Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Side 36
36 37
þjóðkirkjunnar, safnaða hennar og annarra trú- og lífsskoðunarfélaga. Kirkjuráð taldi að
um tvö mál væri að ræða, annars vegar lögin um sóknargjöld o.fl. frá 1987, og hins vegar
tvíhliða samningur ríkis og kirkju um kirkjujarðir frá 10. janúar 1997 því yrði um tvær
nefndir að ræða.
Kirkjuráð samþykkti, að markmið kirkjunnar í starfi nefndarinnar um endurskoðun
sóknargjalda, væri að tryggja að ríkisvaldið geti ekki einhliða breytt þeirri upphæð sem
innheimt er, heldur verði gerður samningur um innheimtu sóknargjaldanna. Kirkjuráð
samþykkti að skipa þau Ingu Rún Ólafsdóttur, fulltrúa á kirkjuþingi og séra Gísla Jónasson,
prófast í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, sem fulltrúa kirkjuráðs í nefnd innanríkisráðherra
um sóknargjöld. Nefndin hefur skilað skýrslu til innanríkisráðherra (fskj. H). http://www.
innan rikis raduneyti.is/media/frettir-2012/skyrsla-kirkjunefndar-til-radherra.pdf
Fyrirspurn kom frá Birgittu Jónsdóttur, alþingismanni til fjármála- og efnahagsráðherra um
sóknargjöld. Kirkjuráð taldi að svar ráðherrans við fyrirspurninni væri ekki fullnægjandi
og sendi ráðherranum athugasemdir sínar vegna fyrirspurnarinnar. Bréf kirkjuráðs til
fjármála- og efnahagsráðherra fylgir skýrslu þessari (fskj. I).
Viðræðunefnd um kirkjujarðasamkomulagið
Kirkjuráð samþykkti að tilnefna þau séra Gísla Gunnarsson, Ingu Rún Ólafsdóttur og
Val gerði Sverris dóttur í viðræðunefnd kirkjunnar við ríkisvaldið um kirkju jarða sam-
komulagið og mun fjármálastjóri Biskupsstofu starfa með nefndinni. Nefndin hefur þegar
hafið störf.
Samningur þjóðkirkjunnar og Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands
Biskup hefur gert samstarfssamning við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla
Íslands sem hefur verið kynntur kirkjuráði. Samningurinn er fylgiskjal með skýrslu þessari
(fskj. J).
Fjölgun í þjóðkirkjunni - Félagsmannatal þjóðkirkjunnar
Kirkjuráð hefur rætt um viðbrögð við úrsögnum úr þjóðkirkjunni og leggur fram á þessu
þingi tillögu til þingsályktunar um að stofnaður verði starfshópur sem hafi það verkefni að
koma með tillögur til aðgerða til fjölgunar á sóknarbörnum. Kirkjuráð hefur m.a.unnið að
því að félagsmannatal þjóðkirkjunnar verði þróað áfram en félagsmannatalið er orðið að
veruleika í grunnmynd sem listi yfir kennitölur sem fylgja breytingum á þjóðskrá. Hægt
er að skrá ítarupplýsingar um félagsmenn s.s. netföng og símanúmer. Þær upplýsingar
geta allir félagsmenn sjálfir gefið um sig sjálfa í gegnum þjónustuvefinn. Sama á við um
starfsfólk kirkjunnar, sem einnig getur skráð þær fyrir sína samstarfsmenn innan sókna
og prestakalla. Unnið er að frekari útfærslum á þjónustum tengdum félagsmannatalinu,
m.a. í samstarfi við Þjóðskrá.
Reglur um störf nefnda og yfirlýsing um trúnað
Kirkjuráð hefur samþykkt reglur um störf nefnda, starfshópa og ráða og fylgja þær
með skýrslu þessari. Einnig hefur verið unnið eyðublað vegna yfirlýsingar um trúnað
nefndarmanna og starfsmanna þjóðkirkjunnar (sjá fskj. K).