Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Page 58
58 59
7
stofnast þegar þeir fá veitingu fyrir embættinu sem jörðin fylgir. Jörðin er því hluti af kjörum prestsins
sem embættismanns og fer því um stjórnsýslu jarðarinnar eftir þeim lögum og reglum sem um
starfskjör embættismanna gilda.
Á móti leigu greiðir Kirkjumálasjóður opinber gjöld af jörðunum, iðgjöld lögboðinna trygginga, og
kostnað vegna viðhalds og nýbyggingar íbúðarhúss og bílskúrs ef hann er til staðar. Þá er sjóðurinn
skyldugur til að kaupa þær eignir fráfarandi við úttekt sem skylt er að lögum. Prestur ber ábyrgð á
hagsmunagæslu jarðarinnar skv. haldsbréfi, en nýtur aðstoðar við það hjá Kirkjumálasjóði. Í því felst
m.a, að sjá um lögboðin fjallskil, viðhald og varðveislu þeirra verðmæta sem hann hefur tekið við svo
sem tún og girðingar og bera kostnað af því. Gerðar eru kröfur um að prestsetrið og umhverfi þess sé
til fyrirmyndar varðandi umgengni og umhirðu og ber prestur daglegan kostnað af þeim rekstri.
Þetta fyrirkomulag um prestssetursjarðirnar er að stofni til aldagamalt og á rót að rekja til þeirra tíma
að prestssetrin voru „Staðir“. Staðirnir voru lén sem prestur fékk veitingu fyrir og stóð undir
lífsafkomu hans og kirkjulegri þjónustu. Presturinn fékk allar tekjur staðarins en bar jafnframt alla
ábyrgð á honum einnig.
Eins og að framan greinir þá hefur kirkjan leitast við að laga þetta fyrirkomulag að aðstæðum
nútímans. En gæta verður að því að skipulagið þjóni alltaf hagsmunum kirkjunnar, safnaðarins og
prestsins svo og fjölskyldu hans.
Í þessari skýrslu hefur verið safnað saman staðreyndum um prestssetursjarðirnar og stöðu þeirra, sem
er góður grundvöllur til að byggja á umræður um framtíðarskipan. Þar koma m.a. til álita spurningar
um hvort prestssetur eigi almennt að vera á jörðum og samræmist köllun og hlutverki prestsins í
samfélaginu? Sömuleiðis verður að huga að hlutverki prestsins og kirkjunnar gagnvart sögu og
menningu og hvernig jarðirnar tengjast þeirri ásýn.
Ef svo verður um framtíð að kirkjan skipi prestsþjónustu sinni m.a. á prestssetrum á jörðum, þá er
mikilvægt að mótuð verði stefna um staðsetningu þeirra staða og þess gætt að áfram sé hlúð að
umhverfi og byggingum og presturinn og kirkjan njóti arðs eins og sanngjarnt er.
Fylgigögn
Prestssetur-jarðir-2014-matsverð excel-skjal
Tafla I, Tafla II og Tafla III
Listi 1 og Listi 2
Álitsgerð prestssetranefndar 1965
Fasteignastefna þjóðkirkjunnar frá 2011