Félagsbréf - 01.06.1963, Side 9

Félagsbréf - 01.06.1963, Side 9
Ritstjórnargrein I síðasta hefti var drepið á í rit- stjórnargreinum, að forráðamenn tíma- ritsins liefðu áhuga á að helga eitt- hvert af næstu heftum Félagsbréfa að mestu efni eftir ungt fólk og aðra byrjendur í ritmenns'ku. Dráttur sá, sem varð á útkomu ritsins, olli því, að fresturinn til að skila efni varð allt- °f naumur, enda hefur þátttaka orðið miklu dræmari en vonir stóðu til. Er því sýnilegt, að fyrirhugað byrjenda- befti fellur niður að sinni. En eftir sem áður höfum við áhuga á að fá ritsmíð- ar nýrra höfunda til álita og hirting- aE ef við teljum þær fullnægja þeim kröíum, sem gera þarf til þess efnis, sem hirt er. Tekið skal skýrt fram, að fullt nafn °g heimilisfang þarf að fylgja hand- •'tum, ef hirting á að koma til greina. Nafnlaus handrit eða merkt dulnefn- um, sem ritinu hafa þegar borizt, koma að sjálfsögðu ekki heldur til álita nema höfundar gefi sig til kynna. Um stafsetningu ritsins er rétt að geta þess, að þeir höfundar sem vit- andi vits víkja frá tíðkanlegri stafsetn- ingu, hafa fengið að halda afbrigðum sínum óáreittir af ritinu. Að gefnu tilefni skal því svo lýst yfir í eitt skipti fyrir öll, að skoðanir þeirra höfunda, sem rita í Félagsbréf AB þurfa engan veginn að vera sam- hljóða skoðunum ritstjórnarinnar og þaðan af síður skoðunum bókmennta- ráðs eða stjórnar félagsins. Tímaritið er vettvangur frjálsra umræðna um bókmenntir, listir og hvers konar menn- ingarmál önnur og þeir, sem í það rita, vitaskuld sjálfráðir um skoðun sína svo lengi sem hún er frambærilega flutt.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.