Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 26
Áhugaverðar bækur
Ári eftir árásirnar 11. september streyma bækur um orsakir og afleiðing-
ar atburðanna á markað. Hillur bandarískra bókabúða svigna undan bók-
um sem á einhvern hátt fjalla um 11. september; ljósmyndabókum, minn-
ingabókum og hetjulegum frásögnum af „The True American Heroes“ –
hinum sönnu bandarísku hetjum, slökkviliðsmönnunum sem sendir voru
á vettvang.
Einhverjar þessara bóka hafa ratað í íslenskar bókabúðir. Meðal annars
þessar:
Voices for Peace
Var árásin á Afganistan rétta svarið við hinum
óhugnanlegu hryðjuverkum í Bandaríkjunum?
Þess spyrja út-
gefendur bókar-
innar Voices for
Peace eða Raddir
friðarins. Bókin
samanstendur af
greinum, anek-
dótum og hug-
leiðingum eftir
fjölda fólks, rit-
höfunda, fræði-
menn og fjöl-
miðlafólk. Sumir
eru sérfræðingar í
málefnum Mið-
Austurlanda, ís-
lam eða alþjóðalögum, aðrir nátengdir mann-
réttindasamtökum eða tala einfaldlega máli
mannúðar. Meðal þeirra sem skrifa eru popp-
stjarnan gamla, Annie Lennox, sem starfað
hefur með Amnesty í Bretlandi og Terry Waite
sem sat í fjögur ár í gíslingu í Beirút. Bókin
hefst á þessum línum leikritaskáldsins Caryl
Churchill sem hún kallar Lessons We´ve
Learnt:
Lexíurnar sem við lærðum
Ef einhver ræðst á landið þitt er það vegna
góðra eiginleika landsins en ekki slæmra.
Þegar einhver hefur hugsanlega framið glæp
skaltu varpa sprengjum á land hans.
Framsal grunaðs manns til þriðja lands er
ekki ásættanlegt ef sannanir eru ekki næg-
ar.
Betra er að ná manninum í þínu eigin landi
þar sem þú veist að hann er sekur.
Það er betra að gera eitthvað sem gerir illt
verra en að gera ekkert.
Í lýðræðisríki er það leiðtoginn sem ákveður
hvort halda skuli í stríð.
Að drepa saklausa borgara er árás á siðvæð-
inguna nema þitt lið geri það, þá kallast
það óbeinn skaði.
Pentagon og Tvíburaturnarnir höfðu ekkert
með hernað eða kapítalisma að gera.
Hryðjuverk eru dráp framin af fólki sem á
ekki eigin flugvélar.
Að varpa sprengjum og valda dauða með
hungri vinnur hug og hjarta manna.
Jarðarberjasulta og andlitsþurrkur bjarga
milljónum frá hallæri.
Lönd sem traðka á mannréttindum má ráð-
ast á ef þau njóta ekki mikils stuðnings
eða selja okkur olíu.
Ef búið er að varpa sprengjum á eitthvert
land í tíu ár eru allar líkur til þess að ráðast
þurfi frekar á það.
Nýja utanríkisstefnan sem til varð eftir
hryðjuverkaárásirnar var alltaf til staðar því
hryðjuverkamenn geta aldrei náð að
breyta neinu.
Hættan á að milljónir svelti er minni en hætt-
an sem leiðtogi lendir í ef hann hikar.
Það er erfitt að tala við óvininn, einnig að
drepa hann en það er þó betra sjónvarps-
efni.
Stríð er öðruvísi en hryðjuverk af því að stríð
er stærra í sniðum.
Scribner 2001
In the Name of Identity
Violence and the Need
to Belong
Hvað er að gerast í kollinum á
manni sem stýrir þotu inn í skýja-
kljúf? Hvernig getur fólk orðið
svo sannfært um réttmæti að-
gerða sinna að jarðnesk tilvist
þess skiptir ekki einu sinni máli
lengur? Amin Maalouf fjallar um
róttæka hugsjónamenn, þjóðern-
isstefnu, kynþætti og alþjóða-
stjórnmál í bók sinni In the Name
of Identity eða Í nafni sjálfsmyndar. Hann bend-
ir á að þótt atburðirnir 11. september hafi verið
hryllilegir, hafi þeir ekki átt að koma mjög á
óvart. Það sé alltaf saga á bak við sögulega
atburði, þeir hafi markmið og einhver geti fært
rök fyrir þeim. „Íbúum allra landa, hverjar sem
aðstæður þeirra eru eða trúarbrögð, er hægt að
breyta í slátrara,“ segir Maalouf og vísar í það
hvernig sjálfsmynd sem byggð er á þjóðerni
getur orðið til þess að ranghugmyndir breiðast
út, einfaldlega með venjum eða skorti á hug-
myndaflugi og undirgefni. „Við erum skelfingu
lostin og munum verða það áfram,“ segir hann
um ástand heimsmálanna.
Amin Maalouf er rithöfundur, búsettur í
París. Áður stýrði hann helsta dagblaðinu í
Beirut, an-Nahar og var ritstjóri Jeune-Afrique.
Barbara Bray þýddi úr frönsku.
Arcade Publishing 2000
The Lessons of
Terror
Bókin um lærdóminn
sem draga má af ótt-
anum ber langan und-
irtitil: „Saga hernaðar
gegn borgurum:
Hvers vegna slíkt hef-
ur ávallt misheppnast
og mun ætíð mis-
heppnast.“ Höfundur-
inn, Caleb Carr, er rit-
stjóri MHQ – The
Quarterly Journal of
Military History og
Modern Library War
Series. Bókin er byggð á rannsóknum hans á
sögu hryðjuverka og ástæðum kreppunnar sem
heimurinn virðist vera í. Niðurstaða Carrs er ein-
faldlega sú að saga árása á óbreytta borgara sé
jafngömul sögu hernaðar. Hann bendir á að
hryðjuverk hafi fylgt krossför-
unum, rétt eins og Loðvík
fjórtánda og borgarastríðinu í
Bandaríkjunum. Slíkar aðgerðir
hafi hins vegar alltaf mis-
heppnast og aldrei skilað til-
ætluðum hernaðarlegum eða
pólitískum árangri. Þrátt fyrir
aukið umfang hryðjuverka-
árása vegna öflugri vopna og
meira manntjóns mun árang-
urinn eftir sem áður láta á sér
standa, segir Carr.
Random House 2002
26 Ahugaverdar II 22.10.2002 10:08 Page 26