Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Side 34

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Side 34
34 Samúð er í þriðja lagi rík þörf fórnarlamba kynferðisofbeldis. Reynsla mjög marga þolenda sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims er útskúfun og missir stuðnings fjölskyldu sinnar. Byrði þessara þolenda er því margföld og þá byrði verður kirkjan að geta axlað með þeim og hjálpað til að bera áleiðis á veginum til bata. Þessi atriði, að kirkjan sé öruggur staður sem bjóði þolendum kynferðisofbeldis samfylgd, samúð og samstöðu eru öll grundvallaratriði í lífi og boðskap Jesú Krists og heyra þar með undir siðferðilegt erindi kirkjunnar í heiminum. Íslenska þjóðkirkjan eins og margar aðrar kirkjur er stödd í lærdómsferli og því ferli lýkur aldrei. Það er ekki hægt að afgreiða vandamálið kynferðisofbeldi í eitt skipti fyrir öll. Breyskleiki mannkyns sér til þess. Kirkjan þarf að hafa metnað og vilja til að viðhalda þekkingu sinni og það virðist mér vera sá andi sem ríkir innan hennar um þessar mundir. Ég vil að lokum líta til framtíðar og til mögulegs forvarnarstarfs þar sem ég tel kirkjuna eiga einstaka möguleika til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Einn helsti styrkur íslensku þjóðkirkjunnar felst að mínu mati í öflugu barna- og æskulýðsstarfi. Það starf ber jafnframt að nýta sem öflugt forvarnarstarf gegn kynferðislegu ofbeldi. Til þess að svo geti orðið þarf í fyrsta lagi siðferðilega ábyrgt starfsfólk sem þekkir og virðir mörk. Í öðru lagi þarf þekkingu á heilbrigðum viðmiðum kynlífs og heilbrigðum viðhorfum til líkamans. Enginn vafi leikur á að okkar vestræna og kristna menning hefur stuðlað að ruglingi á því hvað við álítum kynlíf annars vegar og hvað kynferðislegt ofbeldi hins vegar. Kynferðislegt ofbeldi er ekki kynlíf sem farið hefur úr böndunum. Það er ekki nægjanleg greining. Til þess að skilja kynferðislegt ofbeldi þarf að koma inn með breyturnar vald og yfirráð. Kynlífs- og klámmenning sú sem við öll erum hluti af – á einn eða annan veg – þrífst vegna þess að litið er á líkamann sem hlut sem hægt er að ráðskast með að geðþótta þeirra sem hafa drottnunarvald. Sögulega hefur vestræn menning litið niður á hið líkamlega og efnislega og flokkað sem óæðra hinu andlega. Sögulega hefur drottnunarvald og yfirráð karla í vestrænni menningu gert þeim kleift að ráðskast með líkama kvenna og barna: Börn og eiginkonur voru eign þeirra sem höfðu húsbóndavaldið á sínu heimili. Það er ekki tilviljun að langsamlega stærstur hluti kynferðisofbeldis enn í dag er framinn af körlum. Það er ekki heldur tilviljun að þolendur eru fyrst og fremst konur og börn, drengir jafnt sem stúlkur. Skýringin á þessu liggur í dýrkun drottnunarvaldsins, dýrkun sem heldur áfram enn í dag og er miðlað í gegnum afþreyingarmenninguna sem börnin okkar taka til sín daglega. Boðskapur þessarar menningar er að þeir sem fara með drottnunarvald, hafi rétt til að ráðskast með: Auðmýkja og niðurlægja líkama þeirra sem ekki hafa vald. Allt líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi birtir okkur þessa sýn. Hér er verk að vinna til framtíðar. Og hér eru mikil tækifæri fyrir kirkjuna til að umbreyta ofbeldismenningu í friðar- og jafningjamenningu. Í lýðræðissamfélögum samtímans leitast vissulega margir við að berjast gegn staðalmyndum sem ýta undir hugmyndir um að valdaójafnvægi sé kynferðislega aðlaðandi. Í þann hóp þarf kirkjan að slást. Staðalmyndirnar kenna meðal annars að konur laðist að valdi karla. Það alvarlega í þessum hugmyndum er auðmýking og niðurlæging þeirra sem fara með minna vald sem oftar en ekki er af kynferðislegum toga. Alvarlegasta birtingarmynd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.