Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Page 30
30 31
Þingsályktun um barna- og æskulýðsmál
Kirkjuþing unga fólksins harmar niðurskurð í barna- og æskulýðsmálum. Kirkjuþing
unga fólksins vill undirstrika mikilvægi þess að kirkjan og stjórnvöld standi vörð um
barna- og æskulýðsmál og stuðli að uppbyggingu á þeim vettvangi frekar en niðurskurði.
Einnig minnum við á ábyrgð þessara aðila gagnvart börnum og unglingum. Kirkjuþing
unga fólksins vill hvetja þá sem stýra í þessum málaflokki að skapa starfsumhverfi sem
hlúir að sameignlegum vettvangi barna- og æskulýðsmála.
Þingsályktun um réttindi og ábyrgð leiðtoga í barna- og æskulýðsstarfi
Kirkjuþing unga fólksins 2013 ályktaði um réttindi leiðtoga í barna- og æskulýðsstarfi,
þar sem niðurstaðan var að launaðir leiðtogar ættu að vera á launþegar hjá sóknum en
ekki starfa sem verktakar, einnig að það væri skýrt í upphafi starfs hvort að leiðtogi sé í
launaðri stöðu eða sjálfboðaliði. Ungmenni sem ráðin eru sem verktakar ættu þá að vera
sérstaklega upplýst um þá ábyrgð sem verktakinn ber á starfinu, t.d. ef slys eða óhöpp
verða.
Enn er ekki til neinn launataxti fyrir leiðtoga sem að gæti verið viðmið fyrir söfnuði um
það hvað leiðtogi fær í laun, svo sem fyrir starfið, fyrir ferðalög o.s.fv.
Sá launataxti ætti að taka mið af nokkrum hlutum, svo sem aldri, reynslu og menntun.
Það hefur ekki sýnt sig innan kirkjunnar að sú menntun sem að leiðtogar sækja sér skili
þeim miklu varðandi vinnu eða réttindi.
Þingsályktun um skyldur þeirra sem starfa í barna og æskulýðsstarf
Eins og staðan er í dag er engrar lágmarkskunnáttu krafist til þess að starfa í barna- og
æskulýðsstarfi. Gerð ætti að vera krafa um að leiðtogar sæki viðunandi námskeið og það
sé á ábyrgð sóknanefndar að námskeiðið standi þeim til boða og að símenntun sé í boði
fyrir leiðtoga.
Skyndihjálparnámskeið á að vera krafa og að það sé endurnýjað reglulega.
Starfsumhverfið ætti að hvetja leiðtoga til að sækja námskeið, mennta sig og viðhalda
sinni menntun og það myndi skila leiðtogum réttindum.
Svið kirkjuráðs
Undir kirkjuráð heyra samkvæmt skipuriti þrjú svið; fjármálasvið, fasteignasvið og
upplýsingatæknisvið.
Fjármálasvið
Fjárhagssamskipti ríkis og kirkju
Kirkjuráð hefur unnið að eftirfarandi markmiðum kirkjunnar vegna fjárhagssamskipta
ríkis og kirkju: Leitast hefur verið við að einfalda fjármálaumsýslu þjóðkirkjunnar en
ríkisendurskoðun og innanríkisráðuneytið hafa beint þeim tilmælum til þjóðkirkjunnar.
Í meginatriðum felast breytingar kirkjuráðs í því að laun presta og rekstrarkostnaður