáli 17.10.2002 10:58 Page 11