Félagsbréf - 01.03.1962, Síða 52

Félagsbréf - 01.03.1962, Síða 52
44 FÉLAGSBRÉF Húsmóðirin, Sæunn gamla, kom inn með bolla á bakka. Hún var nokkuð gild, öldruð kona, en liafði verið lagleg fyrrmeir, og hélt sér enn nokkuÖ til. „Ég get ómögulega verið að bíða lengur, það er orðið svo framorðið“, sagði húsfreyja. Gerið þið svo vel, hérna er ofboðlítið súkkulaði. Það er skömm að því, hvað það er vont, held ég. Ég skil annars hreint ekkert í honum Magnúsi, að hann skuli ekki koma. Bara að það gangi ekkert að honum, greyinu litla, mér hefur sýnzt hann vera svo utan við sig seinustu dagana“. „Sá held ég sé utari við sig“, sagði húðarmaðurinn. „Hann sem er farinn að halda sér svo til, að hann fer bráðum að taka frá okkur allar stúlkurnar, þó að hann segi ekki mikið, ef svona heldur áfram. Hann keypti lijá okkur nýja treyju í fyrradag og vasaspegil bæði í gær og í fyrradag, annan víst svo sem spari“. Stúlkan sem sat við hliðina á Kristínu, hvíslaði einhverju að henni, og tístu þær síðan mikið og pískruðu saman. „Ætli hann sé ekki útá Bauk karlinn“, sagði sá Möðruvellingurinn, sem yngri var. „Ósköp eru aÖ heyra til yöar“, sagði húsfreyja, „hann sem aldrei drekkur, nei, ó nei, hann er mesti skikkelsispiltur hann Magnús minru Ég segi bara það, stúlkur, að hún á ekki ofboðs amalegt stúlkan sú, sem fær hann svo laglegan og góðan pilt. Það verður einhverntíma maður úr honum, það er víst um þaö.“ „Ójá“, sagði sá Möðruvellingurinn, sem eldri var, hægt og með mikilli áherzlu. „Það getur skeð, að menn geti orðið ujrpá vissan máta nýtir menn, þó þeir séu ekki læröir, en á okkar tímurn, — frelsið, sem við höfum, getur framfarir, og framfarir heimta mikla menntun.“ „Já það er satt, að vísu, og þess vegna er ég líka alltaf að segja við Magnús, að hann ætti að ganga svo sem missiristíma á Mööruvallaskól- ann. Eða er hægt að komast af með öllu styttri tíma?“ „Ja, ég skal ekki segja nema maður gæti komizt af með minna.“ „Já, því segi ég það, en hann Magnús vill það nú ekki; hann er allur í hákarlinum.“ „Það er skrýtið að vilja það ekki,“ sagði búðarmaðurinn, „þá gæti hann þó komizt á mótið mikla árið 1900 — eða er það ekki þá, sem þið fóstbræður ætlið að gjöra uppskátt, hvað þið hafið gjört ykkur til sóma?“

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.