Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Qupperneq 13
samvinna meðfram viðskiptum getur verið
hagfelld, því oft er auðveldara að koma hags-
munamálum áfram í félagi við önnur ríki.
Eystrasaltsríkin vilja t.d. ekki aðeins ganga í
ESB af viðskiptalegum forsendum, heldur
einnig til að styrkja pólitísk tengsl sín við Vest-
ur-Evrópu og fá þannig óbeina vernd fyrir
ásælni Rússlands.
Sínum augum lítur hver silfrið þegar rætt er
um ávinning af stjórnmálasamruna og þeir eru
líklega fjölmargir sem vilja ESB-aðild fyrst og
fremst af pólitískum ástæðum. En meðal hag-
fræðinga ríkir ekki eining um hagræna kosti
Evrópusambandsins. Vitaskuld vaxa mörg aldin
í skógum sameinaðrar Evrópu, sem freistandi
er að tína. En það er höfuðatriði hvort lands-
menn geta lesið ávextina af þessum trjám –
yfir girðingarnar – án þess að kaupa sér aðgang
að garðinum sjálfum. EES-samningurinn opn-
aði ýmsar gáttir fyrir Íslendinga, en samt sem
áður er margt utan seilingar. Sumir markaðir
Evrópusambandsins eru landsmönnum enn
lokaðir með tollum. Raunar er erfitt að finna
aðra ástæðu fyrir núverandi hindrunum, svo
sem um innflutning hrossa, en að ESB vilji hafa
eitthvað til þess að selja Íslendingum í aðildar-
samningum. Það er vandi sem gæti undið upp
á sig um leið og sambandið stækkar og fleiri
viðskiptalönd Íslendinga fara undir einn hatt í
Brüssel. Þá hefur ekki verið léð máls á upptöku
evrunnar án formlegrar aðildar, en slík mynt-
samvinna gæti falið í sér margvíslega kosti fyr-
ir Ísland, þótt þeir verði ekki tíundaðir hér. Af
þeim sökum er ekki að fullu ljóst hvernig EES-
samningurinn muni standast tímans tönn,
hvort hann muni standa í rúmar tvær aldir eins
og samningur Íslendinga við Ólaf helga árið
1033.
Þegar til framtíðar er litið munu áhrif Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar (WTO) skipta miklu fyr-
ir efnahagslegt sjálfsöryggi Íslendinga gagnvart
ESB. Markmið þessarar mætu stofnunar er að
tryggja öllum ríkjum, stórum sem smáum, jafn-
ræði í utanríkisviðskiptum og frá seinna stríði
hafa meðaltollar lækkað frá 40% niður í 5%. Ef
þessi stofnun fær forræði yfir heimsviðskiptum
mun svigrúm „klúbba“ eins og ESB minnka
verulega til þess að nota markaðsaðgang sem
skiptimynt í pólitískum samningum. Þó bendir
margt til þess að hvorki Bandaríkin né Evrópa
muni beygja sig undir vald þeirrar stofnunar
þegar á reynir. Ennfremur verður vart vaxandi
andstöðu andstæðinga hnattvæðingar af ýmsu
tagi við frjáls alþjóðaviðskipti utan ríkjabanda-
laga. En í hvert sinn sem fjölhliða viðræðum
um viðskiptasamninga er hleypt upp í götuó-
eirðum er jafnframt vegið að efnahagslegu
sjálfstæði smáríkja.
Um fullveldið
Sú auðsveipni sem virðist
hafa verið sýnd á Alþingi
1262 var aðeins á ytra
borði. Gamli sáttmáli
var með skýrum upp-
sagnarákvæðum
(sem Jón Sigurðsson
nýtti síðar óspart í
áróðurskyni í sjálfstæð-
isbaráttunni). Það varð
brátt bert að konungur
nýtti hverja smugu til þess að
efla vald sitt hérlendis, en Gissur
jarl og menn hans höfðu sett konungs-
valdinu mjög skýr mörk og sjö umboðsmenn
konungs voru slegnir af á árunum 1300–1551,
þegar þeir fóru út fyrir valdsvið sitt. (Þar af var
einum biskupsvígðum erindreka drekkt í poka í
Brúará.) Hirðstjórar konungs sátu á Bessastöð-
um en þorðu lítið að fara um landið, utan þess
að ríða til Alþingis. Konungi varð í raun ekki
verulega ágengt fyrr en hann lét hernema land-
ið og afvopna landsmenn árið 1551 í kjölfar tap-
aðrar baráttu Jóns Arasonar Hólabiskups gegn
lúterskum sið. Upphaf danskrar verslunarein-
okunar 1602 og einveldishylling í Kópavogi
1662 eru síðan tvær aðrar vörður á leið til enn
frekari konungsyfirráða. Þegar hér var komið
sögu hafði konungur bæði tögl og hagldir í
samskiptum sínum við landsmenn, en áhugi á
því að ráðskast með málefni Íslands var tak-
markaður. Danir komu sjaldan hingað út og
vissu lítið um landið. Sumir höfðu stöku sinn-
um einhverjar áhyggjur af kristindómi og sulti
hérlendis, en annars voru þeir sáttir við að hirða
arðinn af einokunarversluninni og láta landið
eiga sig. Staðreyndin er sú að landsmenn
héldu nær fullum og óskertum yfirráðum yfir
innanlandsmálefnum í þær tæpu sjö aldir sem
konungssambandið varði, m.a. vegna áhuga-
leysis Dana. Ef landsmenn hefðu t.d. tengst
bresku krúnunni en ekki þeirri dönsku hefði
breskt fjármagn og verksvit líklega streymt til
landsins og efnaleg velsæld Íslendinga hefði
orðið mun meiri á fyrri tíð. Bæir hefðu byggst
við sjávarsíðuna og þilskip gerð út mun fyrr en
síðar varð. En þá hefði fullveldi þjóðarinnar lík-
lega endað á hafsbotni, líkt og gerðist á Orkn-
eyjum og Suðureyjum sem Danakonungur
missti til Skota árið 1469. Aðeins tveim-
ur öldum síðar var hið norræna
tungutak eyjanna dáið út og
þær eru nú óaðskiljanlegur
hluti af Bretlandi.
Konungsvaldið sem
slíkt styrktist alls stað-
ar í Evrópu á kostnað
aðalsins frá og með
þrettándu öld, og með
aðild sinni að norska
konungdæminu varð Ís-
land vitaskuld aðili að
þessari þróun. Þess vegna
dró konungseiðurinn langan slóða
á eftir sér sem fæstir gerðu sér grein fyr-
ir á þeim tíma. Á sama hátt mundi ESB-aðild
hafa gagngerar breytingar í för með sér fyrir ís-
lenskar stofnanir, formlegar sem óformlegar,
sem ekki eru að fullu ljósar nú. Að hluta til er
þetta vegna þess að Evrópusambandið sjálft er
í mikilli mótun og enginn veit neitt um fulla
ásýnd þess að nokkrum áratugum liðnum.
Tenging við Evrópu mundi einnig draga úr áhrif-
um sumra hagsmunahópa hérlendis en jafn-
framt öðluðust aðrir hópar bakhjarl og hefð-
bundin valdajafnvægi mundu raskast. Þannig
gætu töluverðar breytingar átt sér stað á Ísland,
t.d. á vinnumarkaði, þar sem samleitni yrði á
milli Íslands og ESB án þess þó að þess væri
formlega óskað.
Raunveruleikinn
Það er kominn tími til að landsmenn láti af nei-
kvæðni um konungseiðinn á Alþingi 1262. Að-
ildin að norska konungdæminu var landinu um
margt hagfelld og svar skynseminnar við að-
stæðum á þrettándu öld. Ísland var í þeirri
stöðu að verða að játast undir konung til þess
að verða ekki utangarðs í evrópsku samfélagi.
Gissur Þorvaldsson og samtímamenn hans sáu
að vísu ekki fyrir að konungsvaldið yxi lands-
mönnum yfir höfuð þegar fram liðu stundir, en
það er önnur saga. Ekki þarf mikið ímyndunar-
bls. 13Ásgeir Jónsson: Gamli sáttmáli og innganga í Evrópusambandið
Þá Íslendinga sem sóru
konungi hollustueið
sumarið 1262 hefur þó örugg-
lega ekki órað fyrir því að
þessi gjörningur yrði álitinn
sorgarviðburður – hvað þá
landráð – nokkrum
árhundruðum síðar.
09 ESB og gamli sáttmáli 17.10.2002 10:58 Page 13