Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Page 30
Saga húsanna
Villa Anbar í Dammam í Sádi-Arabíu eftir Peter Barber
Halldóra Arnardóttir og Javier Sánchez Merina
Rómantískur skáldsagnahöfundur frá Sádi-
Arabíu bað breska arkitektinn Peter Barber árið
1992 að hanna hús fyrir sig í borginni Damman.
Frú Anbar var ekkja sem bjó hálft árið í London
en hinn helming ársins dvaldi hún í heimalandi
sínu. Viðhorf hennar til austrænnar menningar
mótuðust því af alþjóðlegum áhrifum.
Aðstæður Barbers, sem vestræns arkiteks í
Sádi-Arabíu, knúðu hann á hinn bóginn til að
kynna sér vel margbreytileika íslamskrar menn-
ingar.
Innra rými sádi-arabískra heimila
Hefðbundin skipan innri rýma á sádi-arabískum
heimilum gerir greinilega ráð fyrir stéttaskipt-
ingu milli karla og kvenna. Þetta viðkvæma mál-
efni birtist í því að aðgengi að húsum er tvískipt
en einnig er aðskilnaður kynjanna ítrekaður í
innra skipulagi þannig að körlum er ætluð ein
dagstofa og konum önnur. Þessi aðskilnaður er
enn frekar útfærður í samskiptum þjónustuliðs
við fjölskylduna og tengslum fjölskyldunnar við
ytra umhverfi sem sjá má á því að rýmin verða
sífellt persónubundnari eftir því sem innar kem-
ur þar til staðnæmst er í garðinum í miðjunni.
Án efa voru kringumstæðurnar ekki auðveld-
ar þar sem Villa Anbar átti að
rísa. Stjórnmálamenn og trúar-
leiðtogar höfðu meira vald yfir
húsagerðarlistinni en sjálfir arki-
tektarnir. Má þar nefna að með-
an á byggingu hússins stóð
skipaði ríkisstjórnin svo fyrir að
nærliggjandi miðaldabær yrði
jafnaður við jörðu einungis
vegna þess að flókið skipulag
hans, byggt á þröngum húsa-
sundum og torgum, hefti stjórn
yfirvalda.
Enski arkitektinn þurfti að
takast á við þetta ókunna um-
hverfi og hann viðurkenndi að
vandlegur lestur bókanna
Handan við blæjuna eftir
Fatimu Mernissi og Kynferði og
rými eftir Beatriz Colomina
hefði haft áhrif á hann við sköpun hússins.
Hann var ekki bara bundinn af því að uppfylla
þarfir frú Anbar, barna hennar og barnabarna
varðandi herbergjaskipan heldur líka, og um-
fram allt, bar að túlka húsið sem pólitískt rými.
Djúphugult augnaráð
Peter Barber athugaði mátt augnaráðsins,
gagngert til þess að ákvarða skiptingu rýmisins
í Villa Anbar. Hann ákvað að beina sjónum
manna eftir ákveðnum brautum, jafnt á al-
menningssvæðum sem í sérherbergjum, og
skapa þannig stigbreytilegt sjónarhorn; ýmist
hefði fólk algjört útsýni eða takmarkaða sýn
eða jafnvel væri aðeins gefið í skyn hvað lægi
að baki.
Hlið á lóðinni veitir útsýni inn í húsagarð þrátt
fyrir að hliðarveggur varni því að augnaráðið nái
lengra. Þröskuldurinn er afmarkaður af dyratré
sem gengur yfir vegginn. Þetta dyratré gegnir
tvenns konar hlutverki; annars vegar rennur
vatn frá því og yfir í sundlaugina hinum megin
við vegginn, hins vegar er táknrænt hlutverk
þess að mynda umgjörð um augnaráðið og gef-
ið er í skyn að eitthvað sé fyrir handan. Þegar
gengið er inn ganginn, koma í ljós agnarlítil op
sem rist eru í framvegg hússins og gefa þau til
kynna návist íbúanna sem ekki sjást.
Þó að innra skipulag fylgi þeirri hefð að skilja
skuli að vistarverur karla og kvenna, þá er
sneitt hjá þessari uppbyggingu með einföldum
hætti. Lárétt rák, eins og sprunga, er skorin í
einn veggjanna í dagstofu kvennanna og gerir
þeim kleift að sjá inn í það óséða, karlaveldið.
Eins og búast mátti við kröfðust karlarnir í fjöl-
skyldunni þess að hleri yrði settur fyrir glugg-
ann. Það var gert, en andstætt því sem gera
hefði mátt ráð fyrir var honum komið fyrir í dag-
stofu kvennanna.
Horft inn í dagstofu karla út um glugga í dagstofu kvenna.
Dagstofa karla.
30 Arkitektúr 17.10.2002 11:04 Page 30