Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Síða 60
faldlega að væntingar okkar liggi til grundvallar
skynjuninni. En þetta sýnir einnig að sé spegli
haldið upp að okkur, í formi viðbragða annarra
eða kvikmyndar, þá sjáum við það sem við sjá-
um, annað ekki; við gætum jafnvel ofmetið eða
vanmetið það sem fyrir ber. Við sjáum e.t.v.
það sem okkur er sýnt beint, en við sjáum okk-
ur ekki sjálf sjá þetta. Í þessu samhengi eiga
kvikmynd og veruleiki auðvelt með að renna
saman. Veruleikinn virðist því vera fyrirfram
ákvarðaður eins og kvikmynd; mannlífið sjálft
endurspeglar kvikmyndina. En þá erum við
komin í lokaðan hring. Ef mannlífið fer að end-
urspegla kvikmyndina, þá er eftirmyndin (icon),
eða ímyndin, farin að móta fyrirmyndina sjálfa:
Eftirmyndin er orðin fyrirmyndinni raunveru-
legri eða sterkari. Þetta sérkenni er svo sem
ekki bundið við kvikmyndir, heldur á þetta við
um svo margt annað sem hrint er af stað í
speglasal mannlífsins. Rétt er því að hafa í
huga þau atriði sem mynda uppistöðuna í þess-
um áhrifamikla miðli eins og höfundinn, sjónar-
hornið, miðilinn og boðskapinn, en þau sýna
með skýrum hætti að kvikmyndin er búin til og
framleidd undir vissum menningarlegum og
sögulegum skilyrðum.
Sveinn Einarsson leikhúsfræðingur hefur rit-
að heilmikið um sögu íslenskrar leiklistar. Við
skulum skoða eitt atriði sem hann nefnir og
heimfæra það upp á kvikmyndina. Leiklistin á
að vísu margt sameiginlegt með kvikmyndalist-
inni, en munurinn er einnig firnamikill. Sveinn
leiðir hugann að því sem hann segir leiklistar-
fræðinga hafa sinnt æ meir, það er hinum fé-
lagsfræðilega þætti leiklistarstarfs, viðbrögðum
áhorfenda og öðrum viðtökum.12 Hér má út-
leggja viðbrögð áhorfenda á grundvelli þeirra
væntinga er ná að festast í sessi undir vissum
félagslegum, menningarlegum og sögulegum
skilyrðum. En Sveinn, eins og svo margir aðrir,
dregur í efa beint samband fræða og kenninga
við listina, og spyr: „En ljær listin fræðinni
nokkurn tímann fangastað á sér?“13 Þannig
hafa fræðimenn oft reynt að útskýra listina inn-
an tiltekins fræðakerfis. Dæmi um þetta eru
ummæli sálkönnuðarins Sigmunds Freuds þeg-
ar hann talar um afstöðuleysi skáldanna: „Þau
eru langt á undan venjulegu fólki í þekkingu á
sálarlífinu, því að þau ausa úr lindum, sem vér
höfum ekki enn opnað vísindunum. Aðeins ef
þessi hlutdeild skáldanna væri ótvíræðari!“14
Víst er að fræðin einblína oft mjög afmarkað á
listina. En Sveinn bendir á að samspil svo ótal
margra þátta í sviðsleik geri hann að list; „tón-
list og hrynjandi, samspil hreyfingar og fasts
forms ramma leiksviðsbyggingarinnar, eða
verks leikmyndahönnuðarins, litir, ljós, skugg-
ar, táknleg skilaboð . . .“15 Sömu sögu má segja
um kvikmyndalistina, hún er háð samspili ótal
þátta tíðarandans. Hér má einnig minna á þann
mun sem er á bók og kvikmynd,16 þrátt fyrir þá
áráttu margra að bera sífellt saman bók og kvik-
mynd. Bók byggist á orðum og setningum, en
kvikmynd byggist á myndrænni framsetningu
tákna, líkt og leikhúsið. Auk þess er tónlist sem
merkingarauki, oftast stór þáttur í kvikmynd.
Táknfræðingurinn Roland Barthes skrifaði
heila bók um Ábyrgð listforma.17 Þar fjallar hann
m.a. um kvikmyndaformið, sem er fólgið í boð-
skap og er komið áleiðis með þáttum sem
hann nefnir sendingu, rásir og móttöku.
Barthes segir að sending og móttaka boðanna
snerti svið félagsfræðinnar sérstaklega. Send-
ingin felur í sér framleiðendur, kvikmyndagerð-
armenn og leikendur, og móttakan felur í sér
hinn almenna áhorfanda. Barthes mælist til
þess að við athugum mismunandi samfélags-
hópa í þessu tilliti með það í huga að skilgreina
áhugasvið og viðhorf þeirra og hvernig lífsstíll
þeirra tengist samfélaginu í heild.18 Þetta væri
þá liður í því að átta sig betur á þeim gagn-
kvæmu væntingum sem til staðar eru í sam-
skiptum mismunandi samfélagshópa. Vísinda-
heimspekingurinn Thomas S. Kuhn orðar þetta
ágætlega í bók sinni Gerð vísindabyltinga,19 en
þar segir hann að „vísindaþekking, líkt og
tungumál, sé ófrávíkjanlega sameign tiltekins
hóps manna; til þess að skilja þessa vísinda-
þekkingu (eða tungumál) verðum við að þekkja
til helstu einkenna hópsins sem skapar og not-
ar hana.“20 Hæglega má heimfæra þessa af-
stöðu yfir á kvikmyndaheiminn og áhorfendur.
Við verðum að þekkja til einkenna og væntinga
þeirra sem skapa og nota miðilinn ef við eigum
að öðlast einhverja vitneskju um þýðingu kvik-
mynda.
Barthes segir að allar endurskapaðar líkingar
veruleikans, eins og kvikmyndir og leikhús, hafi
tvískipt boð: annars vegar grunnmerkingu, sem
er líkingin sjálf, og hins vegar aukamerkingu,
sem er sú hugmynd sem samfélagið hefur um
líkinguna. Grunnmerking er þá fólgin í því sem
er kvikmyndað/ljósmyndað, en aukamerking er
fólgin í því hvernig það er kvikmyndað/ljós-
myndað.21 Aukamerkingin er samkvæmt þess-
um hugleiðingum fólgin í sjónarhorninu, en
sjónarhornið er einmitt sá þáttur sem aðgreinir
oft kvikmyndir og fellir þær undir sérstök teg-
undarheiti.
Tegundamörk og kvikmyndir
Helstu einkenni kvikmynda eru gjarna tegundar-
heitin (genre) sem þær hljóta, hvort heldur það
er af hálfu áhorfenda, framleiðenda eða gagn-
rýnenda. Áhorfendur eru oftast fljótir að stað-
setja kvikmynd. Hún gæti t.d. verið „grínmynd“,
„hasarmynd“, „hryllingsmynd“, „leynilögreglu-
mynd“, „söngvamynd“, „spennumynd“, „tryll-
ir“, „ævintýramynd“, „vegamynd“, „vestri“
eða eitthvað allt annað. Án vísbendinga um teg-
und kvikmyndar væri hún sennilega líkust
„landslagi án örnefna“ í huga áhorfenda (en höf-
um hugfast að til eru nýlegar kvikmyndir sem
gangast upp í því að líkjast „landslagi án
örnefna“, og einnig að til er fólk sem kærir sig
kollótt um „örnefni í landslagi“ kvikmynda).
Þegar kvikmynd er framleidd er það æði oft und-
ir formerkjum tegundar, en tegundarflokkun fel-
ur alltaf í sér vissar væntingar og visst sjónar-
58 Um kvikmyndir 22.10.2002 10:13 Page 60