Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 32
Hafa kvæða Jónasar Hallgrímssonar verið oftúlkuð?
Kvæðin Grátittlingurinn og Alsnjóa og meint þunglyndi skáldsins
Torfi K. Stefánsson Hjaltalín
Áhugi landsmanna á listaskáldinu góða, Jónasi
Hallgrímssyni, var mikill alla síðustu öld. Ekki
minnkaði hann við útgáfu ritverka Jónasar árið
1989. Segja má að hámarki þessa áhuga hafi
verið náð árið 1999 með útgáfu ævisögu
Jónasar, sem Páll Valsson skráði. Samtímis
jókst áhugi manna á trúarskoðunum skáldsins
og hefur nokkuð verið skrifað um þær hin síð-
ari ár. Eru þar einkum að verki bókmenntafræð-
ingar sem skiljanlega hafa haft takmarkaða
þekkingu á guðfræði og trúmálum, enda ekki
sérgrein þeirra. Það hefur gert umfjöllunina ein-
hliða og jafnvel villandi. Þetta á einkum við um
greiningu Páls Valssonar og Svövu Jakobsdótt-
ur á tveimur kvæðum Jónasar, Grátittlingnum
og Alsnjóa. Full þörf er á að fjalla um niðurstöð-
ur þeirra á gagnrýninn hátt. Á sama hátt má
gera athugasemd við síendurteknar fullyrðingar
margra Jónasarfræðinga um þunglyndi skálds-
ins og áhrif þess á ótímabært andlát hans.
Grátittlingurinn
Matthías Johannessen er sá maður sem hvað
mest hefur haldið fram trúaráhuga Jónasar
Hallgrímssonar skálds og náttúrufræðings
(1807–1845).1 Hann segir t.d. um kvæðið Grá-
tittlinginn að þar setji Jónas sig í spor Guðs
sem fer líknandi höndum um lítilmagnann, þ.e.
grátittling sem er niðurfrosinn í hjarn eftir mik-
ið vetrarveður og getur ekki losað sig. Kvæðið
er þannig:2
Ungur var ég, og ungir
austan um land á hausti
laufvindar blésu ljúfir,
lék ég mér þá að stráum.
En hretið kom að hvetja
harða menn í bylsennu,
þá sat ég enn þá inni
alldapur á kvenpalli.
Nú var trippið hún Toppa,
tetur á annan vetur,
fegursta hross í haga,
og hrúturinn minn úti.
Þetta var allt, sem átti
ungur drengur, og lengi
kvöldið þetta hið kalda
kveði ég þau bæði deyði.
Daginn eftir var aftur
upp stytt, svo að menn hittu
leið um snjóvgar slóðir
storðar, og frost var orðið.
En það sem mest ég unna
úti – Toppa og hrútur –
óvitringarnir ungu
einmana kuldann reyna.
Sekur var ég, og sækja
sjálfsagt hlaut ég með þrautum
aleigu mína og ala
ötull bæði við jötu.
Hvurnig fór? Hér ég gjarna
hjarta mannlegt um sanna,
að hvað sem hinu líður
hjarta gott skóp oss drottinn.
Ég fann á millum fanna
í felling á blásvelli
lófalága við þúfu
lítinn grátittling sýta.
Flogið gat ekki hinn fleygi,
frosinn niður við mosa,
augunum óttabljúgum
á mig skaut dýrið gráa.
Hefði ég þá séð mér hefði
hundrað Toppum og undrum
ótal hornóttra hrúta
heitið drottinn, ég votta:
Abrahams dýrðardæmi
drengur í litlu gengi
aldrei á Ísafoldu
eftir breytir, en neitar.
Kalinn drengur í kælu
á kalt svell, og ljúft fellur,
lagðist niður og lagði
lítinn munn á væng þunnan.
Þíddi allvel og eyddi
illum dróma með stilli
sem að frostnóttin fyrsta
festi með væng á gesti.
Gesti yðar! því ástar
óhvikul tryggð til byggða
vorra leiðir á vorum
vegarslynga tittlinga.
Lítill fugl skaust úr lautu
lofaði guð mér ofar,
sjálfur sat ég í lautu
sárglaður og með tárum.
*
Felldur em ég við foldu
frosinn og má ei losast;
andi guðs á mig andi,
ugglaust mun ég þá huggast.
Páll Valsson hefur hins vegar haldið því fram,
bæði í grein í Tímariti Máls og menningar
(3/1996) og svo í ævisögu Jónasar (frá árinu
1999), að ungi drengurinn geri þetta líknarverk
þvert gegn skylduboði Guðs og fylgi þannig
ekki dýrðardæmi Abrahams. Í kvæðinu setji
Jónas sig í eigin spor ungs sveitadrengs sem
32 Grátittlingurinn Jónas Hall 18.10.2002 14:17 Page 32