Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 15
Mannkynssagan í formi samtímaskáldsagna Um Yfir Ebrofljótið og önnur skáldverk Álfrúnar Gunnlaugsdóttur Soffía Auður Birgisdóttir Strax með fyrstu bók sinni, smásagnasafninu Af manna völdum (1982), sýndi Álfrún Gunn- laugsdóttir að hún er höfundur sem ekki fer troðnar slóðir, hvorki hvað varðar söguefni, sögusvið né frásagnartækni. Sögusvið hinna níu sagna bókarinnar eru Ísland, Frakkland, Túnis, Sviss og Spánn. Sögumenn eru ýmist börn, konur eða karlar. Efnið spannar allt frá ást og vináttu til ótta og svika. Í einni sögunni segir: „Á öllum frásögnum er skipulag; ákveðin tengsl milli persóna og viss samræming í at- burðarás. Þessu er öðruvísi farið í lífinu. Minn- ingarnar eru gloppóttar, sjaldan nema smábrot, skyndimyndir á stangli.“ (Bls. 109.) Kannski er að finna í þessari klausu skýringu á frásagnar- aðferð Álfrúnar. Í öllum skáldverkum sínum hafnar hún skipulegri frásagnaraðferð og sam- ræmingu í atburðarás. Texta hennar mætti fremur líkja við brot og gloppóttar smámyndir á stangli sem smátt og smátt mynda þá heildar- mynd sem eftir situr í huga lesandans þegar hann hefur flett síðustu blaðsíðunni. Ef til vill er Álfrún að reyna að líkja eftir lífinu með því að brjóta gegn lögmálum klassískrar byggingar sögu, sem kveða á um upphaf, miðju og endi (þ.e.a.s. í þessari röð!) En í nýjustu skáldsögu sinni, Yfir Ebrofljótið (2001), nálgast Álfrún hinn hefðbundna epíska frásagnarhátt þó meira en í fyrri sögunum. Yfir Ebrofljótið gerist að mestu leyti í spænsku borgarastyrjöldinni á fjórða áratug tuttugustu aldarinnar. Þetta framandi sögusvið þarf kannski ekki að koma á óvart þegar Álfrún Gunnlaugsdóttir á í hlut; Spánn hefur oft kom- ið við sögu í verkum hennar áður – enda bjó hún þar um árabil og stundaði nám. En þó er ekki hægt annað en dást að þeirri dirfsku henn- ar að lýsa þessum fjarlæga veruleika og ljóst er að miklar rannsóknir liggja að baki sögunni. Mikið hefur verið skrifað um þetta stríð á Spáni og ótal (erlend) bókmenntaverk og kvikmyndir hafa reynt að lýsa veruleika þess. Á Íslandi kom út bókin Undir fána lýðveldisins. Endurminning- ar frá Spánarstyrjöldinni eftir Hallgrím Hall- grímsson árið 1941, en Hallgrímur var einn þriggja Íslendinga sem gerðust sjálfboðaliðar í svonefndum Alþjóðasveitum sem voru skipað- ar mönnum frá flestum heimshornum (hinir voru Aðalsteinn Þorsteinsson og Björn Guð- mundsson). Álfrún byggir verk sitt að hluta á reynslu Hallgríms sem hann lýsir í bók sinni og hún tileinkar skáldsöguna íslensku sjálfboðalið- unum þremur. Ef til vill vakir fyrir henni, öðrum þræði, að reisa þeim minnisvarða um leið og hún segir okkur mannkynssögu í formi sam- tímaskáldsögu.1 Borgarastyrjöldin á Spáni 1936–1939 er oft nefnd „gleymda stríðið“ þótt almennt sé talið að hún hafi verið upptaktur að síðari heimsstyrj- öldinni. Undir forustu Francós með fulltyngi Mússólínís og Hitlers tókst fasistum að brjóta á bak lýðræðisöflin í einu fátækasta landi Evrópu og koma á einræði og harðstjórn með afleiðing- um sem áttu eftir að snerta nær alla heims- byggðina í seinni heimsstyrjöldinni. Lengst af skiptu ríkisstjórnir Evrópulanda sér ekkert af þróun mála á Spáni, stuðningur kom aðeins frá 15 Álfrún Gunnlaugs Ebro 25.10.2002 13:57 Page 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.