Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Síða 24
Ljóð Kristín Bjarnadóttir Fyrsti dansinn I. móðir mín sýndi mér vikivaka að vestan við stóð ég úti í túnglsljósi kenndi mér færeyingaspor og hringdans á skákborði eldhússgólfsins hún breyttist við dansinn og eitthvað úr önundarfirði gerði hana dreymna í spori svo fjaður kom í korkinn magnaði upp veggi og glugga kom í gufuna uppúr matnum fyrir hádegi en mest í hana sjálfa líkt og í rödd hennar á kvöldin sem bjó til engla úr bænum sem hún bar með sér að vestan við tvær og tunglsljósið um hábjartan dag voru töfrar og fannhvítir fákar þegar við stigum hringdans um dökka reiti og ljósa á korklögðu eldúsgólfinu heima og drottningin sú arna kom og heilsaði og hló kom til baka þegar við vildum hvort hún kom að vestan vildi mamma aldrei segja en tunglsljósið atarna kom bara úr einni átt eftir vikivakann okkar 24 Ljóð Kristín Bjarna 17.10.2002 11:02 Page 24

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.