Félagsbréf - 01.03.1962, Qupperneq 28

Félagsbréf - 01.03.1962, Qupperneq 28
24 FÉLAGSBRÉF sökum kunnugleika á þessari umfangsmiklu stofnun gat haldið henni opinni og starfhæfri. Hver voru svo einkenni dr. llannesar sem fræðimanns? Ovenju- leg þekking, innsæi og dyggð. I öllum sínum rannsóknum var hann svo vandvirkur og varkár, að hann fullyrti aldrei neitt um niður- stöður, fyrr en staðreyndirnar blöstu við augum. Minnisgáfa hans var með eindæmum. Hann hafði sín umfangsmiklu ritverk ekki einungis á pappírnum, heldur og í huga og minni. Hann kunni skil á fleiri mönnum en nokkur annar íslendingur hefur gert fyrr eða síðar; en þess ber auðvitað að gæta, að á hans tíma höfðu fleiri menn fæðzt upp hér á landi en á dögum fyrri alda fræði- manna. A þorláksmessu árið 1925 sótti stjórn háskólans hann heim og tilkynnti honum, að hann væri af háskólanum kjörinn heiðurs- doktor. Mér var kunnugt um, að hann gladdist af þessari jólagjöf, þótt hann væri áreiðanlega eini maðurinn á landinu, sem lét í ljós efasemdir um það, að hann væri vel að þessum virðingarvotti kom- inn. Dr. Hannes var allvel efnum búinn, og eftir að hann var orðinn einn, voru það ótrúlega margir, sem leituðu til hans um hjálp á hinum gömlu kreppu- og bágindaárum. Dr. Hannes hafði einn hátt, hann leysti hvers manns vanda. Eignum sínum eftir sinn dag ráð- stafaði hann til nánustu ættingja, eftir þörf hvers og eins, en gildan sjóð, stórfé á þeirra tíma mælikvarða, lét hann renna til háskólans til styrktar efnilegum námsmönnum. Hannes Þorsteinsson var með gjörvilegustu mönnum að vallar- sýn, herðabreiður og kraftalegur, ljós yfirlitum og bláeygur, hvorl tveggja í senn: mildur á svip og mikilúðlegur. Hann verður jafn- an ógleymanlegur þeim, er honum kynntust og áttu því láni að fagna að vera honum samtíða. En af öllum endurminningum mínum um þenna mann mun eina jafnan bera hæst, minninguna um það, hve Hannes Þorsteinsson var göfugur maður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.