Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Page 23
23
og efnahagsráðherra. Fundurinn var haldinn til að kynna og ræða við fjármála- og
efnahagsráðherra um helstu meginatriði samkomulags ríkis og kirkju um kirkjujarðir og
launagreiðslur presta frá 1997 og þær skerðingar á umsömdu endurgjaldi sem kirkjan
hefur samþykkt að taka á sig árlega frá og með árinu 2010. Einnig til að kynna og ræða
helstu meginatriði um sóknargjöld og eðli þeirra svo og þær skerðingar sem orðið hafa á
þeim árlega frá árinu 2009. Minnisblað frá fundinum fylgir skýrslu þessari (fskj. B).
Verkefni kirkjuráðs á starfsárinu
Reglulegt kirkjuþing, 50. kirkjuþing 2013, hófst í Grensásskirkju þann 10. nóvember 2013
og stóð til 15. nóvember 2013 en var þá frestað og framhaldið í Seljakirkju 1. og 2. mars
2014. Á þinginu voru lögð fram 34 mál, kirkjuráð lagði fram níu mál, biskup Íslands
flutti fimm mál og innanríkisráðherra eitt mál. Þingmannamál voru 19 þar af eitt flutt af
fulltrúa kirkjuþings unga fólksins. Alls voru 28 mál afgreidd á þinginu. Gerðir kirkjuþings
eru gefnar út og þeim dreift til þingfulltrúa, presta, formanna sóknarnefnda o. fl. Þar
eru breytingar á starfsreglum, nýjar starfsreglur, ályktanir og samþykktir kirkjuþings.
Kirkjuráð hefur unnið að framkvæmd og kynningu þeirra mála sem kirkjuþing fól ráðinu
að sinna. Jafnframt hafa samþykktar starfsreglur verið birtar í Stjórnartíðindum. Skal nú
gerð grein fyrir störfum kirkjuráðs við framkvæmd samþykkta kirkjuþings.
Ályktanir og samþykktir 50. kirkjuþings 2013 og viðbrögð kirkjuráðs við þeim
1. mál. Skýrsla kirkjuráðs.
Kirkjuþing 2013 mælist til þess að skipuð verði sérstök stjórn yfir Skálholti sem starfar í
umboði kirkjuráðs og horft sé til þess að ábyrgð og ákvarðanataka færist í auknum mæli heim
í hérað. Kirkjuþing hvetur til þess að fundnar verði nýjar leiðir varðandi rekstur staðarins.
Vísað er til umfjöllunar um málefni Skálholts síðar í skýrslunni.
Kirkjuþing 2013 telur mikilvægt að í samninganefnd kirkjunnar um kirkjujarðasamkomulagið
veljist einstaklingar með reynslu af samningagerð og þekkingu á kirkjujarðasamkomulaginu.
(Sjá síðar í skýrslunni).
Kirkjuþing 2013 er sammála kirkjuþingi unga fólksins um að mikilvægt sé að aftur verði
komið á eðlilegu sambandi kirkju og skóla og að mótuð verði framkvæmdaráætlun um það
hvernig því verði komið á.
Kirkjuráð samþykkti að óska eftir því að biskup Íslands semji og kynni drög að
framkvæmdaáætlun samkvæmt framanskráðri ályktun kirkjuþings og kynni kirkjuráði á
nýju ári. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt tillögur um með hvaða
hætti skuli staðið að samskiptum skóla og trúfélaga á öllum skólastigum. Tillögurnar
fylgja skýrslu þessari (fskj. C).
Kirkjuþing 2013 tekur undir sjónarmið kirkjuþings unga fólksins um að mörkuð verði stefna
gegn einelti gagnvart bæði börnum og fullorðnum.
Kirkjuráð vísaði málinu til biskups og er málið í vinnslu. Kirkjuþing 2013 bendir á
mikilvægi þess að prestsembætti sem losna, ekki síst í fjölmennum prestaköllum, séu
auglýst. Kirkjuráð vísaði málinu til biskups.