Félagsbréf - 01.03.1962, Page 6

Félagsbréf - 01.03.1962, Page 6
eftir Charles W. Thayer og ritstjóra tímaritsins Life. Gunnar Ragnarsson og Thorolf Smith ís- lenzkuðu. Þetta er önnur bókin í bókaflokki AB LÖND OG ÞJÓÐIR. Annar þýðandinn, Gunnar Ragnarsson, segir í formála sínum fyrir bókinni: „Bók sú, er hér birtist, ætti að verSa kærkomin öllum þeim, sem vilja afla sér raunsærrar þekkingar á Rússlandi, staSháttum, stjórnarfari og menningarsniði, og er mér til efs, að yfirgripsmeiri fræðsla um öll þau efni sé annars staðar tiltæk í svo skýru og skemmtilegu formi. í bókinni er ekki aðeins brugðið upp svipmyndum stórbrotinnar sögu, sem á sér í heillandi baksýn hið víðáttumikla landflæmi, allt norðan frá Ishafi og suður til Svartahafs, heldur leiðir hún okkur umfram allt á vit þess raun- veruleika, sem oftast hverfur í skugga hinna heimspólitísku átaka. Hér kemur fólkið sjálft til dyra eins og það er klætt, geðfellt og uppgerðar- laust, í hversdagsönn og á hátíðarstundum, og hið mikla myndaval bók- arinnar hjálpar ekki hvað sízt til að gera þessi kynni náin og minnisstæð.“ Bókin er 175 bls. í stóru broti. VerS til félagsmanna kr. 185.00.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.