Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 16
Stalín sem síðar átti þó eftir að söðla um og gera bandalag við fasistana. En þótt ríkisstjórn- irnar aðhefðust ekkert snerti barátta lýðræð- isaflanna við almenningi víða um lönd og sjálf- boðaliðar fylktust lýðræðishernum til aðstoðar hvaðanæva að. Hinir erlendu sjálfboðaliðar sem mynduðu Alþjóðasveitirnar skiptu tugum þús- unda og komu frá um 50 mismunandi þjóð- löndum. Þúsundir þeirra týndu lífi í þessu von- litla stríði en fleiri sneru aftur til heimkynna sinna reynslunni ríkari og líklega flestir sviptir þeim hugsjónum sem voru forsenda ferðar þeirra og baráttu og veganesti þeirra í upphafi. Þegar Alþjóðasveitirnar voru formlega kvaddar á Spáni var liðsmönnum þeirra heitið að þegar „sár stríðsins væru gróin á Spáni skyldu mæð- ur segja börnum sínum frá erlendu sjálfboðalið- unum í Alþjóðasveitunum sem barist hefðu við hlið feðra þeirra“. (410.) Þetta loforð hefur Álf- rún Gunnlaugsdóttir nú gert að sínu með því að segja okkur á áhrifamikinn hátt, í skáldverki, sögu eins Íslendings sem fór knúinn af brennandi hugsjón að berjast í framandi stríði og sneri aftur sár á líkama og sál, rúinn trúnni á betri heim og réttlæti. Afneitun og upprifjun Haraldur, sögumaður verksins, er í senn skáld- uð persóna og táknmynd allra meðlima Al- þjóðasveitanna. Þótt byggt sé á áðurnefndum endurminningum íslensks Spánarfara er hér fyrst og fremst um skáldsögu að ræða. Líkt og í Gerplu Halldórs Laxness er frásögn Álfrúnar í senn ýtarleg og miskunnarlaus lýsing á hörm- ungum stríðsreksturs og mögnuð ádeila á fyrir- bærið stríð almennt. Hvorug þessara skáld- sagna dregur nokkuð undan í lýsingum sínum á þeim hryllingi sem óhjákvæmilega fylgir stríðs- rekstri og um leið eru þetta bækur sem hafa friðarboðskap fram að færa, án þess þó að hon- um sé nokkurn tíma þröngvað upp á lesand- ann. Þegar frásögn Haraldar hefst er hann gamall maður, kominn að fótum fram en þrjóskast þó við að búa einn, einkasyninum til sárrar gremju. Eiginkonan, Hedda, er farin frá honum og sann- leikann um brotthvarf hennar forðast Haraldur í lengstu lög að horfast í augu við. „Sannleikur- inn“ hefur reyndar reynst honum skeinuhættur á fleiri sviðum. Meðal annars hefur hann neitað að horfast í augu við það sem hann upplifði á Spáni, þrátt fyrir að hafa gefið einum besta vini sínum og samherja loforð um að bera vitni að stríðinu loknu: „um ástandið eins og það er, ekki eins og blöð segja frá því. Þú verður að segja frá svikunum við lýðveldið, svikum Breta, Frakka, Bandaríkjamanna. Segðu sannleikann. Lofarðu því?“ (435). Loforðið gefur Haraldur Spánverjanum Andrési rétt áður en hann deyr. En hann hefur ekki getað staðið við það: Og loforðið sveik ég. Ég talaði aldrei um reynslu mína á Spáni, ekki einu sinni þótt ég væri hvattur til þess [. . . ] Mér fannst það eins og að kalla fortíðina yfir sig, láta hana lifna að nýju, og það vildi ég ekki. Ég vildi gleyma. Mér var enn ekki orðið ljóst að maður gleymir ekki, heldur lærir að lifa með því sem var, eins og maður lærir að lifa með söknuði. Ég hafði trölla- trú á gleymskunni. En þegar ég hélt að allt hefði þurrkast út kom fortíðin tilbaka í ótrúlega skýrum dráttum. (436.) Lesandi skáldsögunnar Yfir Ebrofljótið hittir Harald fyrir þegar hann er tilbúinn að kalla for- tíðina yfir sig og fylgist með honum rifja upp þátttöku sína í stríðinu með landakort og stækkunargler að vopni, á milli þess sem hann baksar einn í íbúð sinni í Reykjavík og verst heimsóknum sonar síns sem lítur til með föður sínum á hraðferð milli heimilis og vinnu. Og frá- sögn Haraldar er nákvæm og dregst á langinn. Hann lýsir æsku sinni og uppvaxtarárum á Ís- landi, hann lýsir ferðalaginu til Spánar en ýtar- legast lýsir hann herþjálfuninni og átökunum við óvinaher fasistanna. Síðast en ekki síst lýs- ir hann því hvernig stríðið leikur hann sem manneskju. Sá Haraldur sem snýr aftur frá Spáni er ekki sá sami og fór þangað. Ekki svo að skilja að hann hafi svikið hugsjónir sínar, heldur hefur stríðið svikið hann og alla sem trúðu á málstað þess. Og það er erfitt að horfast í augu við slíkan sannleika. Frásagnaraðferð Álfrúnar í þessu verki er epískari en í tveimur síðustu skáldsögum henn- ar, Hringsóli og Hvatt að rúnum. Vissulega er línulegum tíma ekki fylgt í frásögninni heldur er reynt að endurskapa á raunsæjan hátt hvernig fortíðin kemur til manns í brotakenndum minn- ingum. Þar að auki er sögumaður farinn að gleyma og rugla (sbr. hugmyndir hans um brotthvarf eiginkonunnar) og því ekki alveg hægt að treysta frásögn hans. Upprifjun Har- aldar á þeim tíma sem hann barðist á Spáni er framan af sögu sífellt rofin með lýsingum af baksi karlsins á nútíðarsviði sögunnar. En eftir því sem lengra líður á frásögnina fækkar slíkum innskotum og Spánarkaflarnir lengjast og fá epískari blæ. Veru Haraldar í lýðveldishernum er lýst af mikilli nákvæmni, jafnvel smámunasemi myndu sumir segja og þessi nákvæma frásagnaraðferð hefur merkileg áhrif á lesandann. Við fylgjum hinum ungu og óreyndu sjálfboðaliðum í gegn- um herþjálfun og langan aðdragandann að sjálf- um átökunum. Áður en þeir þurfa að kljást við óvininn með lélegum vopnum þurfa þeir að takast á við framandi landslag og veðurfar, við hungur, þorsta og þreytu, við skít, lús og pest- ir, við söknuð, ótta og angist. Þeir ferðast fót- gangandi fram og aftur um átakasvæðið, oft að því er virðist í tilgangs- og ráðleysi. Þessi langa þrautaganga sjálfboðaliðanna verður um leið þrautaganga lesandans, þó alls ekki í þeim skilningi að lesturinn sé þraut, þvert á móti þá sogast lesandinn inn í þennan miskunnarlausa texta og finnur til sterkrar samlíðunar með per- sónunum. Sjálfum stríðsátökunum er einnig lýst í smáatriðum á svo sannfærandi hátt að furðu sætir. Með þessari frásagnaraðferð tekst Álfrúnu að gera lesendur að þátttakendum í þessu „gleymda“ stríði – og það kalla ég árang- ursríka fræðslu um mannkynssögu! – jafnvel þótt hún sé sjálf á þeirri skoðun „að starf rithöf- undar eigi lítið skylt við fræðslustarf kennara eða uppeldisstarf foreldra, enda hittast höfund- ur og lesandi í „miðli“ sem byggir á ritmáli, og við köllum list.“2 En hlýtur það ekki að auka gildi hins listræna texta ef lesandi hans fær meira út úr honum en lestrarnautnina eina – og verður einhvers vísari við lesturinn? Bútar og brot – reitir og þræðir Yfir Ebrofljótið er fimmta skáldverk Álfrúnar, en á eftir smásagnasafninu Af manna völdum komu skáldsögurnar Þel (1984), Hringsól (1987) og Hvatt að rúnum (1993). Þel og Hring- sól eiga það sameiginlegt með Yfir Ebrofljótið að frásögnin er lögð í munn sögumanns sem lítur til baka yfir líf sitt, reynir að raða sínum 15 Álfrún Gunnlaugs Ebro 17.10.2002 11:00 Page 16

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.