Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Side 125

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Side 125
125 Reglur um störf nefnda sem kosnar eru eða skipaðar af kirkjuþingi, kirkjuráði, biskupi Íslands eða starfa samkvæmt lögum og starfsreglum I. Verkefni Verkefni nefndar eru yfirleitt skilgreind á grundvelli einhverra eftirfarandi heimilda: Lögum, starfsreglum, ályktunum kirkjuþings, ákvörðun kirkjuráðs eða biskups Íslands. Verkefni eru jafnan skilgreind í skipunarbréfi til nefndarmanna og vitnað til þeirrar heimildar sem nefndarskipanin byggist á. II. Gagnaöflun nefnda Ef nefnd þarf að afla gagna eða upplýsinga frá Biskupsstofu vegna nefndarstarfa skal formaður beina skriflegu erindi þess efnis til biskups Íslands. Öll gögn sem afhent eru nefndum eru eign Biskupsstofu og skal þeim skilað þangað aftur að nefndarstörfum loknum. Nefndir sem þurfa að fá gögn eða upplýsingar á rafrænu formi geta fengið aðgang að þeim á þjónustuvef kirkjunnar. III. Trúnaðarskylda Nefndarmönnum ber að gæta trúnaðar um hvaðeina sem þeir verða áskynja um í störfum sínum. Trúnaðarskylda helst þótt nefndarstarfi sé lokið. Nefndarmenn og starfsmenn nefnda skulu undirrita trúnaðareiða. IV. Verkaskipti nefndarmanna Í skipunarbréfi nefndar er jafnan kveðið á um hver sé formaður nefndar. Ef annað er ekki tekið fram boðar formaður fundi nefndar, ákveður lengd þeirra, stýrir þeim og ákvarðar fundarstað svo og hvort um fjarfund verði að ræða ef við á. Formaður nefndar er í fyrirsvari fyrir nefndina og kemur fram út á við fyrir hennar hönd, nema nefndin ákveði annað. Ef ekki er kveðið á um hver sé formaður nefndar er eðlilegt að nefnd komi sér saman um það hver kalli nefndina saman og leiði nefndarstarfið. Framkvæmdastjóri kirkjuráðs eða biskupsritari, eftir því sem við á, kallar þá nefnd saman til fyrsta fundar og felur nefndinni að taka ákvörðun um formann eða þann sem leiði nefndarstarfið. Nú forfallast aðalmaður í nefnd og kallar þá formaður eða sá sem leiðir starf nefndar varamann til nefndarstarfa. Víkja má þó frá þessu ef um forföll á einum fundi er að ræða. Skal kalla varamenn inn eftir þeirri röð sem þeir voru kosnir til nema skilgreint sé sérstaklega hvaða varamaður leysi tiltekinn aðalmann af. V. Fjármál Nefndir skulu ávallt halda sig innan samþykktra fjárheimilda í fjárhagsáætlun starfsárs. Nefndarlaun eru greidd samkvæmt gjaldskrá þóknananefndar kirkjunnar. Þegar nefnd hefur lokið störfum og skilað af sér sendir formaður Biskupsstofu samþykkt yfirlit yfir fjölda og tímalengd funda og vinnu nefndarmanna utan funda og þá hvort um er að ræða sérhæfða vinnu eða almenna (eins og fram kemur í gjaldskrá þóknananefndar. Að jafnaði skal taka ákvarðanir um vinnu nefndarmanna milli funda fyrirfram og bóka þær í fundargerð. Sama á við um kaup á ráðgjöf og annarri þjónustu. Gætt skal fjárhagslegs aðhalds í nefndarstarfi í hvívetna og ber formanni nefndar sérstaklega að fylgjast með áföllnum og áfallandi kostnaði vegna starfa nefndar og að hann sé innan fjárheimilda. VI. Fundaraðstaða og önnur þjónusta Nefndir geta fengið fundaraðstöðu og veitingar á Biskupsstofu ef óskað er enda sé slíkt pantað með hæfilegum fyrirvara. Gjaldkeri á Biskupsstofu annast flugpantanir og pantanir bílaleigubíla fyrir nefndarmenn ef við á. Unnt er að halda fjarfundi (símafundi) á Biskupsstofu og er hvatt til þess að slíkt sé gert ef unnt er, ef það lækkar ferðakostnað og sparar tíma nefndarmanna. Formaður, eða sá sem leiðir nefndarstarf, ábyrgist að haldin sé skrá yfir fundi, fundartíma og vinnu nefndarmanna milli funda. Enn fremur að ritaðar séu fundargerðir eða minnispunktar um nefndarfundi. Njóti nefnd ekki þjónustu sérstaklega tilkvadds ritara utan nefndarinnar skal nefndin ákveða hver úr hennar hópi sé nefndarritari. 1. mál Fskj. K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.