Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Blaðsíða 55
55
4
Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
Í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi eru níu setin prestssetur og þar af eru sex jarðir;
Möðruvellir,Syðra-Laugarland, Laufás, Skútustaðir, Grenjaðarstaður og Skinnastaður. Útihús eru
víðast léleg, en nýtt fjárhús í Laufási. Búskapur mismikill. Fasteignaverðmæti jarðanna þ.e.
fasteigna, ræktunar og jarðar er kr. 157,0 millj. og hlunnindi kr. 9,7 millj. en greiðslumark sauðfjár
kr. 1,3 millj.
Austurlandsprófastsdæmi
Í Austurlandsprófastsdæmi eru níu setin prestssetur og þar af eru fjórar jarðir; Hof, Skeggjastaðir,
Valþjófsstaður og Heydalir. Þann 1. nóvember 2014 lætur prestur af embætti sá er situr Valþjófsstað,
en við það hættir jörðin að vera prestssetur. Þá er með jörðin Kolfreyjustaður, prestur býr á Búðum
og hefur umsjón með dúntekju. Svipuð staða er á Hofi í Vopnafirði, en prestur býr í þorpinu vegna
sérstakra aðstæðna, en hefur umráð jarðarinnar. Útihús eru víðast þokkaleg. Búskapur mismikill.
Fasteignaverðmæti jarðanna þ.e. fasteigna, ræktunar og jarðar er kr. 68,2 millj. og hlunnindi kr.
101,1 millj. en greiðslumark sauðfjár kr. 1,7 millj.
Öll prófastsdæmi
Í allt eru 57 prestssetur setin prestum á landinu þar af eru setnar 26 jarðir af prestum, en prestsetrum
fækkar um eitt nú 1. nóvember þ.e. a.s. á Valþjófsstað og prestssetur á Eyrarbakka er ekki lengur í
notkun frá 1. september.
Samkvæmt starfsreglum nr. 1115/2011 um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007 er heimilt að
fækka prestssetrum um 13 frá því sem nú er.
Í heild er verðmæti fasteigna á prestsetursjörðum skv. fasteignamati 2014 þ.e. fasteigna, ræktunar og
jarðar er kr. 584,0 millj. og hlunnindi kr. 187,6 millj. , greiðslumark sauðfjár kr. 8,7 millj. á árinu
2014 og arðgreiðslur vegna hreindýra eru kr. 753 þús. á árinu 2013. Alls eru fasteignir og hlunnindi
jarða sem setnar eru af prestum metin á 781 millj.kr.
Sjá nánar í fylgiskjali „prestssetur-jarðir-2014-matsverð“ þar er sundurliðað eftir prófastsdæmum og á
einstakar eignir. Sjá einnig töflur I til III.