Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Qupperneq 20

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Qupperneq 20
marki – veraldarsamfélagsins ná þau ekki langt til að skýra ástandið í Mið-Austurlöndum. Þeg- ar saga samskipta Vesturlanda og Mið-Austur- landa á tuttugustu öld og í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar er skoðuð eru það fyrst og fremst klassískar aðferðir og heimspeki heimsvalda- stefnunnar sem veita innsýn í umræðuna er tengist Írak. Stofnun Íraks eftir heimsstyrj- öldina fyrri var bein afleiðing af nýlendustefnu Breta í Asíu. Það voru fyrst og fremst hagkvæmn- is- og efnahagslegar forsendur sem ollu því að Bretar ákváðu að draga landamæri utan um ákveðið svæði og kalla það Írak. Fyrir stofnun landsins tilheyrði þetta svæði, sem Vesturlandabúar þekktu sem Mesópótamíu, Tyrkjaveldi en Tyrkir stjórnuðu því sem þremur sjálfbærum umdæmum sem þeir kölluðu Mosul, Baghdad, og Basra. Íbúar þessa nýja ríkis sem Bretar stofnuðu áttu fátt sameiginlegt og höfðu litla sem enga reynslu af pólitískri og efnahagslegri samvinnu. Sem þjóð var þetta mjög fjölbreytilegur hópur sem talaði fjöldamörg tungumál, svo sem arab- ísku, kúrdísku, persnesku og tyrknesku. Lands- menn tilheyrðu einnig ólíkum trúardeildum. Ar- abískir sjíta-múslimar mynduðu (og mynda enn) meirihluta og súnní-múslimar (bæði arabar og kúrdar) voru einnig fjölmennur hópur. Þá var fjöldi margvíslegra, kristinna safnaða (um 3–4%) og gyðingar voru um 2% þjóðarinnar. Þjóðin var semsé eins og flókin mósaíkmynd. En þó að þessi þjóð ætti sér engar pólítískar, sögulegar, menningarlegar, eða landfræðilegar forsendur ákváðu Bretar að þægilegast væri að teikna núverandi landamæri því að ein stjórnun- areining myndi tryggja best öryggi Indlands, sem Bretum var mjög umhugað um. Ennfrem- ur myndi ein stjórnunareining auðvelda flutning á olíunni, sem nýlega hafði fundist í norðurhluta landsins, til Persaflóans í suðrinu. Hugmyndin á bak við stofnun Íraks var því að halda heims- valdastefnunni áfram, tryggja áframhaldandi yf- irráð Breta víða um heim, ekki síst í djásni bresku krúnunnar, Indlandi. Ennfremur að auð- velda aðgang að olíulindunum. Spurningin um stjórnarfar Þegar Bretar höfðu ákveðið landamæri reyndist spurningin um stjórnarfar þeim erfiðari. Með öðrum orðum, hver, eða hvaða hópur, ætti að stjórna þessu mislita landi? Hér komu Bretar með mjög frumlega lausn sem átti eftir að draga þungan dilk á eftir sér. Í stað þess að velja einhvern frá Írak, og þá sérstaklega frá sjíta meirihlutanum, ákváðu þeir að leita utan landamæranna. Fyrir valinu varð Faysal frá Mekka á Arabíuskaganum, sem fyrr hefur ver- ið nefndur, sonur Sharif Husseins, sem Bretar höfðu lofað konungdæmi en síðan svikið að loknu stríðinu. Faysal (sem var leikinn af Alec Guinness í stórmyndinni Arabíu-Lárens) hafði aldrei stigið fæti inn í Írak áður en hann var flutt- ur til þessa nýja lands og krýndur konungur. Faysal tilheyrði Hashimíta-fjölskyldunni, sem eru afkomendur Múhameðs spámanns og voru oft í forystuhlutverki bæði í Mekka og Medína, helgustu borgum múslima. Bretar sáu til þess að það voru fyrst og fremst arabískir súnní- múslimar frá Baghdad sem fóru með stjórn landsins ásamt fjölskyldu Faysals á kostnað ann- arra hópa. Útlendingnum Faysal var falið það verkefni að mynda heilstæða þjóð, sannfæra hina nýju samborgara sína um réttmæti Íraks og réttlæta (hina vafasömu) skiptingu valds og auðs. Meirihluti þjóðarinnar leit þó strax í byrjun tortryggnum augum til ríkisstjórnarinnar. Hún var álitin, að mestu leyti með réttu, leppstjórn Breta sem héldi verndarhendi yfir óréttlátum olíusamningi (sem tryggði vestrænum olíufyrir- tækjum meirihlutann af olíuhagnaði Íraka fram til um 1970). Ríkisstjórnin fann að hún átti litla sem enga samleið með þjóðinni og óttaðist sí- fellt að almennur órói myndi steypa henni af stóli (eins og reyndar gerðist í bylt- ingunni 1958). Þar af leiðandi voru sjaldnast teknar ákvarðanir sem höfðu langtímavelferð þjóðarinnar að leiðarljósi. Þess í stað beindist ákvarðanataka ríkisstjórnarinnar að því að festa betur í sessi eigin valdastöðu sem og að nýta þjóðar- tekjur landsins í eigin þágu. Saddam Hussein Þessi þróun hefur náð ákveðnu hámarki í stjórnartíð Saddam Husseins. Ferill hans er einskonar tákn hinnar óstöðugu og ofbeldis- fullu stjórnmálasögu Íraks. Líkt og flestum er kunnugt er hann klókur og grimmur harðstjóri sem hefur tekið margar ákvarðanir sem hafa haft sorglegar afleiðingar fyrir velferð Íraks og íbúa þess. Ákvarðanataka Husseins snýst fyrst og fremst um að hámarka eigin völd, rétt eins og raunin er með marga stjórnmálamenn ann- ars staðar í heiminum. Honum hefur tekist það einstaklega vel þó að aðferðir hans séu vissu- lega forkastanlegar. Hann hefur tryggt sess sinn með því að kæfa eða drepa alla stjórnar- andstöðu og tryggt einingu í landinu með því að stýra því með járnhendi. Út frá veraldarsýn hans er langvarandi aðgangur að olíu grund- völlurinn að frekari völdum. Þess vegna gerði hann tilkall til olíulinda í Íran og svo síðar í Kúveit á mjög afgerandi hátt eins og frægt er. Saddam Hussein er í raun klassískt dæmi um stjórnmálamann eins og finna má víða, til dæmis í Afríku og Suður-Ameríku, sem kemst til valda í landi sem enn er að heyja sjálfstæðis- baráttu gegn nýlenduherrunum. Þegar þessir stjórnmálamenn öðlast síðan sjálfstæði og ráð- rúm til að athafna sig í eigin landi haga þeir mál- efnum þess með svipuðum hætti og nýlendu- herrarnir. Í stað þess að hagnaður af auðlindum Með öðrum orðum er verið að undirbúa jarðveginn fyrir að Hasan, krónprinsinn í Jórdaníu, taki við stjórnvelinum í Írak. Viðlagið í þessu öllu saman er spurning- in um aðgang að olíu og hvaða aðferðum stórveldin í vestrinu beita til að tryggja best hagsmuni sína. 19 Írak 17.10.2002 11:01 Page 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.