Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Síða 38
Ljóð eftir Nelly Sachs – Jóhannes úr Kötlum þýddi Gunnar Stefánsson Árið 1970 las Jóhannes úr Kötlum í útvarp nokkrar þýðingar sínar á ljóðum eftir þýsku gyð- ingaskáldkonuna Nelly Sachs í þætti um hana sem Svava Jakobsdóttir stóð að. Þetta var eitt síðasta bókmenntalega viðfangsefni Jóhannes- ar. Hann hafði tveimur árum áður birt þýðingu á ljóðaflokki eftir Nelly Sachs í Birtingi, Glóandi gátur, sem raunar er aðeins fyrsti hluti flokks- ins af fjórum. Sú þýðing er endurprentuð aftast í síðustu bók Jóhannesar, Nýjum og niðum, 1970. En þýðingarnar sem skáldið las í útvarp hafa aldrei verið birtar og finnast ekki í eftirlátn- um handritum Jóhannesar. Lesturinn er varð- veittur í segulbandasafni Ríkisútvarpsins. Nú hefur orðið að ráði að láta prenta þessar þýð- ingar eins og skáldið las þær, ásamt formála sem fylgdi þegar lesturinn var endurfluttur í út- varpinu nýlega. Árið 1966 hlutu tveir gyðingar bókmenntaverð- laun Nóbels. Ísraelsmaðurinn Samuel Josef Agnon og Nelly Sachs, þýsk skáldkona, búsett í Svíþjóð. Hún hlaut Nóbelsverðlaun fyrir „sína frábæru ljóða- og leikritagerð þar sem örlög Ísraelsþjóðarinnar eru túlkuð af hrífandi áhrifa- mætti,“ eins og segir í rökstuðningi sænsku akademíunnar. Daginn sem hún veitti bók- menntaverðlaununum viðtöku varð hún 75 ára gömul. Hún var raunar ekki Ísraelsmaður í land- fræðilegum skilningi og varð aldrei, en þjóð Ísraels heyrði hún til. Í rauninni var hún landlaus skáldkona. Skömmu áður en Nelly Sachs lést lýsti hún lífi sínu, örlögum og ævistarfi í þessum þremur látlausu setningum: „Fædd í Berlín 10. desember 1891. Kom sem flóttamaður ásamt móður minni til Sví- þjóðar 16. maí 1940. Hef búið í Stokkhólmi síð- an 1940 og fengist við ritstörf og þýðingar.“ Þegar Nelly Sachs varð að flýja land sitt og setjast að í Svíþjóð sagði einn vina hennar við hana: „Málið er það eina sem þú átt núna, hugsaðu um það!“ Og þetta gerði hún. Máls- ins list varð hennar dýrmætasta eign og bjarg- aði sálarheill hennar og lífi, svipað og Agli forð- um þegar hann varð fyrir sínum mesta harmi og fannst ekki þess vert að lifa lengur. Skáldskapur Nelly Sachs er umfram allt ljóð- ræn og áhrifamikil tjáning á örlögum gyðinga í stríðinu þegar nasistar unnu skipulega að því að útrýma þeim. Sá ómælanlegi sársauki sem þessi kynflokkur mátti þola gefur ljóðum henn- ar áhrifamagn. Og í sögulegu ljósi er hún um- fram aðra túlkur þessara örlagatíma í ljóðum sínum. Hins vegar er Nelly Sachs sprottin upp úr þýskri menningu, Þjóðverji sem var hrakinn úr sínu eigin landi. En hún sneri ekki aftur heim eftir að blóðveldi nasista hrundi. Hún var þá gestur í föðurlandi sínu og skáldskapur hennar varð umfram allt minnismerki um gyðingaof- sóknir, dökkan kafla í sögu landsins, hún var raunar „hinumegin“, eins og hún segir í Gló- andi gátum. Ingrid Stobl, róttæk, vesturþýsk mennta- kona, skrifaði grein um Nelly Sachs sem Hjálm- ar Sveinsson þýddi og birtist í Tímariti Máls og menningar 1989. Þar er fjallað um tvíbent við- horf Þjóðverja eftirstríðsáranna til hennar og hvernig nafn hennar var notað í pólitísku upp- gjöri, en höfundur er í flokki þeirra sem telja að ráðandi öfl í Þýskalandi hafi aldrei gert upp við fortíð landsins. „Nelly Sachs megnaði ekki að verja sig gegn þeim sem afgreiða fortíðina af fagmannlegu öryggi,“ er þar haft eftir þýskum blaðamanni. „Það var svo þægilegt að taka þennan þýska gyðing, sem hafði lifað í útlegð síðan 1940, í helgra manna tölu til að losna við að horfast í augu við eigin sekt.“ Nelly Sachs var fórnarlamb þýskrar lygi, frá upphafi til enda, segir Ingrid Stobl. Viðhorf bókmenntamanna í gistilandi Nellyjar Sachs, Svíþjóð, til hennar var miklu hreinna eins og vænta mátti. Verður ekki annað sagt en Sví- ar hafi kunnað vel að meta hana. Rithöfundur- inn Olof Lagercrantz skrifaði greinaflokk um Nelly Sachs og vann síðan úr honum bók sem nefnist Den pågående skapelsen. (Hin sífellda sköpun). En studie i Nelly Sachs diktning, 1966, og er hún snjöll og djúpsæ túlkun á skáldskap hennar og þeim menningarlega jarðvegi sem hann er sprottinn úr. Einn helsti bókmennta- gagnrýnandi í Svíþjóð, Bengt Holmquist, raunar sænskumælandi Finni að uppruna, var persónu- legur vinur skáldkonunnar. Hann samdi um skáldskap hennar langa og fróðlega ritgerð, Långtans språk, (Mál þrárinnar), sem er í greinasafni Holmquists, Kritiska ögonblick, 1987. Meðal sænskra vina skáldkonunnar var eitt helsta skáld módernismans þar í landi, Erik Lindegren, sem þýddi ljóð hennar á sænsku, en það hafa fleiri málsmetandi bókmenntamenn sænskir gert. En hver var Nelly Sachs? Hún fæddist í Berlín, sem fyrr var sagt, dóttir og einkabarn velstæðra gyðingahjóna. Hún ólst ekki upp í sérstakri trú- ariðkun gyðinga en fékk gott uppeldi að þeirrar tíðar hætti. Í æsku varð hún handgengin þýsk- um skáldskap og menningararfi. Sautján ára gömul varð hún ástfangin af sér eldri manni. Hún fékk ekki að eiga hann þar sem hann var fráskilinn, slíkt leyfðu siðaboð fjölskyldunnar ekki, en hún bar ástarhug til þessa manns æ síðan og elskaði engan annan. Hann lést í út- rýmingarbúðum nasista. Í ljóðum hennar kem- ur hann fyrir sem „brúðguminn“, í fyrstu bók hennar eftir stríð er flokkur sem heitir „Bænir fyrir hinum látna brúðguma.“ Þrítug að aldri gaf Nelly Sachs út bókina Legenden und Erzählungen (Helgisögur og frásagnir), verk í rómantískum anda aldamót- anna. Ung hafði hún hrifist af Gösta Berlings sögu eftir sænsku skáldkonuna Selmu Lag- 38 Ljóðaþýðingar Jóhannesar 22.10.2002 10:10 Page 38

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.