Félagsbréf - 01.03.1962, Page 23

Félagsbréf - 01.03.1962, Page 23
FÉLAGSBRÉF 19 varð Hannes brátt heimilisvinur í húsi Jóns, sem stóð neðst við Laugaveg og stendur enn, þar sem nú er verzlunin Vísir. — Árið 1889 gekk Hannes að eiga Jarþrúði dóttur þeirra hjóna. Eg var samtíða frú Jarþrúði um margra ára skeið, að vísu eftir að aldurinn var farinn að færast yfir hana. Vel var með okk- ur að jafnaði, enda þótt við værum hörn tveggja alda. Hún hafði í æsku hlotið fullkomnari menntun en flestar konur hérlendis. Naut hún þess þar, að saman fór góður efnahagur foreldranna og ágætar námsgáfur hennar sjálfrar. Hún las nágrannatungurnar reiprennandi, var víðlesin og smekkvís á bókmenntir og sjálf skáld- mælt svo af bar. „Ef tók hún blað og batt sín orð, var blœrinn hreinn og fagur“, kvað Einar Benediktsson í eftirmælum um hana. Því miður eru flest kvæði hennar ýmist óprentuð eða á dreif í lítt þekktum eða gleymdum tímaritum, svo og í mörgum árgöngum Þjóðólfs. Sum þessara kvæða mega heita perlur, eins og t.d. ljóðið Skógafoss. — Frú Jarþrúður andaðist vorið 1924. Eftir að dr. Hannes missti konu sína, var hann í skjóli frú Jar- þrúðar bróðurdóttur hennar, er var að nokkru leyti fósturdóttir þeirra hjóna, og hennar ágæta manns Sigfúsar M. Johnsen stjórnar- ráðsfulltrúa og síðar bæjarfógeta í Vestmannaeyjum. Þegar þau hjón reistu sitt eigið hús, við Sóleyjargötu hér í bæ, hefði dr. Hannes verið þar meir en velkominn heimilismaður. En Hannes var vanafastur, svo sem hans var vandi, og kaus að dvelja kyrr í sínu eigin húsi. Leigði hann þá mætum hjónum, Sigmari Elíssyni kaup- manni og konu hans, Maríu Norðfjörð, hálfa íbúð sína og var þar í fæði hjá þeim. Frú María hlynnti að dr. Hannesi hin síðustu ár og annaðist hann í banalegunni með þeirri alúð og nærfærni, sem seint verður fullþökkuð. Þar sem þau hjón, dr. Hannes og kona hans, voru barnlaus, varð að jafnaði hljótt og fámennt kringum Hannes, þegar kona

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.