Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 28
Sálarstyrkur á ekki skylt við tilgerð eða slægð. Orðin merkja ekki annað en hræsni og fals, segir Mary. Systur! Hversvegna niðurlæg- ið þið ykkur með fágun og slægð þegar þið leit- ist við að vekja ást? Tilfinningasemi, viðkvæmni og fágaður smekkur eru ekki annað en veigrun- arorð fyrir veikleika! Frá meðaumkun til lítils- virðingar er bara stutt skref! Gortið ekki af veik- leika ykkar á sama tíma og þið reynið að fá völd með því að spila á veikleika karlmanna. Að sönnu er slægð „einsog nú er ástatt“ þáttur í eðli konunnar, það játar Mary, en hún er afleið- ing af kúgun karla. Já, langflest heimskupör kvenna má rekja til harðstjórnar karlmanna. Samt hefur enginn rétt til að hæðast að kon- um sem laðast að nautnasjúkum og riddaraleg- um ónytjungum – ekki einusinni þótt konurnar séu innst inni af sama sauðahúsi – með því allt veltur þetta á óskynsamlegu uppeldi. Skírlífi leiðir hinsvegar ekki til siðprýði. Það leiðir ein- ungis til siðprúðrar framkomu sem er í reynd skjálfandi ótti við það sem fólki kann að finnast. Þeir karlar, sem sóað hafa lífi sínu á konur í óslökkvandi þorsta eftir nautnum, hafa lang- samlega minnst álit á konum. Með réttmætri samúð og réttmætri andúð, með opnum augum og heitu hjarta virðir Mary fyrir sér þær svimandi hæðir og þau hyldýpi sem manneskjunni opinberast á lífsleiðinni. En hugsjónir búa yfir merkilegum eiginleikum. Til dæmis þeim, að þær geta hverfst í andstæðu sína þegar leitast er við að fylgja þeim með hreinni samvisku. Og Mary var manneskja, ekki pappírskenning. Víst gat hún haldið því fram að konan yrði að kæfa hverja hneigð til „hættu- legrar viðkvæmni“, en hennar eigin ævi var síst af öllu þess eðlis að merkin sýndu verkin. Vonbrigði með fjölskylduna Mary var elst dætra í fjölskyldu þar sem þústuð móðirin dekraði látlaust við bróðurinn Ned sem væri hann demantur í nafla alheimsins. Drykk- felldur faðirinn var sífellt argur útaf smámunum – eittsinn hengdi hann hund fyrir óhlýðni. Seinnameir vék Mary oft að þessu skelfilega atviki sem henni fannst verra en vera lamin sjálf. Eigi að síður fann hún til með föður sín- um, blygðaðist sín fyrir að hann skyldi ekki eiga einn dropa af blygðun í sínum raka kroppi. Frá fyrsta fari sá hún sig tilneydda að taka ábyrgð á tveimur yngri systrum og framfleyta þeim ásamt foreldrunum. Það gerði hún til ævi- loka. En tilfinningalega var hún vannærð af hálfu fjölskyldunnar og reyndi að bæta sér það upp með því að leita útávið. Orðið „vonbrigði“ kem- ur fyrir aftur og aftur í bréfum hennar og ritum. Hvernig átti hún að sjá sér farborða? Fimmt- án ára gömul komst hún að þeirri niðurstöðu að einungis þrír möguleikar stæðu sér til boða: gerast samkvæmisdama, verða heimiliskennari eða stofna eigin skóla. Hún afréð að reyna alla þrjá kostina. Með allri virðingu fyrir saumaskap vildi Mary eitthvað annað og meira. Að giftast til að eignast fyrirvinnu var aldrei á dagskrá hjá henni. Kjölfestuna afþakkaði hún! Skólann stofnaði hún ásamt systrum sínum. Önnur var skapstirð og taugaveikluð, hin stór- vaxin og akfeit. Fyrirtækið var dæmt til að mis- heppnast. Hvað var þá til ráða? Allar tilgengileg- ar bækur hafði hún lesið af mikilli alúð, meðal annars um grísku heterurnar og konur í Róm. Þaráofan hafði óvenjulega vænn og örlátur guð- fræðingur, dr. Price, kynnt hana fyrir hópi frægra vísindamanna og pólitískra hugsuða. Það leiddi til þess að hún samdi bókina Thoughts on the Education of Daughters (1787), sem var undirbúningsæfing fyrir höfuð- verkið A Vindication of the Rights of Women. Forleggjarinn var hinn róttæki Joseph John- son sem framvegis átti eftir að vera henni stoð og stytta. Án minnstu ýtni hjálpaði hann henni eftir föngum á sinn stillta og rósama hátt. Næsta bók hennar var Original Stories sem hafði að geyma uppbyggilegar sögur fyrir börn. Sú bók sló eftirminnilega í gegn. Hjá Johnson kynntist hún þremur merkileg- um mönnum, prestinum og rithöfundinum William Godwin (1756–1836), skáldjöfrinum og myndlistarmanninum William Blake (1757–1827) og svissneska málaranum og höf- undinum Heinrich Füssli (Henry Fuseli, 1741–1825). Til þess síðastnefnda felldi hún brennandi ástarhug. Ekki að spyrja að tilfinning- unum! Þær höfðu villst útaf brautinni sem skynsemin hafði stikað út. Kynlífssukk Mary var um þrítugt og áreiðanlega óspjölluð. Hún hafði á takteinum gnótt kenninga um ást- ina, en þær fóru fyrir lítið. Sambandið við Füssli, þennan „fluggáfaða heimsborgara“, varð henni eldgos ástarinnar. En hængurinn var sá að elskhuginn var bæði kvæntur og tvíkyn- hneigður. Hann hafði verið í mörgum eldheit- um ástarsamböndum, meðal annars við hrif- næman svissneskan prest og rithöfund að nafni J.K. Lavater (1741–1801) og bróðurdóttur hans. Í Róm, þarsem Füssli átti mikið saman að sælda við sænska myndhöggvarann Johan Tobias Sergel (1740–1814), hafði hann fyrir venju að liggja dag eftir dag á bakinu í Sixtínsku kapellunni – ekki endilega til að virða fyrir sér loftfreskur Michelangelos, heldur til að hvílast eftir svall næturinnar. Eftirprentun af frægasta málverki hans, ástardraumi sem nefnist „Martröðin“, hékk reyndar í móttökuherbergi Sigmunds Freuds. Füssli sýndi Mary ástalífsteikningar sínar – ósviknar klámmyndir brenndi eiginkonan eftir lát hans. Mary þóttu þær æsilegar, enda voru kvenpersónurnar að jafnaði ógnvænlegar. Hún gerði sér í hugarlund að þær hlytu að vera í sambandi við karlmennina á jafnræðisgrund- velli. En Johnson sá hvert stefndi og gaf í skyn að um væri að ræða sjálfsblekkingu. Hún væri einfaldlega að klofa yfir lík eigin sjálfsvirðingar. Mary vildi setjast að hjá Füssli og Sophiu konu hans, því allt var að hennar mati leyfilegt. Hún snerist nefnilega öndverð „gegn öllu sem ekki þolir skært ljós dagsins“. Sophia leit öðrum augum á málið og hratt henni niður tröppurn- ar. Einkalíf í upplausn Mary var nú orðin 33 ára gömul og hafði náð ótrúlega langt á bókmenntasviðinu. Einkalífið hafði þar á móti fullkomlega misheppnast. Á út- 27 Kona allra tíma 17.10.2002 11:03 Page 28

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.