Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Side 7

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Side 7
7 Predikunarstóllinn var öflugt samskiptatæki í margar aldir. Í raun mikilvægur fjölmiðill í sóknarkirkjunni. Hér er því ekki haldið fram að predikunarstóllinn sé ónýtur en kurteisislega á það bent að það er meiri samkeppni um athygli fólksins en áður var og boðleiðirnar sem bjóðast fleiri en nokkru sinni fyrr. Skipulag kirkjunnar er í stórum dráttum eins á öllu landinu. Sóknin er grunneining þar sem á því er þörf landfræðilega og eins í þéttbýlinu þar sem ekki eru í sjálfum sér eins mikil landfræðileg rök fyrir því skipulagi. Fólk sem býr þar horfir á það sem það vill horfa á þegar það vill. Verslar í búðum sem eru opnar 24 tíma á sólarhring. Lætur senda sér það sem það vill borða þegar það er svangt. Sendir og sækir börnin sín á allskonar æfingar á öllum tímum dags virka daga sem um helgar. Vinnur langan vinnudag og á sjaldan alveg frí þar sem tölvupósturinn er í símanum sem lætur það ekki í friði. Líf fólks hefur breyst mikið, bæði hegðunarmynstur og neysla, ekki síst neysla eða móttaka upplýsinga, fróðleiks, fræðslu og afþreyingar. Þurfum við ekki að velta því fyrir okkur hvort kirkjan hafi nægja þekkingu á þeim tækifærum sem þessar breytingar opna á? Hér er aðeins verið að hvetja til þess að við skoðum með opnum huga hvernig við getum þjónað fólki sem býr við mismunandi aðstæður sem best. Hvetja til þess að við hlustum, skoðum og reynum að skilja betur fólk, þarfir þess og umhverfi. Það er nefnilega svo fátt sem er sjálfgefið í dag og beinlínis hættulegt að taka einhverju sem gefnum hlut. Það er samkeppni um tíma fólks og það er mikil samkeppni um athygli. Kirkjan er í þeim skilningi í samkeppni um tíma og pláss í lífi fólks. Á undanförnum kirkjuþingum hafa verið lögð fram mál sem á einn eða annan hátt snúast um skoðun á áherslum kirkjunnar, athugun á stefnu og skilgreiningu á þjónustu. Eða með öðrum orðum, hvar erum við og hvert eigum við að fara? Öll slík mál hafa verið lögð fram af góðum hug af fólki sem vill kirkjunni vel og hefur á því áhuga á starfsemi hennar sé árangursrík. Stundum hefur mér þótt að margar af þessum tillögum snúist um of lítinn hluta af starfsemi þjóðkirkjunnar og að ekki sé líklegt að nægur árangur verði af því sem þar er lagt til. Ekki af því að það skorti áhuga eða góðan vilja heldur af því að það skorti grundvallar hugmyndafræði til að byggja stefnumótunina á. Á þessu þingi eru til umræðu mál sem varða stefnu þjóðkirkjunnar. Mikilvægt er þau verði skoðuð í samhengi og niðurstaða þeirra verði grundvölluð á skýrri sýn á það hvernig kirkjan rækir hlutverk sitt sem best. Það er mikilvægt að allt það sem varðar hverskonar stefnumótun sé vel samræmt. Umræða um stefnumál þjóðkirkjunnar verður ekki verri þó staldrað sé við og það skoðað hvort þær aðferðir sem hafa komið okkur hingað muni duga til að koma okkur þangað. Mjög mörg fyrirtæki gera á því kannanir hvernig viðskiptavinum þeirra líkar þjónustan. Er ekki nauðsynlegt fyrir þjóðkirkjuna að vita hvernig fólki finnst hún uppfylla þær
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.