Félagsbréf - 01.03.1962, Síða 48

Félagsbréf - 01.03.1962, Síða 48
40 FÉLAGSBRÉF hlakkaði mikið til kveldsins, því hann stanzaði í öðruhverju spori og hleypti brúnum, svo að stóru gráu augun urðu kringlótt og störðu vandræðalega upp í loftið. Við og við hugði hann niður eftir sér og strauk hárið upp undir húfuna. Það var auðséð, að hann átti eitthvað að vinna, sem hann treysti sér ekki sem bezt til. Enginn skyldi þó halda, að hann hafi verið að kvíða dansinum, þó hann væri á vatnsstígvélum; honum datt ekkert slíkt í hug; reyndar var hann ekki vel liðugur í snúningunum, né fastur í taktinum, en hann hafði aftur nóga kraftana til að halda stúlkunum, og ein hafði jafnvel sagt honum, að hann dansaði skrámbi vel polka, en sem sagt, hann var um engan dans að hugsa; það voru alvarlegri hugsanir, sem hreyfðu sér í honum. — s,Skyldi ég endilega þurfa að gjöra það í kveld“, sagði liann hálfhátt. Já, það var víst ómögu- legt að komast hjá því, „Grána“ átti að fara í vikunni, og með henni ætlaði hún að sigla. Það var annars merkilegt, að frænka hans skyldi ekki vilja hjálpa honum neitt öðruvísi en svona, að hjóða þeim saman. Hún vildi ómögulega spyrja stúlkuna að þessu, sem hann hafði beðið hana, og stóð fast á því, að hann skyldi gjöra það sjálfur. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. Henni sagði víst ekki vel hugur um þetta. Og hann fann að vísu fullvel, að það var mikið í ráðizt að ætla svona upp úr þurru að fara að biðja innistúlku hjá kaupmanni, og hvað þá þegar hún var annar eins kvenmaður eins og hún Kristín Guðbrandsdóttir, sem var uppáhaldið allra pilta, orðlögð fyrir, hvað hún væri kát og fjörug, og jafnvel skáldmælt. En það var auðvitað ekki svo lítil bót í máli, að hann sjálfur var Magnús Ásmundsson, sonur eins ríkasta sjávarbóndans út með ströndinni og átti ekki svo lítið undir sér, og það hafði lika mörg- um stúlkum þar útfrá litizt nógu vel á hann. Aftur varð því ekki neitað, að hún hafði lært marga heldri manna háltu og reynt margt, og var svo- fín, og ætlaði nú jafnvel að sigla. Hún var svo sem ekki barna meðfæri. ekki sízt úr því hún var talsvert eldri en hann, komin undir þrítugt. En hann var heldur ekki svo slakur, búinn að vera 3 ár í hákarlalegum og stóð til að verða formaður, því nú var hann að lesa sjómannafræði, og svo var hann kominn í reikning hjá öllum kaupmönnunum — það var heldur ekki svo ómannalegt. Við þessa hugsun stanzaði hann, dokaði svolítið við, hugsaði sig um, sneri sér svo á hæl og hálfhljóp út í kaupstaðinn aftur. Eftir góða stund kom hann fyrir hornið á ný. Hann gekk miklu rösk-

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.