Félagsbréf - 01.03.1962, Page 45

Félagsbréf - 01.03.1962, Page 45
FÉLAGSBRÉF 37 það er viljinn, viljinn til að lifa. Laust er allt, ef lífsviljann þrýtur. Verður annar og verri maður, eður enginn, að ástvini látnum. Sálarlaus líkami á lífi hjarir, utan ábyrgðar, utan siðferðis. Heitir það að harðna við hverja plágu. Þegar þetta er ort, er Hannes Hafstein kominn í forsælu, staddur nndspænis harmi, þar sem karlmennskan á í fyrsta sinn ekki við, fer hjá sér, verður hjákátleg. Skáld lífsviljans og baráttugleð- innar, skáldið, sem öllum framar orti þjóð sinni þrek, er undir æfilok orðið skáld harmkvælanna, „valur vængjarúinn“, sem „lem- ur hið auða tóm“, bíðandi á „bergsnös kaldri“. En þá, í þessum ■síðustu kvæðum, sem rísa í einsemd frá dökkum grunni og öðlast við það sína örlagareisn, sér að lokum, eins og í hvössum lang- drægum geisla, til innsta kjarnans í lífskoðun skáldsins: Sólkerfin sindrast sem neistar frá síungum steðja þínum, og þó eru þínir vegir ei þráliuldir anda mínum. Sé ég í sólþokuhilling, hve sorgin og gleðin mætast, og óljóst órar mig fyrir, að andans von muni rætast. Sólunni meiri er sálin, og sálnanna faðir ert þú. Sálirnar saman þú leiðir um sólfegri, leiftrandi brú,

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.