Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Page 49
aldrei varð að veruleika er táknmynd þess lífs
sem forlögin og samfélagsaðstæður meinuðu
ungfrú Gilchrist að lifa.
Þannig má segja að frú Lansquenet hafi ver-
ið myrt út af testofu. En eins og sjá má af
ræðu ungfrú Gilchrist er að baki langvarandi
heift: beiskja yfir eigin kjörum, öfund út í frú
Lasquenet og systkini hennar og þreyta á
þessari leiðinlegu miðaldra konu sem forlögin
hafa neytt hana til að eyða ævinni með sem
eins konar undirlægja. Þessar konur búa við
sérstakar aðstæður. Hvorug á mann eða börn
eða vini. Önnur þarf að kaupa sér lagskonu.
Hin er keyptur félagsskapur konu sem er að-
eins betur sett. Þær búa saman en eru hvorki
ættingjar né vinir. Þetta er sérkennilegt mynst-
ur en ekki fátítt í Englandi fyrir hálfri öld og um
það snýst sagan. Eins og í tilviki Audrey
Strange í Towards Zero er það staða enskra
kvenna sem er til umræðu hjá Agöthu
Christie.
Það er ekki erfitt að skilja draum ungfrú
Gilchrist eða beiskju yfir eigin hlutskipti. Samt
tekur Agatha Christie ekki afstöðu með henni.
Ungfrú Gilchrist er ekki skemmtileg kona þó
að hún sé svo sannarlega ekki jafn heimsk og
hún þykist vera þegar hún villir um fyrir per-
sónum og lesendum sögunnar með fánýtu
blaðri sínu. Þvert á móti er hún öfundssjúk
smásál, rétt eins og ungfrú Blacklock. Hún
girnist stórfé sem er ekki hennar með réttu og
fellur í freistni þegar færið gefst. Báðar telja
þessar konur að hamingjan fáist keypt fyrir
peninga. Í hvorugu tilvikinu rætist draumurinn.
Ekki eru alltaf konur í þessu hlutverki hjá
Agöthu Christie. Í The Sittaford Mystery
(1931) er Trevelyan kapteinn myrtur en alda-
vinur hans, Burnaby majór, finnur líkið. Hann
hefur verið í hópi gesta hjá frú Willett sem fá
þau skilaboð á miðilsborði að Trevelyan sé lát-
inn. Í fyrstu virðist um yfirnáttúrulega atburði
að ræða. En þó að Agatha Christie skemmti
sér við að ergja lesendur sína með því að láta
þá halda að hún „svindli“ er í raun og veru um
haganlegan blekkingarleik að ræða. Þrátt fyrir
fjarvistarsönnun er Burnaby majór morðinginn
og samband þeirra Trevelyans var ekki eins og
flestir héldu:
I told you Burnaby was a jealous man. Fri-
ends indeed! For more than twenty years
Trevelyan had done everything a bit better
than Burnaby. He skied better, and he clim-
bed better and he shot better and he did
crossword puzzles better. Burnaby wasn’t
big enough man to stand it. Trevelyan was
rich and he was poor.
It’s been going on a long time. I can tell you
it’s a difficult thing to go on really liking a
man who can do everything just a little bett-
er than you can. Burnaby was a narrow-
minded, small-natured man. He let it get on
his nerves. (220)
(Ég sagði að Burnaby væri öfundssjúkur
maður. Vinir?! Í meira en tuttugu ár hafði
Trevelyan gert allt aðeins betur en Burnaby.
Var betri á skíðum og betri í fjallgöngu og á
veiðum og betri í krossgátum. Burnaby var
ekki nógu stórhuga til að þola það. Trevelyan
var ríkur og hann fátækur.
Svona gerjaðist þetta lengi. Það er erfitt að
láta sér líka við mann sem getur allt aðeins
betur en maður sjálfur. Burnaby var þröng-
sýn smásál. Hann lét það fara í taugarnar á
sér.)32
Tilefnið er skyndilegur vinningur í gátuleik en á
bak við er óvild sem hefur gerjast áratugum
saman og á sér rót í öfund. Burnaby er smásál
sem þolir ekki að vera í skugga vinarins þó að
fégræðgin verði honum að lokum að falli.
Í sögunni Peril at End House (1932) er lýst
annars konar smásál. Þar er í forgrunni Nick
Buckley, tvítug og gullfalleg stúlka sem virðist
sveimhugi mikill og barnslega aðlaðandi.
Ókunnur aðili virðist sitja um líf hennar en það
er allt blekkingarleikur og í raun er það Nick
sjálf sem myrðir frænku sína til að komast yfir
fé sem hún á ekkert tilkall til. Um leið reynir
hún að koma sökinni á vinkonu sína, Freddie
Rice. Bæði hún og frænkan hafa náð ástum
auðugra manna sem upphaflega hrifust af
Nick. En vandi Nick er að fólk þreytist á henni:
„That was her tragedy. She attracted people –
and then they ‘went off her’.“ (185) („. . . það
var einmitt ógæfa hennar. Menn urðu hrifnir af
henni, en svo sneru þeir við henni bakinu.“)33
Freddie þessi hefur þrátt fyrir ýmsa erfiðleika
eitt fram yfir Nick: „You had what she had not
– the knack of winning love, and keeping it.“
(186) (Þér höfðuð það, sem hún hafði ekki,
hæfileika til þess að vinna ástir manna.)34 Nick
getur heillað fólk um hríð, þar á meðal Poirot og
Hastings, félaga hans, og lesendur sögunnar.
En hún er þó leiðinleg ógæfumanneskja. Eins
og frú Badcock getur ekki sett sig í spor ann-
arra tekst Nick ekki að halda í fólk sem hún
kynnist. Hún er aðlaðandi en þó smásál sem
lætur ekki aðeins stjórnast af ágirnd heldur líka
hatri og beiskju yfir eigin hlutskipti. Agatha
Christie getur haft samúð með slíku fólki en af-
hjúpar það um leið í allri sinni smæð.
Pétur Pan morðingi?
Morðingjar Agöthu Christie eru þannig iðulega
smásálir sem hægt er að vorkenna. Þeir eru þó
miskaldrifjaðir, mishættulegir og hafa misjöfn
tilefni. Hvergi kemur þetta betur fram en í
tveimur bókum hennar þar sem safnað er sam-
an morðingjum á einn stað, Cards on the Table
(1936) og Ten Little Niggers (1939). Í fyrri sög-
unni kemur fyrir virðuleg kona sem hefur myrt
eiginmann sinn en neitar að skýra það á þeirri
forsendu að „my reasons were entirely my
own business“ (Cards on the Table, 166)
(Ástæður mínar koma mér einni við).35 Í þess-
um sögum sjáum við einnig hégómlega fjár-
glæframenn, afbrýðisamar stúlkur, kærulausa
þjóðvegadrápara og í síðarnefndu bókinni dóm-
ara sem er í góðu sambandi við sadistann í
sjálfum sér og tekur að sér að refsa morðingj-
um sem lögin hafa ekki náð til. Hjá Agöthu
Christie geta jafnvel fulltrúar réttlætisins verið
refsiglaðir sadistar án þess að vera endilega
ranglátir dómarar. Sams konar útrás fá höfund-
ar og lesendur glæpasagna. Vel má vera að Ag-
atha sé enn með sjálfa sig í huga.36
Ef morðingjar eiga eitthvert samkenni að
mati Agöthu Christie er það hégómleikinn. Lög-
regluforinginn Lejeune lýsir morðingjanum í
The Pale Horse (1961) þannig:
. . . it does something to you, you know. Kill-
ing people. It makes you feel powerful and
larger than life. It makes you feel you’re God
Almighty. But you’re not. You’re only a nasty
piece of goods that’s been found out. (204)
[. . . ] When he did find out he hadn’t the sen-
se to shut up. That was his vanity. Typical
criminal’s vanity. He wasn’t going to admit
for one moment that he’d been wrong. (206)
[. . . ] „One imagines a master mind,“ I said,
„as some grand and sinister figure of evil.“
Lejeune shook his head. „It’s not like that at
all,“ he said. „Evil is not something super-
human, it’s something less than human.
Your criminal is someone who wants to be
important, but who never will be important,
because he’ll always be less than a man.“
(207–8).
(. . . En að drepa fólk orkar á menn. Þeim
finnst að þeir séu voldugir og meiri en aðrir
bls. 49Ármann Jakobsson: Eðli illskunnar
42 Agatha Christie 17.10.2002 11:06 Page 49