Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 35
þannig lýsing á óvenjulegum dönskum vetrar- hörkum, þar sem snjór er yfir öllu. Skáldinu er þó rótt því það veit að jörð muni koma undan snæ og er fullvisst um ást náttúrunnar á sér, og öllu lifanda, sem það merkir í öllum aðstæðum. Kvæðið sýnir þannig trú Jónasar á lífið. Hann horfir vonaraugum fram á veginn. Svava er reyndar inni á þessu sama, þó svo að hún komist að niðurstöðu sinni eftir öðrum leiðum, því hún telur að í kvæðinu sé fólgin öfl- ug lífsjátning.20 Hér hefði Svava best látið stað- ar numið en getur það ekki vegna áhuga á að gera allegóríu úr ljóðinu. Þar gegna hjartavörð- urinn og Kristur lykilhlutverki, svo og bragleikur Jónasar í fyrsta erindinu: Eílífur snjór svo langt sem augað eygir. Þetta erindi verður hjá henni hlaðið líkingamáli um krossinn, þ.e. mynd af dauða sem felur í sér upprisu. Hér gerir Svava sig seka um að lesa það inn í kvæðið sem ekki er þar til staðar. Meint þunglyndi Jónasar Það hefur löngum verið lenska að tala um dauðakvíða og vonleysi listaskáldsins góða á síðustu æviárum þess, svona til að réttlæta gerðir örlaganna að svipta þjóðina skáldinu þetta ungu aðeins þrjátíu og sjö ára gömlu. Þannig túlkar Páll Valsson kvæðið Alsnjóa í ævi- sögu Jónasar. Hann segir að það vitni um tragíska lífssýn höfundar, dauðinn blasi við hon- um og hann reyni að sætta sig við hið óumflýj- anlega án þess þó að sækja í þá von sem krist- in upprisutrú gefi.21 Þó bætir Páll því við að Jónas skírskoti til manna almennt, eigi ekki að- eins við sjálfan sig. Páll telur einnig að kvæðið vitni um róttækar efasemdir í trúmálum þó svo að Jónas hafi ekki þar með „kastað frá sér hefðbundinni guðs- trú“. Páll talar um vatnaskil hjá honum hér, sem hann hafi tekið með sér eftir vetrardvölina í Sórey (1843–1844): „Harmræn lífssýn, ein- semd, dauðageigur, efasemdir um vegferð mannsins, guðlega forsjá og framhaldslíf“.22 Þetta er reyndar ein af helstu niðurstöðum Páls um ævi Jónasar. Hann hafi undir lokin verið far- inn að efast um að vísindin og trú á guð færu saman, orðinn kvíðinn, baráttuþrekið dvínað og þunglyndi sótt á hann. Honum hafi verið ljóst að hverju dró, fundið að hann væri feigur. Þetta er nokkuð algeng túlkun á síðustu ævi- árum Jónasar. Matthías Þórðarson leit svo á að tvö kvæði frá byrjun árs 1845 sýni að Jónas hafi þá þegar séð feigð sína. Hannes Pétursson tekur undir þetta og telur að viðbrögð Jónasar vegna fótbrotsins, sem dró hann til dauða, sýni að hann hafi vitað að hverju liði.23 Drykkjan hafi verið að draga hann til dauða eða jafnvel ein- manakennd sökum þess að enginn vildi lengur drekka með honum, vegna bindindishreyfingar landans í Höfn. En er það virkilega svo? Páll Valsson segir frá því í eftirmála ævisögunnar um Jónas að Kjart- an Ólafsson hafi verið meðal þeirra sem lásu yfir handrit hans að ævisögunni. Þá kemur fram í heimildaskrá að Páll hefur lesið grein Kjartans um 40 síðustu daga Jónasar. En Páll vitnar aldrei í Kjartan. Kannski er það ekki svo skrítið. Kjartan heldur því nefnilega fram að Jónas hafi verið mjög virkur í félagsstarfi meðal landa sinna í Höfn síðasta mánuðina sem hann lifði og hafi kannski aldrei verið eins baráttuglaður og einmitt þá. Þetta kemur reyndar einnig fram hjá Hannesi Péturssyni.24 Jónas orti mikið bar- áttukvæði til Jóns Sigurðssonar forseta áður en Jón fór á fyrsta Alþing Íslendinga 1845 með bænarskrár Hafnarstúdenta. Þá tók Jónas þátt í samningu þriggja bænarskráa fyrir Alþingi og var einhugur um tvær þeirra. Viku fyrir andlát hans var tekist á um þá þriðju, um að þingstað- urinn skyldi framvegis vera á Þingvöllum. Féll sú tillaga naumlega og var sú bænarskrá því aldrei send. Þó svo að Dagný Kristjánsdóttir sé sammála því að vaxandi einsemd einkenni mörg síðari ljóð Jónasar, þá bendir hún jafnframt á ummæli fræðimanna um annað.25 Tómas Guðmunds- son og Hannes Hafstein hafi m.a. bent á að Sóreyjardvölin (veturinn 1843–1844) hafi gert skáldinu gott þó svo að Dagný telji sjálf að Jónasi hafi leiðst þar. Þessi dvöl skiptir og máli fyrir fullyrðingar um drykkjuskap hans. Þennan næstsíðasta vetur Jónasar drakk hann lítið sem ekkert og lifði mjög reglusömu lífi. Dagný bendir einnig á að þar hafi hann ort hin glaðlegu kvæði sín, „Ég bið að heilsa“ og „Dal- vísu.“ Þá kemur einnig fram hjá henni að þrjú síðustu ár ævi sinnar hafi Jónas ort meirihluta kvæða sinna. Ljóðin hafi orðið dýpri og tilfinn- ingalegri, þ.e. persónulegri. Það er þó spurning hvort þetta lýsi tilfinningalegum vandamálum, eins og Dagný telur, eða auknum andlegum þroska skáldsins. Dagný segir stökur Jónasar síðasta veturinn fjalla einkum um einsemd, firr- ingu og blekkingarleiki en bætir við að það þurfi ekki að segja svo mikið um líðan skáldsins. Slíkt sé eðlilegt yrkisefni rómantískra skálda. Þó velt- ir hún vöngum yfir veikindum Jónasar og segir frá kynlífsframboði í Kaupmannahöfn á þessum árum.26 Hún gefur í skyn að Fjölnismaðurinn og vinur Jónasar, Brynjólfur Pétursson, hafi aldrei bls. 35Torfi K. Stefánsson Hjaltalín: Hafa kvæða Jónasar Hallgrímssonar verið oftúlkuð? gifst vegna sárasóttar. Það getur vel staðist því hann lést úr geðveiki sem gæti hafa stafað af sýfilis. Ekkert bendir þó til að slíkt hafi hrjáð Jónas þó svo að illkvittinn andstæðingur hans á Íslandi hafi gefið það í skyn.27 Dagný nefnir einnig kvæðaflokkinn Annes og eyjar sem dæmi um tilfinningaleg átök skálds- ins og naflaskoðun. Þetta er eflaust rétt að vissu leyti því hér er dauðinn nálægur og nátt- úran hættuleg, þ.e. aðstæður allar óttalegar og skáldið unir þeim ekki (sbr. Máneyjarkvæði: „því ég er bringubrotinn – / úr bjarginu hrundi að mér“).28 Þó kemur fram hjá Jónasi að Heine er hér fyrirmyndin og hann var jú þekktur fyrir bölsýni og hálfkæring. Þá má við þetta bæta að í þessum kvæðaflokki leynist enn gáski Jónas- ar og gleði svo þar bregður til beggja átta. Hins vegar er það rétt hjá Dagnýju að hér er náttúr- an ekki lengur vitnisburður um ást guðs.29 Reyndar er það einnig í stíl Heines. Dagný nefnir Hulduljóð sem annað dæmi um það sama, en Jónas var lengi með það kvæði í smíðum, eða frá árinu 1841, og hefur líklega aldrei lokið við það. Hún heldur því fram að ljósu hlutar þess kvæðis séu lagðir Eggerti Ólafssyni í munn en sjálfur ljóðmælandinn, þ.e. Jónas, noti myrkt táknmál og margræðan texta. Þar ráði hálfmyrkrið ríkjum.30 Hér er alls staðar verið að ýja að þunglyndi skáldsins. Dagný virðist þó vera þeirrar skoðunar að þrátt fyrir allt hafi Jónas verið félagslega virkur undir lokin. Hann hafi t.d. lagt fram mjög rót- tækar og nýstárlegar tillögur um skólamál þetta síðasta vor sitt.31 Hún bendir á rannsóknir Kjart- ans Ólafssonar í því sambandi. Síðustu dagar Jónasar Hér að framan hefur verið minnst á grein Kjart- ans Ólafssonar um síðustu 40 dagana í lífi Jónasar.32 Þar er greint frá mikilli þátttöku Jónasar í félagsstörfum meðal Hafnar-Íslend- inga vorið 1845. Fyrst segir frá ársfundi Hafnar- deildar Hins íslenska bókmenntafélags 19. apríl þar sem Jónas gerir grein fyrir vinnu sinni að Ís- landslýsingu. Það var eina launaða starfið sem hann hafði síðustu misserin. Í bréfi tveimur dögum síðar segist hann vera orðinn heill meina sinna, nema þá að einhver ögn sé eftir af ímyndunarveikinni, sem hrjáir svo margan Ís- lending, þ.e. bringsmalaskottunni eins og Jónas nefnir þetta skammdegisþunglyndi. Í öðru bréfi fyrr um veturinn fjallar Jónas einnig um þetta mein en segir að það brái yfirleitt af sér eftir sólstöður, þ.e. eftir jólin. Nú var hins vegar komið vor og brátt yrkir 32 Grátittlingurinn Jónas Hall 18.10.2002 14:17 Page 35

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.