Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 59
Öll orð eru félagsleg tákn, sem sést best á því að sömu hljóðtákn eru ekki sömu merking- ar, t.d. ensku hljóðmyndanirnar „g-a-t-e“ og „g- a-i-t“, og íslenska hljóðmyndunin „g-e-i-t“. Ennþá skýrara dæmi væri þá ritaða hljóðtáknið „e-k-k-i“ í íslensku; „ekki“ er ein táknmynd sem getur vísað til margra táknmiða. (Kannski er hér komin skýring á því hvers vegna stór hluti fólks flokkar ekki tungumál og táknmál heyrnarlausra saman sem mismunandi útfærsl- ur af táknmáli; mörgum virðist framandi að líta á tungumál eða kvikmynd sem táknmál.) Þess- ar þrjár tegundir tákna sem Peirce útlistar þurfa ekki að útiloka hver aðra; eftirmynd getur jafn- framt verið tákn, tákn getur jafnframt verið vís- bending og vísbending getur jafnframt verið eftirmynd. Kvikmyndir og aðrir myndmiðlar styðjast við allar þessar þrjár tegundir tákna, en eftirmyndin er þó algengust.10 Fyrrnefnd bylgj- ótt mynd í móðu samhliða hörpuhljómi er þó skýrt dæmi um tilbúið tákn. Áhrifamáttur eftir- myndarinnar í kvikmynd, ljósmynd eða sjón- varpi er fólginn í því að táknmynd og táknmið virðast renna eðlilega saman. Þessir miðlar not- ast mest við eftirmyndir og vísbendingar, og virðast bjóða upp á spegilmyndir veruleikans. Hið fræga myndverk af pípu, eftir belgíska list- málarann René Magritte, þar sem skrifað stendur „Ceci n’est pas une pipe“ („Þetta er ekki pípa“) er til marks um áhrifamátt eftir- myndarinnar í skynjun okkar á ímynd og veru- leika. Samfélag og kvikmyndir Hæglega má nú álykta að kvikmyndin, líkt og hið ritaða og talaða orð, eigi mjög auðvelt með að gylla veruleikann. Það gerir hún með sínum sérstaka hætti. Hún ákvarðar sjónarhornið á mannlífið. Sjónarhornið endurspeglar eðlilega hugarheim og lífsstíl kvikmyndagerðarmanns- ins, sem að öllum líkindum endurspeglar með einhverjum hætti tíðarandann. Heimspekingur- inn George Herbert Mead lagði áherslu á það í fyrirlestrum sínum um Huga, sjálf og samfé- lag11 að sjálfsmynd fólks væri að stærstum hluta byggð upp í samskiptum við annað fólk. Einkum í samskiptum við þá sem hafa ein- hverja þýðingu í lífi viðkomandi; fólk skoðar sig og metur út frá viðbrögðum annarra. Þetta má útleggja á þann veg að við sjáum okkur að vissu leyti með „leyfi“ annarra. Á líkan hátt má e.t.v. segja að við sjáum okkur sjálf í kvikmynd með „leyfi“ kvikmyndagerðarmannsins. Mead lagði þó ríka áherslu á að einstaklingurinn væri virkur þátttakandi í þessari mótun sinni. Ef líkja má mannshuganum við spegil, út frá þeirri ein- földu staðreynd að viðbrögð annarra eru okkur mikilvægur spegill, eru mannheimar risastór speglasalur og kvikmyndir ein af áberandi spegilmyndum mannlífsins. Nú horfum við á kvikmyndir og sjáum eitt, annað ekki, líkt og gerist t.d. við lestur ljóða. Sú þekkingarfræði sem hér liggur að baki segir ein- ings á kvikmyndamálinu. Vert er því að gefa örlítinn gaum að grunnþáttum táknfræðinnar áður en lengra er haldið. Grunnurinn í þeim fræðum er oftast sóttur til þeirra Charles Sanders Peirce og Ferdinands de Saussure.3 Málvísindamaðurinn Saussure kenndi að mál- vísindaleg merki/tákn (sign)4 væru ætíð tví- skipt; táknmyndin væri orðið sjálft eða hlutur- inn sjálfur, en táknmiðið væri merking orðsins eða merking hlutarins í málsamfélaginu. Sam- kvæmt þessu sjónarmiði er táknið í eðli sínu klofið og það eina sem heldur því saman er samkomulag5 og venja málsamfélagsins, en ekki náttúrulögmál. Orð og önnur tákn merkja því það sem þeim er ætlað að merkja hverju sinni, og fyrir vikið eru þau margræð.6 Saussure taldi að táknfræði væri nátengd fé- lagsfræði og félagssálfræði, auk málvísinda. Þá ítrekaði hann nauðsyn þess að rannsaka ætíð tákn í félagslegu samhengi; tungumálið væri félagsleg stofnun og þar af leiðandi óháð vilja einstaklinganna.7 Heimspekingurinn og rökfræðingurinn C.S. Peirce lagði grunninn að þeirri hugmynd að tákn (sign) væru í það minnsta þrískipt: a) tákn- ið sjálft, b) hluturinn sem það vísar til og c) merkingin.8 Peirce bendir á að táknið taki á sig breytilegt eðli eftir tengslum þess við hluti eða viðföng sín: Ef táknið og viðfangið hafa sterkt svipmót nefnir hann sambandið „eftirmynd“ (icon); ef táknið og viðfangið tengjast vegna orsaka- eða líkindatengsla nefnir hann sam- bandið „vísbendingu“ (index); og ef táknið og viðfangið tengjast vegna samkomulags eða til- búnings nefnir hann sambandið „tákn“ (sym- bol). Ljósmynd eða stytta af manni er þá eftir- mynd; spor í sandi er vísbending;9 og orð, lík- amshreyfing, litur eða rós geta verið tákn. Í þessu ljósi er tákn eitthvað annað en það er í raun. Rós er t.d. einfaldlega jurt sem hefur ná- kvæmlega engu náttúrulegu hlutverki að gegna í mannheimum, þrátt fyrir að talað sé um eitthvað „undir rós“. bls. 59 58 Um kvikmyndir 22.10.2002 10:13 Page 59

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.