Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Side 9

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Side 9
9 Ávarp innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur Heiðruðu fulltrúar á kirkjuþingi – Biskup Íslands og aðrir góðir gestir. Það er mér venju samkvæmt, nú tala ég um venju þó að þetta sé nú einungis í annað sinn sem ég er hér með ykkur, en það er mér engu að síður mikill heiður og mikil ánægja að fá tækifæri til þess að ávarpa ykkur hér á þessum fallega vetrarmorgni. Ég nefndi það stuttlega þegar ég talaði við ykkur fyrir ári síðan að ég hefði frá því að ég þá tók við sem innanríkisráðherra, átt góð og afar uppbyggileg samskipti við fulltrúa þjóðkirkjunnar, og ég vonaðist þá til þess að framhald yrði á þeim góðu samskiptum. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi orðið raunin, samskiptin hafa verið góð, samskiptin hafa verið mikil og samtalið með ágætum. Og ég vil sérstaklega nota þetta tækifæri til að þakka fyrir það. Sérstaklega vil ég þakka biskupi gott samstarf, lausnamiðuð samskipti og mikil heilindi. Þjóðkirkjan er lánsöm að eiga slíkan leiðtoga. Ég trúði því fyrir ári síðan og ég trúi því enn, að með farsælu samstarfi sem flestra, þar með talið ríkis og kirkju og hverra þeirra er koma að mótun okkar góða samfélags, gætum við öll sem eitt unnið að mikilvægustu verkefnum í okkar góða samfélagi. Byggt upp aukið traust, byggt upp meiri velvilja og aukna von hjá þjóðinni. Í því gegnum við öll sem erum hér, og öll þau sem eru þarna úti, mikilvægu og stóru hlutverki. Og ég veit og vona að við áttum okkur öll á því hlutverki. Og ég ítreka líkt og ég hef áður gert á þessum vettvangi hvatningu mína til okkar allra að halda því mikilvæga verki áfram. Ég hjó eftir því í ræðu hér áðan, þar sem forseti kirkjuþings fór yfir ákveðin viðfangsefni þjóðar, kirkju og stjórnvalda og allra sem að opinberri umræðu koma, að oft spyrjum við okkur að því einlæglega, og kannski stundum oft á dag hvernig best sé að halda á málum þjóðinni til heilla til þess að okkur takist að halda áfram, stíga næstu skref og vera samferða í þeirri mikilvægu leið sem framundan er. Mér fannst ræða forsetans endurspegla það vel, að við þurfum kannski að gera eins og Gandhi og hugsa eins og Gandhi; að vera breytingin sem við boðum, og fara í gegnum þá tíma sem að nú eru líkt og tímana sem áður voru, meðvituð um það og í trausti þess að við séum að gera vel fyrir íslenska þjóð og í trausti þess að okkar störf gagnist. Ég kem að því í lok ræðu minnar hvernig ég sé þá hluti fyrir mér. En góðir gestir, mig langar að byrja á því að víkja beint að málefnum þjóðkirkjunnar og þeim samskiptum sem við höfum átt vegna margra verkefna sem við eigum sameiginleg. Ég geri mér að sjálfsögðu fulla grein fyrir mikilvægi kirkjuþings sem fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Vægi kirkjuþings hefur, eins og þið þekkið betur en ég, verið að aukast á undanförnum árum og kirkjuþingi verið faldar ýmsar heimildir til að setja starfsreglur um flest málefni kirkjunnar. Fram að þessum lagabreytingum var það Alþingi sem með setningu laga hafði bein áhrif á innri mál kirkjunnar og ráðuneytið síðan með setningu reglugerða. Þetta hefur breyst, sú breyting hefur verið til góðs, og að mínu mati
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.