Félagsbréf - 01.03.1962, Side 66

Félagsbréf - 01.03.1962, Side 66
BÆKUR Náttúra Islands. 330 bls. Almenna bókafélagið. 1961. að er upphaf að þessari bók, að 13 höfundar fluttu erindi í ríkisútvarpið um náttúru íslands. „Reynt var að velja fyrirlesara og fyrirlestrarefni með það fyrir augum, að í heild gæfu þessi er- indi það, sem kalla mætti landfræðilega mynd af Islandi, þar sem einkum væri lýst hinni dauðu náttúru, en þó einnig gefið stutt yfirlit yfir gróður og dýralíf landsins og grunnsævisins kringum það En allmikið vantar í þessa landfræðilegn mynd. Til að fylla hana út hefði m.a. þurft erindi um jökulmenjar, annað um landmótun vatns og vinda, hið þriðja um strendur og strandmyndanir. Þess skal get- ið hér, að niður féll útvarpserindi um jökla en Jón Eyþórsson varð góðfúslega við beiðni minni um að fylla nokkuð í þá eyðu,“ segir Sigurður Þórarinsson í eftir- méla við bókina. Ekki skal hér fjargvirðrazt yfir því, sem vantar i bókina. Hitt er meira virði, hve gott það er, sem með er tekið, en efni bókarinnar er í stórum dráttum sem hér segir: Prófessor Trausti Einarsson rek- ur fyrst í stuttu máli sögu jarðarinnar, en segir því næst frá upphafi íslands og einkum blágrýtismynduninni, lýsir nýjum rannsóknaraðferðum og drepur á óleyst verkefni. Guðmundur Xjartansson ræðir um móbergsmyndunina. Er þar margt fróðlegt um grágrýti, kubbaberg, móbergs- stapa o.fl. Jóhannes Áskelsson lýsir ís- lenzkum steingervingum jurta og dýra. Sig- urður Þórarinsson lýsir eldstöðvum og liraunum af nærfærni og þekkingu. — Jón Jónsson ræðir um jarðhitann, og er það greinargott yfirlit um öll jarðhita- svæði á landinu, en þekking og skilning- ur á eðli jarðhitans verður nauðsynlegri með hverju ári, sem líður. Tómas Tryggva- son segir frá hagnýtum jarðefnum, göml- um kunningjum eins og möl og nýjung- um, svo sem perlusteini og kísilsalla. Jón Eyþórsson ræðir um veður og veður- far og veltir m.a. fyrir sér spurningunni, livort brátt muni kólna aftur á íslandi. Hann ritar einnig skemmtilega og athygl- isverða grein um jökla. Sigurjón Rist skrifar um vötn, og segir þar margt frá fallvötnum og virkjunarlíkum. Björn Jó- hannesson ritar grein, sem fjallar um jarðveginn, efni hans, ástand og mismun- andi gerðir. Unnsteinn Stefánsson ræðii um sjóinn við Island, sögu sjórannsókna, eðli sjávarins, hafstrauma og hafís, gerðir sjávarins og næringarefni í sjó. Ingvar Hallgrímsson lýsir í stuttu máli lífinu í sjó, allt fré kísilþörungum til steypireyða. Eyþór Einarsson segir frá grösum og gróðri, skýrir i upphafi nokkur hugtök, en ræðir síðan margar tegundir gróðrar og gróðurfélaga. Þessar þrjár síðasttöldu greinar fjalla um svo stór svið, að þeim

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.