Félagsbréf - 01.06.1963, Page 7

Félagsbréf - 01.06.1963, Page 7
ÁGÚST-BÓK AB 19G3 Tómas GuSmundsson íslenzkaSi HLÉBARÐINN, skáldsaga eftir ítalska furstann Giuseppe Tomasi di Lampe- dusa, verður ÚKÚstmánaðar-bók AB í þýðingu Tómasar Guðmundssonar, skálds. I»etta er saga sikileyskrar furstaættar, eða nánar til tekið ættarsaga höfundarins sjálfs, og hefst árið 18(50, þegar Garibaldi gerir innrás sína í Sikiley, en endar árið 1910. Með ógleymanlegum hætti speglar frásögn bókar- innar hinar miklu samfélaffslegu byltingar, sem gengu yfir Evrópu á þessu merkilega tímabili, og þó að vel megi segja, að öll bókin sé glitrandi af fág- aðri og elskulegri kímni, nær snilld höfundarins samt hæst í fágætri túlkun lians á ást, hnignun, liverfulleik og dauða. Sagan er talin eitt mesta og sérstæðasta afrek í bókmenntum þessarar aldar og hefur farið óslitna sigur- för um allan liinn menntaða heim, allt frá því hún kom fyrst út árið 1959, að höfundinum látnum. Kvikmynd gerð eftir þessari merku bók hlaut fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí s. 1. L

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.