Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Qupperneq 50
menn. Þeim finnst að þeir séu guð almáttug-
ur. [. . . ] Þegar hann komst að því, þá hafði
hann ekki vit á því að þegja. Það var hans hé-
gómagirnd. Venjuleg hégómagirnd glæpa-
manna. Hann ætlaði ekki að játa eitt andar-
tak, að hann hefði haft rangt fyrir sér. . . . )37
Þetta er kenning Agöthu Christie um eðli illsk-
unnar: Hún er ekki stórkostleg heldur smá.
Þetta er svar hennar við hugmyndinni um „of-
urglæpamanninn“ sem holdgerðist í persónu
Moriarty prófessors hjá Conan Doyle og ýms-
um glæpasögum síðan. Agatha Christie teflir í
staðinn fram því sjónarmiði að morðingjar séu
smásálir sem falli gjarnan á eigin hégómleika
og hroka. Þó að þessi lýsing eigi alls ekki við
alla morðingja hennar er stefið um hroka morð-
ingjans gegnumgangandi og m.a. sett mjög
skýrt fram í Towards Zero (1944), Crooked
House (1949) og Mrs. McGinty’s Dead (1952)
þar sem Spence lögregluforingi segir við
Hercule Poirot:
For one thing, you know, he wasn’t cocky.
Not cocky at all. And in my experience they
usually are. Always so damned pleased with
themselves. Always think they’re stringing
you along. Always sure they’ve been so
clever with the whole thing. (20)
(Hann var til dæmis ekki rogginn. Alls ekkert
rogginn. Og samkvæmt minni reynslu eru
þeir það oftast. Alltaf svo helvíti ánægðir
með sig. Telja sig alltaf vera að draga þig á
asnaeyrunum. Alltaf fullvissir um að þeir hafi
verið svo sniðugir.) 38
Þessi tilfinning Spence bjargar saklausum
manni úr snörunni.
Það sérkennilega er að framkoma unga
mannsins sem hefur verið handtekinn sann-
færir alla aðra en Spence um sekt hans. Til að
leysa gátuna þarf greinilega að hugsa á öðrum
brautum en flestir: Snúa öllu við og hugsa á
röngunni fremur en réttunni. Það er einmitt það
sem ungfrú Marple gerir. Hún kemur upp um
svindlara með því að taka eftir augnaráði hans
sem hún kallar „shifty“ (flóttalegt) en flestir
mundu kalla hið gagnstæða þegar hún skýrir
hvað hún á við: „What I mean by a shifty eye
. . . is the kind that looks very straight at you
and never looks away nor blinks“ (A Murder is
Announced, 88) (Það sem ég á við með
slóttugt augnaráð . . . er þegar menn horfa
beint í augu þér og líta aldrei undan eða depla
augunum).39
Þrátt fyrir snilld sína er James Peel Edgerton
í The Secret Adversary hálfgerð smásál. Hann
gerir alltaf mikið úr því hversu snjall og hættu-
legur Mr. Brown sé og þolir ekki að gert sé lít-
ið úr þessari sköpun sinni eða öðru eðli. Hé-
góma og hroka morðingjans verður að skoða í
ljósi þess að innst inni er hann minni máttar.
Morðingjana í sögum Agöthu Christie skortir
eitthvað sem aðrir hafa. Ungfrú Blacklock er
beisk vegna veikinda sinna. Ungfrú Gilchrist og
Burnaby majór eru illa haldin af öfund vegna
óréttlætis lífsins og Nick Buckley skortir hæfi-
leikann til að halda í fólk, kannski vegna þess
að hún er barnsleg og smá: fullorðin kona sem
hefur þó aldrei fullorðnast. Stefið um síbernsku
morðingjans kemur víðar fram. Einum morð-
ingja lýsir Hercule Poirot svo í Hickory, Dickory
Dock (1955):
Who do we know to be both ruthless and
vain? Nigel Chapman. He has all the hall-
marks of the killer; the overweening vanity,
the spitefulness, the growing recklessness
[. . . ] They are like that, these murderers,
carried away by their own cleverness,
relying on their own egoism, by their ad-
miration of their own cleverness, relying on
their charm – for he has charm, this Nigel –
he has all the charm of a spoiled child who
has never grown up, who never will grow up
– who sees only one thing, himself, and
what he wants!“ (179–80)
(Hvern þekkjum við sem er bæði samvisku-
laus og hégómlegur? Nigel Chapman. Hann
hefur öll einkenni morðingjans: Yfirgengileg-
an hégóma, illgirni, vaxandi eirðarleysi. [. . . ]
Svona eru þeir, þessir morðingjar, blindaðir
af eigin slægð, treysta á eigin eigingirni, full-
ir aðdáunar á eigin snilld, treysta á sjarmann
– því að ekki vantar hann sjarmann, þennan
Nigel – hann hefur allan sjarma dekurbarns-
ins sem hefur aldrei fullorðnast, mun aldrei
fullorðnast – sem sér aðeins eitt, sjálfan sig
og það sem hann vill!)40
Þessi lýsing hittir beint í mark en þó hefur Nig-
el tekist að blekkja lesendur eins og aðra í
kringum sig. Hann gantast stöðugt og um-
hverfið tekur hann ekki alvarlega, fremur en Sir
Eustace Pedler. Við erum látin trúa því að ill-
gjarnar athugasemdir hans séu aðeins á yfir-
borðinu en undir búi vænsti drengur. Hercule
Poirot einn sér að það er ekkert krúttlegt við
barnaskap Nigels heldur er morðinginn fund-
inn: Hégómlegur, hrokafullur og sjálfhverfur.
Morðinginn er barnið sem aldrei óx upp.
Sama gildir um morðingjann í bókinni Five
Little Pigs (1943) sem er þrátt fyrir kjánalegan
titil ein af bestu bókum Agöthu Christie. Enn
tekst hún á við hjónaband sitt. Í öndvegi er
hjónaband listamannsins Amyas Crale og konu
hans. Þau hjónin geta ekki unnist nema rífast
og slást stöðugt en það blekkir marga sem telja
um raunverulega óvild að ræða. Ein þeirra er
ung stúlka, Elsa Greer, sem kemst upp á milli
hjónanna og telur að Amyas muni skilja við
konu sína og giftast henni. Í raun er hann þeg-
ar tekinn að þreytast á Elsu og hyggst senda
hana burt eins og fyrri hjákonur. En fyrst vill
hann mála hana og hjá listamanninum verður
listin að hafa forgang en ekki tilfinningalíf konu
hans og Elsu. Það verður honum að bana. Elsa
myrðir hann en konan er handtekin og dæmd.
Mörgum árum síðar er Hercule Poirot fenginn
til að rannsaka málið og þegar hann hefur leyst
gátuna segist hann vorkenna Elsu:
„Because, my child, you have so much to
learn. . . . All the grown-up emotions – pity,
sympathy, understanding. The only things
you know – have ever known – are love and
hate.“ (215) (Því að þú átt svo margt ólært,
barnið gott . . . allar fullorðinstilfinningarnar:
samúð, vorkunn, skilning. Það eina sem þú
þekkir og hefur nokkurn tímann þekkt er ást
og hatur.)41
Þegar Hercule Poirot hittir Elsu er hún orðin
fullorðin og forrík, heitir lafði Dittisham. En
þrátt fyrir velgengni og vel heppnað morð er líf
hennar innantómt, eins og hún segir honum
strax:
It killed me, do you understand? It killed me.
Ever since there’s been nothing-nothing at
all. [. . . ] Emptiness! [. . . ] Like a stuffed fish in
a glass case. (93–94)
(Það gekk af mér dauðri, skilurðu? Það drap
mig. Frá þeim degi hefur ekkert verið – ekk-
ert! [. . . ] Tóm! [. . . ] Eins og uppstoppaður
fiskur í glerbúri).42
Elsa er hreinskilin og aðlaðandi, eins og börn
eru gjarnan. En hún er einsýn eins og frú
Badcock, og líkt og Gerda Christow tilbað hún
Amyas Crale í stað þess að elska hann með
42 Agatha Christie 17.10.2002 11:06 Page 50