Félagsbréf - 01.03.1962, Qupperneq 69

Félagsbréf - 01.03.1962, Qupperneq 69
FÉLAGSBRÉF 61 ASrar sögur, sem teljast mega í flokki með Rottuveiðum aS því leyti, að þær fjalla um unglinga, tilfinningar þeirra og viðbrögð við vandamálum lífsins, eru Ósýnilegt handtak (1956), Huldumaður (rituð sama ár), Snjór (1958) og Regn (1959). Er ástæða til að minnast einnig fáeinum orSum á söguna Snjór. Þar vel- ur höfundur sér afar viðkvæmt og erfitt viðfangsefni. Er mér ekki grunlaust um. að margur hneykslist yfir þessari sögu. sem fjallar um ungan næmgeðja dreng, er á sér fagran innri draum, sem hann er skyndilega sviptur, þegar hann kemst í kynni við kynferðislega ónáttúru ann- arra unglinga. Er ekki orðum eyðandi á slíka vandlætara, en sagan er gott dæmi um það, hve trúr höfundur er þeirri köllun hvers einlægs skálds, að láta engan tepruskap aftra sér frá því að tjá af fullri einurð þá reynslu, sem hann hef- ur orðið fyrir og á hug hans sækir. Enda er Ingimar Erlendur ávallt smekkvis og aldrei klúr í efnismeðferð sinni. I list- inni skiptir það ekki máli, hvað höfund- urinn er að segja eða tjá, heldur hvernig hann gerir það, því ekkért mannlegt er honum óviðkomandi, og má hann í því efni alls ekki taka neitt tillit til þess, hvort einum líkar það hetur eða verr. Onnur er sú saga, sem mér féll einkai vel í geð — en góð getur saga verið og vel gerð, þó að hún falli manni ekki í geð — og það er sagan Böggla-Stína, samin árið 1957. Bregður höfundur þar upp vel gerðri svipmynd af hörmum kotiu og einstæðingsskapnum, er hún ratar í af þeim sökum. Þrjár yngstu sögurnar, Kysstu mig, Heimþrá og Bros, heyra allar til sama flokki. Þær fjalla um sjómennsku, slark sjómanna í erlendum höfnum. -— Ber svo einkennilega til að enginn þessara sagna jafnast við þær sögur aðrar, sem ég tel beztar og hef minnzt á hér að framan. Það er eins og snerpan og djúphyglin tapi sér eitthvað. Þegar litið er á þetta sögusafn í heild, er það augljóst að hér er á ferðinni frum- legur og einlægur höfundur, sem sett hef- ur sér hátt takmark og hörfar hvergi undan þeim vanda, sem verkefnið leggur honum í hendur. — Um ástæðumar fyrir því, hvers vegna síðustu smásögur hans eru lakari en beztu sögur hans aðrar, er ekki gott að dæma, en kannski er það vegna þess, að hann sé farinn að þreytast nokkuð á kröppu og erfiðu formi smá- sögunnar. Hvernig væri þá fyrir Ingimar Erlend að reyna næst við skáldsögu? Ég tel hann hafa þegar öðlazt nægilegan list- rænan þroska, og þá vonandi einnig vinnu- þrek, til þess að komast sómasamlega frá slíku verkefni. ÞórSur Einarsson. Gu'ðbergur Bergsson: Músin sem lœðist. 244 bls. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Reykjavík 1961. Guðbergur Bergsson er lesendum bók- menntatímarita ekki með öllu ókunn- ur. Á síðast liðnum árum hafa Ijóð hans birzt öðru hverju, og á siðasta hausti kom einnig út eftir hann Ijóðabók, Endur- tekin orð, en þetta er fyrsta skáldsagan hans. Músin sem læðist fjallar um ungan dreng, Ólaf að nafni. Hann er kominn undir fermingu, og lætur höfundurinn hann segja söguna. Ólafur elst upp eitt barna hjá móður sinni, Þórunni, sem hef- ur misst mann sinn í sjóinn og fengið sjúklegan ímugust á öllu, sem sjóinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.