Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Blaðsíða 31

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Blaðsíða 31
31 embættanna og laun starfsmanna Biskupsstofu greiðist af fjárlagalið 06-701 Þjóðkirkjan. Annar rekstrarkostnaður er hjá 06-705 kirkjumálasjóði auk launa starfsmanna sjóðsins. 15% af tekjum Jöfnunarsjóðs sókna er eins og undanfarin ár ráðstafað til kirkjumálasjóðs á sama hátt og Kristnisjóði, en síðarnefndi sjóðurinn hefur runnið til kirkjumálasjóðs frá og með árinu 2006. Þess er gætt að fjármunum sé ráðstafað í samræmi við lögbundinn tilgang hvors sjóðs um sig, með aðgreiningu í bókhaldi á viðfangsefnum sjóðanna. Áfram verði Jöfnunarsjóður sókna, Skálholt, Strandarkirkja og Tónskóli þjóðkirkjunnar aðgreindar stofnanir ásamt ýmsum vörslusjóðum sem biskup Íslands varðveitir. Þessar breytingar tóku gildi um síðustu áramót. Fjárhagsáætlanir og bókhald er fært til samræmis við framangreindar breytingar. Breytingarnar hafa verið kynntar Ríkisendurskoðun. Tekjuskerðing þjóðkirkjunnar Þjóðkirkjan hefur tekið á sig umtalsverða tekjuskerðingu þar sem greiðslur ríkisins til kirkjunnar hafa minnkað ár frá ári. Annars vegar er þar um að ræða lögbundin sóknargjöld, félagsgjöld, sem ríkið innheimtir og hins vegar samningsbundnar greiðslur ríkisins vegna kirkjueigna sem ríkinu voru afhentar með sérstöku samkomulagi frá 1997. Óumdeilt er að sóknir þjóðkirkjunnar hafa orðið fyrir mun meiri skerðingu en stofnanir innanríkisráðuneytisins. Ríkið hefur viðurkennt þetta misræmi og hefur bætt skerðingu sóknargjalda undanfarinna ára að hluta með viðbótarframlagi. Fram hafa farið viðræður þjóðkirkjunnar og ríkisins um fjárhagsleg samskipti. Markmið þeirra viðræðna er m.a. leiðrétting á sóknargjöldunum, að gerður verði skriflegur samningur um innheimtu og skil sóknargjalda og að skerðingar undanfarinna ára á kirkjujarðasamkomulaginu gangi til baka. Kirkjuráð leggur þunga áherslu á að ríkið standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningum ríkis og kirkju. Fram kemur í ársreikningum sjóða og stofnana að góður árangur hefur náðst í rekstri þjóðkirkjunnar undanfarin ár samhliða því að unnið hefur verið að því að verja grunnþjónustu kirkjunnar. Þjóðkirkjan hefur brugðist við niðurskurðarkröfum ríkisins með því að fækka prestum og starfsfólki Biskupsstofu. Auk þess hefur rekstrarkostnaður verið dreginn saman, prófastsdæmi sameinuð og námsleyfi hafa verið skert. Þá hafa eignir verið seldar sem eru óhagkvæmar í rekstri til að tryggja þjónustu kirkjunnar þrátt fyrir rýrnandi tekjustofna. Fjárlagafrumvarp 2015 og fjárhagsáætlun 2015 Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2015 var lagt fram 9. september 2014. Fyrri umræða um fjárhagsáætlanir sjóðanna fyrir árið 2015 fór fram á kirkjuráðsfundi 8.október sl. Áætlanirnar fyrir 2015 verða kynntar á kirkjuþingi 2014 og þær ræddar þar. Gengið er frá endanlegum fjárhagsáætlunum að jafnaði á desemberfundi kirkjuráðs. Fundur af hálfu kirkjuráðs með fulltrúum innanríkisráðuneytis Kirkjuráð óskaði eftir fundi í innanríkisráðuneytinu til að ræða fjárframlög til þjóðkirkjunnar og var hann haldinn 15. september sl. Var ákveðið að embættismenn og kirkjuráðsmaður færu á fundinn og sátu fundinn af hálfu kirkjuráðs þau sr. Gísli Gunnarsson, kirkjuráðsmaður og Sigríður Dögg Geirsdóttir, fjármálastjóri Biskupsstofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.