Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Qupperneq 32
32 33
Fulltrúar ráðuneytisins voru Pétur Fenger, Oddur Einarsson og Sveinn Bragason, starfs-
menn skrifstofu fjármála og rekstrar innanríkisráðuneytisins. Til umræðu var fjárlaga-
frumvarp 2015 sem lagt var fram á Alþingi 9. september 2014. Minnisblað til kirkjuráðs í
tilefni fundar í innanríkisráðuneytinu fylgir skýrslu þessari (fskj. G).
Fasteignasvið
Um fasteignanefnd
Samkvæmt 5. gr. starfsreglna um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar nr.
950/2009, skipar kirkjuráð þriggja manna fasteignanefnd þjóðkirkjunnar til fjögurra
ára og þrjá varamenn til sama tíma. Í nefndinni eru kirkjuþingsfulltrúarnir Bjarni Kr.
Grímsson, formaður, Margrét Jónsdóttir og sr. Svavar Stefánsson. Kirkjuráð hefur sett
nefndinni erindisbréf en verkefni hennar eru tiltekin nokkuð nákvæmlega í starfsreglum.
Kjörtímabili nefndarinnar lýkur 2014 að afloknu kirkjuþingi.
Um störf fasteignasviðs
Fasteignasvið Biskupsstofu hefur með höndum umsýslu og rekstur fasteigna
kirkjumálasjóðs og fylgir eftir ákvörðunum fasteignanefndar.
Fasteignir kirkjumálasjóðs eru um 79 talsins. Skálholt er hér talin ein fasteign þótt á
jörðinni standi mörg hús, s.s. dómkirkjan, vígslubiskupshús, prestsbústaður, bændabýli,
sumarhús o.fl. Hið sama á við um fleiri jarðir í eigu kirkjumálasjóðs þar sem mörg hús
kunna að standa. Af þessum eignum eru 52 prestssetur og þrjú biskupssetur.
Fasteignasvið sinnir almennum daglegum rekstri og umsýslu fasteigna undir stjórn
fasteignanefndar og sviðsstjóra. Framkvæmdastjóri kirkjuráðs hefur í launalausu leyfi
sínu frá því starfi gegnt starfi sviðsstjóra fasteignasviðs á árinu 2014 og mun væntanlega
taka að nýju til starfa 1. janúar 2015.
Hlutverk kirkjuráðs hvað varðar fasteignir er einkum, nýbyggingar fasteigna, kaup og sala
fasteigna, staðfesting langtímasamninga o.fl.
Þær fasteignir sem seldar hafa verið samkvæmt söluheimild kirkjuþings frá 2013 eru:
Suðurprófastsdæmi
Jörðin Holt undir Eyjafjöllum, Rangárþingi eystra
Háaleiti, (fyrrum prestsbústaður) Þorlákshöfn, Ölfus
Kjalarnesprófastsdæmi
Ránargata 1, Grindavík (seld sitjandi sóknarpresti Grindavíkurprestakalls)
Keilisbraut 775 (Kapella ljóssins), Reykjanesbæ (seld kaþólska söfnuðinum á Íslandi)
Vestfjarðaprófastsdæmi
Bakkatún 1, Bíldudal (seld á frjálsum markaði)
Austurlandsprófastsdæmi
Blómsturvellir 35, Neskaupsstað (seld sitjandi sóknarpresti Norðfjarðarprestakalls)
Upplýsingatæknisvið
Hagnýting upplýsingatækni verður stöðugt umfangsmeiri í starfi kirkjunnar og hagnýting