Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Qupperneq 26

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Qupperneq 26
Áhugaverðar bækur Ári eftir árásirnar 11. september streyma bækur um orsakir og afleiðing- ar atburðanna á markað. Hillur bandarískra bókabúða svigna undan bók- um sem á einhvern hátt fjalla um 11. september; ljósmyndabókum, minn- ingabókum og hetjulegum frásögnum af „The True American Heroes“ – hinum sönnu bandarísku hetjum, slökkviliðsmönnunum sem sendir voru á vettvang. Einhverjar þessara bóka hafa ratað í íslenskar bókabúðir. Meðal annars þessar: Voices for Peace Var árásin á Afganistan rétta svarið við hinum óhugnanlegu hryðjuverkum í Bandaríkjunum? Þess spyrja út- gefendur bókar- innar Voices for Peace eða Raddir friðarins. Bókin samanstendur af greinum, anek- dótum og hug- leiðingum eftir fjölda fólks, rit- höfunda, fræði- menn og fjöl- miðlafólk. Sumir eru sérfræðingar í málefnum Mið- Austurlanda, ís- lam eða alþjóðalögum, aðrir nátengdir mann- réttindasamtökum eða tala einfaldlega máli mannúðar. Meðal þeirra sem skrifa eru popp- stjarnan gamla, Annie Lennox, sem starfað hefur með Amnesty í Bretlandi og Terry Waite sem sat í fjögur ár í gíslingu í Beirút. Bókin hefst á þessum línum leikritaskáldsins Caryl Churchill sem hún kallar Lessons We´ve Learnt: Lexíurnar sem við lærðum Ef einhver ræðst á landið þitt er það vegna góðra eiginleika landsins en ekki slæmra. Þegar einhver hefur hugsanlega framið glæp skaltu varpa sprengjum á land hans. Framsal grunaðs manns til þriðja lands er ekki ásættanlegt ef sannanir eru ekki næg- ar. Betra er að ná manninum í þínu eigin landi þar sem þú veist að hann er sekur. Það er betra að gera eitthvað sem gerir illt verra en að gera ekkert. Í lýðræðisríki er það leiðtoginn sem ákveður hvort halda skuli í stríð. Að drepa saklausa borgara er árás á siðvæð- inguna nema þitt lið geri það, þá kallast það óbeinn skaði. Pentagon og Tvíburaturnarnir höfðu ekkert með hernað eða kapítalisma að gera. Hryðjuverk eru dráp framin af fólki sem á ekki eigin flugvélar. Að varpa sprengjum og valda dauða með hungri vinnur hug og hjarta manna. Jarðarberjasulta og andlitsþurrkur bjarga milljónum frá hallæri. Lönd sem traðka á mannréttindum má ráð- ast á ef þau njóta ekki mikils stuðnings eða selja okkur olíu. Ef búið er að varpa sprengjum á eitthvert land í tíu ár eru allar líkur til þess að ráðast þurfi frekar á það. Nýja utanríkisstefnan sem til varð eftir hryðjuverkaárásirnar var alltaf til staðar því hryðjuverkamenn geta aldrei náð að breyta neinu. Hættan á að milljónir svelti er minni en hætt- an sem leiðtogi lendir í ef hann hikar. Það er erfitt að tala við óvininn, einnig að drepa hann en það er þó betra sjónvarps- efni. Stríð er öðruvísi en hryðjuverk af því að stríð er stærra í sniðum. Scribner 2001 In the Name of Identity Violence and the Need to Belong Hvað er að gerast í kollinum á manni sem stýrir þotu inn í skýja- kljúf? Hvernig getur fólk orðið svo sannfært um réttmæti að- gerða sinna að jarðnesk tilvist þess skiptir ekki einu sinni máli lengur? Amin Maalouf fjallar um róttæka hugsjónamenn, þjóðern- isstefnu, kynþætti og alþjóða- stjórnmál í bók sinni In the Name of Identity eða Í nafni sjálfsmyndar. Hann bend- ir á að þótt atburðirnir 11. september hafi verið hryllilegir, hafi þeir ekki átt að koma mjög á óvart. Það sé alltaf saga á bak við sögulega atburði, þeir hafi markmið og einhver geti fært rök fyrir þeim. „Íbúum allra landa, hverjar sem aðstæður þeirra eru eða trúarbrögð, er hægt að breyta í slátrara,“ segir Maalouf og vísar í það hvernig sjálfsmynd sem byggð er á þjóðerni getur orðið til þess að ranghugmyndir breiðast út, einfaldlega með venjum eða skorti á hug- myndaflugi og undirgefni. „Við erum skelfingu lostin og munum verða það áfram,“ segir hann um ástand heimsmálanna. Amin Maalouf er rithöfundur, búsettur í París. Áður stýrði hann helsta dagblaðinu í Beirut, an-Nahar og var ritstjóri Jeune-Afrique. Barbara Bray þýddi úr frönsku. Arcade Publishing 2000 The Lessons of Terror Bókin um lærdóminn sem draga má af ótt- anum ber langan und- irtitil: „Saga hernaðar gegn borgurum: Hvers vegna slíkt hef- ur ávallt misheppnast og mun ætíð mis- heppnast.“ Höfundur- inn, Caleb Carr, er rit- stjóri MHQ – The Quarterly Journal of Military History og Modern Library War Series. Bókin er byggð á rannsóknum hans á sögu hryðjuverka og ástæðum kreppunnar sem heimurinn virðist vera í. Niðurstaða Carrs er ein- faldlega sú að saga árása á óbreytta borgara sé jafngömul sögu hernaðar. Hann bendir á að hryðjuverk hafi fylgt krossför- unum, rétt eins og Loðvík fjórtánda og borgarastríðinu í Bandaríkjunum. Slíkar aðgerðir hafi hins vegar alltaf mis- heppnast og aldrei skilað til- ætluðum hernaðarlegum eða pólitískum árangri. Þrátt fyrir aukið umfang hryðjuverka- árása vegna öflugri vopna og meira manntjóns mun árang- urinn eftir sem áður láta á sér standa, segir Carr. Random House 2002 26 Ahugaverdar II 22.10.2002 10:08 Page 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.