Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Blaðsíða 13

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Blaðsíða 13
13 maður bara fastar á sig húfuna og hettuna og fer í gegnum storminn vitandi að það skiptir máli. Og ef við vitum að við erum að gera góða hluti og eitthvað sem skiptir máli verður sú ferð auðveldari en ella. En af hverju er ég að nefna þetta hér á kirkjuþingi? Jú, það er vegna þess að kirkjan og forsvarsmenn hennar hafa á síðustu árum eins menn hafa rætt hér á þessum vettvangi fengið sinn skerf af slíkri umræðu. Ég tek undir það sem sagt var hér í upphafi að við verðum að lifa í þannig samfélagi að hvort sem fólk velur sér að vera innan þjóðkirkjunnar eða velur sér að ástunda önnur trúarbrögð – eða engin trúarbrögð þá hafi samfélagið skilning á og beri virðingu fyrir því. Að það sé aldrei skilgreint sem jaðarskilningur á því hvernig þessir hlutir virka. En eðlilegast væri þá að spyrja að því, eins og ég gerði hér í upphafi; hvað er til ráða og hvernig vinnum við með þetta verkefni? Ég tel svarið við því sé að stórum hluta að finna í sálum okkar sjálfra og í sálum okkar allra hvar sem við stöndum í raun og veru hvað varðar viðfangsefni trúarinnar. Það er að finna í umburðarlyndi og það er að finna í kærleika. Ef við horfum til umburðarlyndisins og kærleikans þá verður okkur ekkert að vanbúnaði og við verðum að sýna þá þætti sem eru svo ríkir í þessari þjóð. Það er stundum sagt að til að hið illa geti sigrað verði góðir menn að sitja hjá eða gera ekki neitt. Ég vil þó brýna fyrir okkur öllum sem erum hér í dag að það er ekki í boði að sitja hjá þegar við upplifum órétt, þegar við tölum um að illa sé talað um náungann, þegar talað er um vonleysi yfir þjóðinni eða þegar vegið er að grunnstoðum hennar og þeirra gilda sem þetta samfélag byggir á. Eða þegar byggt er á neikvæðni og jafnvel rógburði. Það er einungis í boði að standa upp, segja skoðun sína og hafa hugrekki til að taka slaginn fyrir það sem meira skiptir. Og aftur er það umhugsunarefni fyrir íslenska þjóð, líkt og það er umhugsunarefni að það þurfi að setjast niður með börnunum til að útskýra að það sé fleira sem sameinar en sundrar, þá er það líka umhugsunarefni fyrir íslenska þjóð þegar við getum ekki horft í augun á komandi kynslóð og sagt: „Stattu upp, taktu þátt, það skiptir máli!“ Ef að við erum farin að veigra okkur við því vegna þess að við teljum að hin opinbera umræða sé orðin svo harðger og erfið fyrir ýmsa sem í henni standa, þá þurfum við líka að velta því fyrir okkur á hvaða stað við erum stödd sem þjóð. Það er nefnilega hlutverk okkar allra, allra sem ákveðum að vera þátttakendur í þessu samfélagi að tala trú, von og líf inn í samfélagið. Sama hvernig viðrar og jafnvel þó við stöndum sjálf í miðjum storminum. Við megum aldrei gefast upp fyrir því sem er gott og við eigum alltaf að geta hafið okkur yfir umræðu dagsins og gripið til okkar sterkustu vopna; kærleika og umburðarlyndis. Þannig vinnum við sigra og það sem meira máli skiptir; þannig gerum við samfélagið okkar betra. En kæru gestir, um leið og við stöndum vörð um góð gildi þá verðum við, og ég ítreka það, ég held að það sé líka eitt af þessum brýnu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir, og í miðjum storminum í umræðu dagsins um ýmis þungbær mál verðum við, og ég ítreka það fyrir kirkjunni og öllum þeim sem að hennar verkefnum koma, að sýna lífsviðhorfum og skoðunum annarra umburðarlyndi. Látum það aldrei gerast í íslensku samfélagi að okkur verði sundrað vegna trúarbragða eða litarháttar eða vegna þess að fólk kemur annars staðar frá en við sjálf. Látum það aldrei gerast. Og í þessu samhengi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.