Félagsbréf - 01.03.1962, Side 50

Félagsbréf - 01.03.1962, Side 50
42 FÉLAGSBRÉF bálskotinn í henni. En nú skvldi allt verða gott, liugsaði hann með sér. Hann þyrfti aðeins að segja eitt orð, — svo væri allt búið, — og búið með siglinguna líka, fyrst um sinn. Ósköp skyldi hann verða góður við hana. F'yrst skyldi hann koma henni fyrir hjá foreldrum sínum, ef hún vildi fara úr kaupstaðnum, og hún skyldi ekkert þurfa að gjöra. Svo skyldi hún fá fullan rétt yfir honum Gráskjóna litla, sem var hezti hest- urinn út með ströndinni, og enginn kvenmaður enn hafði fengið að koma á bak. Svo gætu þau riðið út á sunnudögunum — kannski líka dansað, fyrst henni þætti það svo gaman, í öllu falli gaati hann útvegað henni harmóníku. Allt í einu stanzaði hann ósjálfrátt, gretti sig og þreif upp undir hattinn og klóraði sér í höfðinu. Já, „harmóníku“. Ymislegt, sem honum hafði ekki komið til hugar þessa daga, síðan hann hafði talað við Eyjúlf, raktist nú upp fyrir honum við þetta orð. Hvernig hafði hann farið að gleyma helv...... honum Madsen heyki með harmóníkuna og pípuhatt- inn. Hann sem hafði setið á hverju kveldi, meðan hann var á Akureyri, niðrí beykishúsinu, og gaulað á harmóníku fyrir Kristínu, oft eina. Nú mundi hann, hvað Kristín hafði hrosað blítt til hans og hvernig þau oft höfðu verið að pukra eitthvað saman. Nú mundi hann, hvað hann sjálfur hafði sagt um þau þá, og seinast fyrir svo sem þrem vikum, þegar fréttist, að Kristín ætlaði að sigla, hafði hann sagt. „Ætli hún ætli ekki að elta hann Madsen sinn tetrið“, svo sem hann hafði nú kveðið á. Það skyldi þó aldrei vera rétt, hugsaði hann. „Helvítis danskurinn.“ Hann gekk nokkur spor auðsjáanlega í mestu vonzku. Svo fór að smá- hýrna yfir honum aftur. „Nei, það er ómögulegt, að það hafi verið trúlofun eða svoleiðis, því ég sá hún var næstum eins hlíðleg við hina beykjana, og marga búðarmenn líka, og hún getur þó ekki verið trúlofuð þeim öllum saman“, hugsaði Magnús með sér; síðan hélt hann í huganum heilmikla lofræðu yfir henni, að hún væri svo glaðleg og ynnileg við alla jafnt, af því að hún væri svo góð og blíð í sér. Þó fékk hann enn ofurlítinn sting í hjartað. Hvernig gat þá staðið á því, að hún hafði aldrei sýnt honum neina hlíðu, fyrst hún annars var góð við alla og ekki sízt, fyrst hún elskaði hann svona heitt. Hún hafði meira að segja verið byrst við hann oft fyrrmeir, þegar hann kom inn í beykishúsið; en þegar hann var húinn að ganga dálítinn spöl var hann búinn að sansa sig á, að það væri náttúrlegt og hlyti að vera svo. Hann fann,

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.