Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Blaðsíða 127
127
2. mál kirkjuþings 2014
Flutt af kirkjuráði
Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar
Helstu þættir til umræðu og ályktunar
Heildartekjur þjóðkirkjunnar í frumvarpi til fjárlaga árið 2015 eru áætlaðar 4.087,0
m.kr. Áætlaðar greiðslur til þjóðkirkjunnar í heild hækka um 138,3 m.kr. milli ára eða
um 3,5% ef miðað er við fjárlög 2014. Hjá Þjóðkirkjunni 06-701 er lögð til 1,5% lækkun
vegna aðhaldsaðgerða í ríkisútgjöldum sem nemur 21,7 m.kr. Tímabundið framlag til
Skálholtsstaðar að fjárhæð 6 m.kr. fellur einnig niður. Í fjárlagafrumvarpinu 2015 eru
áætlaðar 3,5% launahækkanir og 2,3% verðlagshækkanir miðað við árið 2014 og reiknast
því hækkun milli áranna 2014 og 2015 33,2 m.kr. eða um 2,3%. Vegna 06-707 Kristnisjóðs
er gerð aðhaldskrafa um 1,5%, en engar launa- og verðlagsbætur eru reiknaðar. Í frumvarpi
til fjárlaga 2015 hækka sóknargjöld um 100,7 m.kr. en á móti kemur aðhaldskrafa um
27,5 m.kr., en ekki eru reiknaðar verðlagsbætur á sóknargjöldin. Jöfnunarsjóður sókna og
Kirkjumálasjóður hækka um 5,8% (sjá töflu 1).
Tafla 1- Breytingar milli fjárlagafrumvarps 2015 og fjárlaga 2014
Fjárlagaliðir – í milljónum króna
Fjárlaga -
frumvarp 2015
Fjárlög
2014 Mism. % Mism. kr.
06-701 Þjóðkirkjan 1.507,9 1.474,7 2,3% 33,2
06-705 Kirkjumálasjóður 261,8 247,4 5,8% 14,4
06-707 Kristnisjóður 72,0 73,1 -1,5% -1,1
06-736 Jöfnunarsjóður sókna 338,7 320,1 5,8% 18,6
Kirkjujarðasamkomulag og sjóðir samtals 2.180,4 2.115,3 3,1% 65,1
06-735 Sóknargjöld 1.906,6 1.733,4 10,0% 173,2
06-735 Sóknargjöld – tímabundin viðbót 0,0 100,0 -100,0% -100,0
Sóknargjöld samtals 1.906,6 1.833,4 4,0% 73,2
Samtals 4.087,0 3.948,7 3,5% 138,3
Sóknargjöld til þjóðkirkjusafnaða
Í skýrslu nefndar sem fyrrverandi innanríkisráðherra skipaði til að meta áhrif niðurskurðar
fjárveitinga á starfsemi þjóðkirkjunnar sem kom út í apríl 2012 er óumdeilt að sóknir
þjóðkirkjunnar hafa orðið fyrir mun meiri skerðingu en stofnanir innanríkisráðuneytisins
frá efnahagshruninu 2008. Ríkið viðurkenndi þetta misræmi og bætti skerðingu
sóknargjalda að hluta með tímabundnu viðbótarframlagi. Á árinu 2013 komu 45 m.kr.
til viðbótar við sóknargjöldin og árið 2014 komu 100 m.kr - sem voru greiddar beint
til safnaðanna. Á árinu 2015 voru svo áætlaðar 40 m.kr. - samtals var því reiknað með